Kane skoraði tvívegis í 3-0 sigri Bayern á Stuttgart um helgina og er með því kominn með tuttugu deildarmörk á tímabilinu.
- Fewest appearances for a player to reach 20 Bundesliga goals
— Gracenote Live (@GracenoteLive) December 17, 2023
14 - Harry Kane
21 - Uwe Seeler
22 - Erling Haaland
24 - Timo Konietzka
24 - Klaus Matischak #Bundesliga #FCBVFB
Með því að ná tuttugasta markinu í aðeins fjórtánda leiknum sínum þá bætti enski landsliðsfyrirliðinn 69 ára gamalt met.
Gamla metið yfir að komast í tuttugu mörk í fæstum leikjum í byrjun ferils síns í þýsku deildinni var frá tímabilinu 1954–1955 þegar Uwe Seeler náði því í sínum 21. leik.
Erling Braut Haaland var mjög nálægt því að jafna met Seeler þegar hann kom í deildina fyrir nokkrum árum en tuttugasta markið hans kom í leik númer 22.
Metið lifði hins vegar ekki af innkomu Kane sem hefur skorað í ellefu af fjórtán deildarleikjum Bayern á leiktíðinni þar af tvö mörk eða fleiri í sex leikjum.
14 - Fewest appearances to score 20 goals in German Bundesliga history:
— OptaJoe (@OptaJoe) December 17, 2023
14 Harry Kane
15
16
17
18
19
20
21 Uwe Seeler
22 Erling Haaland
Incredible. pic.twitter.com/k7JuBTAKjI