„Við erum í villta vestrinu“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. desember 2023 21:31 Sigurður Hafþórsson er lögmaður Húseigendafélagsins. arnar halldórsson Lögmaður hjá Húseigendafélaginu kallar eftir skýrum lagaramma um hvað megi og megi ekki þegar kemur að Airbnb leigu í fjölbýli. Dæmi eru um að sorpmál séu í ólestri vegna gestagangs. Framkvæmd Airbnb hér á landi hefur árum saman verið mikið þrætuepli og meðal annars verið kallað eftir hertu eftirliti með starfseminni. Sorpmál í ólestri Ónæði sem fylgir leiguframkvæmdinni hefur ratað á borð kærunefndar og héraðsdóms. Dæmi eru um að leigjendur komi á öllum tímum sólarhrings með tilheyrandi ónæði fyrir nágranna auk þess sem dæmi eru um að sorphirðumenn fjarlægi ekki heimilissorp í fjölbýlishúsi þar sem ferðamenn sem leigja íbúð á Airbnb hafi flokkað með röngum hætti. „Mikið partístand að nóttu til, verið að draga ferðatöskur upp eftir stigum, verið að taka í hurðarhúna hjá eigendum, ruglast á íbúðum og annað slíkt þannig það er af öllu tagi,“ sagði Sigurður Hafþórsson, lögmaður hjá Húseigendafélaginu. Hægt að aðhafast Hann kallar eftir því að lagaramminn verði skýrður svo hægt sé að skera úr um hvað megi og hvað megi ekki en segir að ef Airbnb útleiga veldur nágrönnum óhóflegu ónæði geti eigendur eða húsfélagið aðhafst. „Látið banna þetta og eftir atvikum gengið lengra og jafnvel gert eiganda að selja og annað slíkt.“ Villta vestrið Kærunefnd húsamála hafi iðulega komist að því að ekki þurfi leyfi annarra í húsinu fyrir útleigu til skamms tíma. „Svo hefur héraðsdómur komist að því að það þurfi samþykki eigenda fyrir útleigu og það er byggt á ónæðisfaktor og það var gott að sínu leyti því það skýrði réttarstöðuna að vissu marki en því máli var áfrýjað til hæstaréttar sem vísaði málinu frá á grundvelli formsannmarka þannig við erum enn í villta vestrinu, hvað má og hvað má ekki og verðum að fá skýrari lög um það.“ Hann segir að með frumvarpi frá 2019 hafi staðið til að skýra þessi mál en að það hafi dagað uppi í þinginu og óvíst hvenær málið verði tekið fyrir. „Við teljum að allar bætur að þessu leyti myndu bæta réttarstöðu, hvað má og hvað ekki.“ Málefni fjölbýlishúsa Sorphirða Leigumarkaður Hús og heimili Airbnb Ferðamennska á Íslandi Nágrannadeilur Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Sjá meira
Framkvæmd Airbnb hér á landi hefur árum saman verið mikið þrætuepli og meðal annars verið kallað eftir hertu eftirliti með starfseminni. Sorpmál í ólestri Ónæði sem fylgir leiguframkvæmdinni hefur ratað á borð kærunefndar og héraðsdóms. Dæmi eru um að leigjendur komi á öllum tímum sólarhrings með tilheyrandi ónæði fyrir nágranna auk þess sem dæmi eru um að sorphirðumenn fjarlægi ekki heimilissorp í fjölbýlishúsi þar sem ferðamenn sem leigja íbúð á Airbnb hafi flokkað með röngum hætti. „Mikið partístand að nóttu til, verið að draga ferðatöskur upp eftir stigum, verið að taka í hurðarhúna hjá eigendum, ruglast á íbúðum og annað slíkt þannig það er af öllu tagi,“ sagði Sigurður Hafþórsson, lögmaður hjá Húseigendafélaginu. Hægt að aðhafast Hann kallar eftir því að lagaramminn verði skýrður svo hægt sé að skera úr um hvað megi og hvað megi ekki en segir að ef Airbnb útleiga veldur nágrönnum óhóflegu ónæði geti eigendur eða húsfélagið aðhafst. „Látið banna þetta og eftir atvikum gengið lengra og jafnvel gert eiganda að selja og annað slíkt.“ Villta vestrið Kærunefnd húsamála hafi iðulega komist að því að ekki þurfi leyfi annarra í húsinu fyrir útleigu til skamms tíma. „Svo hefur héraðsdómur komist að því að það þurfi samþykki eigenda fyrir útleigu og það er byggt á ónæðisfaktor og það var gott að sínu leyti því það skýrði réttarstöðuna að vissu marki en því máli var áfrýjað til hæstaréttar sem vísaði málinu frá á grundvelli formsannmarka þannig við erum enn í villta vestrinu, hvað má og hvað má ekki og verðum að fá skýrari lög um það.“ Hann segir að með frumvarpi frá 2019 hafi staðið til að skýra þessi mál en að það hafi dagað uppi í þinginu og óvíst hvenær málið verði tekið fyrir. „Við teljum að allar bætur að þessu leyti myndu bæta réttarstöðu, hvað má og hvað ekki.“
Málefni fjölbýlishúsa Sorphirða Leigumarkaður Hús og heimili Airbnb Ferðamennska á Íslandi Nágrannadeilur Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Sjá meira