Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
KvöldfréttiR stöðvar 2 Sindri

Ekki hefur verið fundað formlega í deilu flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins í dag. Innviðaráðherra segir deiluaðila verða að sýn ábyrgð og leysa deiluna við samningaborðið en útilokar ekki stjórnvöld grípi inn í með lagasetningu.

Við fjöllum um kjaradeiluna í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við sáttasemjara í beinni útsendingu.

Íbúi í Grindavík sem hefur sofið í bænum í hálfan mánuð segir fáránlegt að það sé enn þá bannað. Hann slapp við handtöku í gærkvöldi ásamt eiginkonu sinni með því að samþykkja að fara að heiman. Við kíkjum í heimsókn til hans í kvöldfréttum.

Þá heyrum við í fólki sem kom saman við Ríkisútvarpið í Efstaleiti síðdegis til að mótmæla þátttöku Íslands í Eurovision vegna þátttöku Ísrael. Útvarpsstjóri segir ekki hlutverk RÚV að taka pólitíska afstöðu og afstaða hans vegna málsins hafi ekki breyst.

Við sjáum einnig myndir frá flóðum í Ástralíu, þar sem krókódílar hafa skolast inn í íbúðahverfi og hittum eina rakarann á Siglufirði sem sjálfur er sköllóttur og segir það dásamlegt.

Og í Íslandi í dag verður Magnús Hlynur á Sauðárkróki þar sem hann heimsækir nítján ára tilvonandi húsasmið sem lætur ekkert stoppa sig þrátt fyrir að vera lamaður í hjólastól eftir bílveltu.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×