Alaba meiddist eftir rúman hálftíma og strax var ljóst að meiðslin væru alvarleg. Nacho kom inn á fyrir Austurríkismanninn.
Eftir leikinn staðfesti Real Madrid að Alaba hefði slitið krossband í hné. Hann hefur því leikið sinn síðasta leik á þessu tímabili.
Alaba er þriðji leikmaður Real Madrid sem slítur krossband í hné á þessu tímabili. Áður höfðu Thibaut Courtois og Éder Militao lent í því sama.
Jude Bellingham, Rodrygo, Brahim Díaz og Luka Modric skoruðu mörk Real Madrid í leiknum á Santiago Bernabéu í gær.
Með sigrinum komst Real Madrid á topp spænsku úrvalsdeildarinnar. Girona getur endurheimt toppsætið með sigri á Alavés í kvöld.