Veltir framboði til forseta fyrir sér Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. desember 2023 15:49 Páll Pálsson er fasteignasali sem gæti vel hugsað sér að verða forseti. Vísir/Vilhelm Páll Pálsson eigandi Pálsson fasteignasölu íhugar forsetaframboð. Hann vonast til þess að Guðni Th. Jóhannesson tilkynni framboð í ávarpi sínu á Nýársdag því sjálfur hafði Páll áætlað framboð eftir fjögur ár. Öðru kjörtímabili Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands lýkur í sumar. Guðni var kjörinn forseti Íslands sumarið 2016 eftir snarpa kosningabaráttu. Baráttan var öllu minni þegar Guðni endurnýjaði umboð sitt sumarið 2020 í yfirburðarkosningu. Guðni sagðist í framboði sínu fyrir kosningarnar 2016 að hámarki ætla að sitja þrjú kjörtímabil í embætti forseta. Hann tjáði fréttastofu á dögunum að hann ætlaði ekki að upplýsa um ákvörðun sína varðandi framhaldið fyrr en ávarpi sínu á nýársdag. „Það verða smá vonbrigði ef Guðni fer ekki aftur fram,“ segir Páll í samtali við Vísi sem hafði heyrt úr fleiri en einni átt að Páll hyggi á framboð. „Ég var með plan um að fara fram þegar hann væri búinn að vera forseti í fjögur ár í viðbót,“ segir Páll. Flestir virðast reikna með því að Guðni tilkynni um áframhaldandi framboð sitt. Lítil umræða hefur verið um forsetaembættið og fáir verið orðaðir við framboð. Undantekning á því er Sigríður Hrund Pétursdóttir sem tjáði Vísi á dögunum að hún lægi undir feld varðandi mögulegt framboð. „Ég vona innilega að hann klári næsta tímabil. En ég veit ekki hvort ég ætli fram ef hann gerir það ekki,“ segir Páll sem mun sitja límdur við sjónvarpsskjáinn á nýársdag. Hann tekur undir að ákvörðun hans um framboð standi og falli með Guðna. „Hann hefur verið frábær forseti og ég vona að hann haldi áfram fjögur ár í viðbót. Hann er að standa sig vel og ég sé engan í dag sem er betri en hann í þetta hlutverk. Þó maður geti verið uppfullur af egói þá er hann betri en bæði ég og þú í þetta embætti,“ segir Páll. Guðni hefur vakið athygli fyrir alþýðleika sinn. Hann tínir dósir á Álftanesi, stendur næturvaktina á fótboltamótum barnanna og notar buff eins og börnin. Páll segist ekki nota buff eins og Guðni. „Ég er ekki í buffinu. Guðni má eiga það skuldlaust. Það getur enginn toppað hann þar,“ segir Páll sem myndi snúa aftur heim á Álftanes, þar sem hann ólst upp, fari svo að hann nái kjöri einn daginn sem forseti Íslands. Forseti Íslands Garðabær Forsetakosningar 2024 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira
Öðru kjörtímabili Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands lýkur í sumar. Guðni var kjörinn forseti Íslands sumarið 2016 eftir snarpa kosningabaráttu. Baráttan var öllu minni þegar Guðni endurnýjaði umboð sitt sumarið 2020 í yfirburðarkosningu. Guðni sagðist í framboði sínu fyrir kosningarnar 2016 að hámarki ætla að sitja þrjú kjörtímabil í embætti forseta. Hann tjáði fréttastofu á dögunum að hann ætlaði ekki að upplýsa um ákvörðun sína varðandi framhaldið fyrr en ávarpi sínu á nýársdag. „Það verða smá vonbrigði ef Guðni fer ekki aftur fram,“ segir Páll í samtali við Vísi sem hafði heyrt úr fleiri en einni átt að Páll hyggi á framboð. „Ég var með plan um að fara fram þegar hann væri búinn að vera forseti í fjögur ár í viðbót,“ segir Páll. Flestir virðast reikna með því að Guðni tilkynni um áframhaldandi framboð sitt. Lítil umræða hefur verið um forsetaembættið og fáir verið orðaðir við framboð. Undantekning á því er Sigríður Hrund Pétursdóttir sem tjáði Vísi á dögunum að hún lægi undir feld varðandi mögulegt framboð. „Ég vona innilega að hann klári næsta tímabil. En ég veit ekki hvort ég ætli fram ef hann gerir það ekki,“ segir Páll sem mun sitja límdur við sjónvarpsskjáinn á nýársdag. Hann tekur undir að ákvörðun hans um framboð standi og falli með Guðna. „Hann hefur verið frábær forseti og ég vona að hann haldi áfram fjögur ár í viðbót. Hann er að standa sig vel og ég sé engan í dag sem er betri en hann í þetta hlutverk. Þó maður geti verið uppfullur af egói þá er hann betri en bæði ég og þú í þetta embætti,“ segir Páll. Guðni hefur vakið athygli fyrir alþýðleika sinn. Hann tínir dósir á Álftanesi, stendur næturvaktina á fótboltamótum barnanna og notar buff eins og börnin. Páll segist ekki nota buff eins og Guðni. „Ég er ekki í buffinu. Guðni má eiga það skuldlaust. Það getur enginn toppað hann þar,“ segir Páll sem myndi snúa aftur heim á Álftanes, þar sem hann ólst upp, fari svo að hann nái kjöri einn daginn sem forseti Íslands.
Forseti Íslands Garðabær Forsetakosningar 2024 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira