„Við erum í villta vestrinu“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. desember 2023 21:31 Sigurður Hafþórsson er lögmaður Húseigendafélagsins. arnar halldórsson Lögmaður hjá Húseigendafélaginu kallar eftir skýrum lagaramma um hvað megi og megi ekki þegar kemur að Airbnb leigu í fjölbýli. Dæmi eru um að sorpmál séu í ólestri vegna gestagangs. Framkvæmd Airbnb hér á landi hefur árum saman verið mikið þrætuepli og meðal annars verið kallað eftir hertu eftirliti með starfseminni. Sorpmál í ólestri Ónæði sem fylgir leiguframkvæmdinni hefur ratað á borð kærunefndar og héraðsdóms. Dæmi eru um að leigjendur komi á öllum tímum sólarhrings með tilheyrandi ónæði fyrir nágranna auk þess sem dæmi eru um að sorphirðumenn fjarlægi ekki heimilissorp í fjölbýlishúsi þar sem ferðamenn sem leigja íbúð á Airbnb hafi flokkað með röngum hætti. „Mikið partístand að nóttu til, verið að draga ferðatöskur upp eftir stigum, verið að taka í hurðarhúna hjá eigendum, ruglast á íbúðum og annað slíkt þannig það er af öllu tagi,“ sagði Sigurður Hafþórsson, lögmaður hjá Húseigendafélaginu. Hægt að aðhafast Hann kallar eftir því að lagaramminn verði skýrður svo hægt sé að skera úr um hvað megi og hvað megi ekki en segir að ef Airbnb útleiga veldur nágrönnum óhóflegu ónæði geti eigendur eða húsfélagið aðhafst. „Látið banna þetta og eftir atvikum gengið lengra og jafnvel gert eiganda að selja og annað slíkt.“ Villta vestrið Kærunefnd húsamála hafi iðulega komist að því að ekki þurfi leyfi annarra í húsinu fyrir útleigu til skamms tíma. „Svo hefur héraðsdómur komist að því að það þurfi samþykki eigenda fyrir útleigu og það er byggt á ónæðisfaktor og það var gott að sínu leyti því það skýrði réttarstöðuna að vissu marki en því máli var áfrýjað til hæstaréttar sem vísaði málinu frá á grundvelli formsannmarka þannig við erum enn í villta vestrinu, hvað má og hvað má ekki og verðum að fá skýrari lög um það.“ Hann segir að með frumvarpi frá 2019 hafi staðið til að skýra þessi mál en að það hafi dagað uppi í þinginu og óvíst hvenær málið verði tekið fyrir. „Við teljum að allar bætur að þessu leyti myndu bæta réttarstöðu, hvað má og hvað ekki.“ Málefni fjölbýlishúsa Sorphirða Leigumarkaður Hús og heimili Airbnb Ferðamennska á Íslandi Nágrannadeilur Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Framkvæmd Airbnb hér á landi hefur árum saman verið mikið þrætuepli og meðal annars verið kallað eftir hertu eftirliti með starfseminni. Sorpmál í ólestri Ónæði sem fylgir leiguframkvæmdinni hefur ratað á borð kærunefndar og héraðsdóms. Dæmi eru um að leigjendur komi á öllum tímum sólarhrings með tilheyrandi ónæði fyrir nágranna auk þess sem dæmi eru um að sorphirðumenn fjarlægi ekki heimilissorp í fjölbýlishúsi þar sem ferðamenn sem leigja íbúð á Airbnb hafi flokkað með röngum hætti. „Mikið partístand að nóttu til, verið að draga ferðatöskur upp eftir stigum, verið að taka í hurðarhúna hjá eigendum, ruglast á íbúðum og annað slíkt þannig það er af öllu tagi,“ sagði Sigurður Hafþórsson, lögmaður hjá Húseigendafélaginu. Hægt að aðhafast Hann kallar eftir því að lagaramminn verði skýrður svo hægt sé að skera úr um hvað megi og hvað megi ekki en segir að ef Airbnb útleiga veldur nágrönnum óhóflegu ónæði geti eigendur eða húsfélagið aðhafst. „Látið banna þetta og eftir atvikum gengið lengra og jafnvel gert eiganda að selja og annað slíkt.“ Villta vestrið Kærunefnd húsamála hafi iðulega komist að því að ekki þurfi leyfi annarra í húsinu fyrir útleigu til skamms tíma. „Svo hefur héraðsdómur komist að því að það þurfi samþykki eigenda fyrir útleigu og það er byggt á ónæðisfaktor og það var gott að sínu leyti því það skýrði réttarstöðuna að vissu marki en því máli var áfrýjað til hæstaréttar sem vísaði málinu frá á grundvelli formsannmarka þannig við erum enn í villta vestrinu, hvað má og hvað má ekki og verðum að fá skýrari lög um það.“ Hann segir að með frumvarpi frá 2019 hafi staðið til að skýra þessi mál en að það hafi dagað uppi í þinginu og óvíst hvenær málið verði tekið fyrir. „Við teljum að allar bætur að þessu leyti myndu bæta réttarstöðu, hvað má og hvað ekki.“
Málefni fjölbýlishúsa Sorphirða Leigumarkaður Hús og heimili Airbnb Ferðamennska á Íslandi Nágrannadeilur Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira