Rýming æfð í Bláa lóninu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 15. desember 2023 19:01 Starfsfólk Bláa lónsins hafði í nógu að snúast í dag við að undirbúa komu fyrstu gestanna. Vísir/Vilhelm Rýming var æfð í Bláa lóninu í dag en það verður opnað á ný á sunnudaginn eftir að hafa verið lokað í rúmar fimm vikur. Til að byrja með er búist við að gestir verði heldur færri en þeir eru jafnaði. Vinna við varnargarðana í Svartsengi er í fullum gangi og til að trufla ekki þá vinnu verða gestir ferjaðir fyrstu fjóra dagana með rútum í Bláa lónið. Vinna er í fullum gangi við að koma varnargörðunum upp og mun sú vinna hafa áhrif að aðgengi að Bláa lóninu fyrst um sinn. Vísir/Arnar Starfsmenn Bláa lónsins eru um átta hundruð. Hótelin verða ekki opnuð aftur að svo stöddu heldur aðeins baðlónið. „Við erum alveg gríðarlega spennt og glöð að fá loksins að opna aftur eftir fimm vikna lokun. Við erum búin að vera að reyna að nýta tímann eins og hægt er að fara yfir húsnæðið okkar og annað slíkt en auðvitað er þetta búinn að vera mikill óvissutími. Við vorum hér í morgun með einmitt rýmingaræfingu með okkar fólki öllu og það var gríðarlega gott að sjá bara fólkið og maður fann það að fólkinu fannst gott að koma aftur. Hitta hvort annað og það var gríðarlega góðstemning í hópnum,“ segir Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri sölu, rekstar og þjónustu Bláa lónsins. Enn rís land í Svartsengi og nokkur jarðskjálftavirkni er á svæðinu þó dregið hafi úr henni. Helga segir að koma til rýmingar vegna jarðhræringanna þá taki hún stuttan tíma. Æfingin í dag hafi sýnt það. „Þá gætu við rýmt á mun styttri tíma en yfirvöld hafa boðað að við þyrftum að geta rýma innan.“ Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri sölu, rekstar og þjónustu Bláa lónsins segir starfsfólk spennt fyrir sunnudeginum. Vísir/Arnar Helga telur að gestir verði til að byrja með töluvert færri en þeir eru að jafnaði eða um þrjú til fimm hundruð á hverjum tíma. „Það eru bara ágætis bókanir. Auðvitað ekki eins mikið og við eigum að venjast á þessum tíma en við höfum verið heppin með það að fólk hefur ekki verið að afbóka og svona beðið í voninni að við myndum verða búin að opna og okkur þykir vænt um það. Þannig að við hlökkum til.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bláa lónið Grindavík Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Hægt hefur á landrisinu við Svartsengi Land heldur áfram að rísa við Svartsengi á Reykjanesskaga en hægt hefur á því frá því á föstudag. Enn eru taldar líkur á eldgosi á svæðinu. 12. desember 2023 13:57 Allt niður í tveggja tíma fyrirvari á eldgosi Nýtt hættumat fyrir Svartsengi og Grindavík var birt síðdegis og er enn ekki talið óhætt að hleypa íbúum aftur til að dvelja á heimilum sínum. Þá verður ekki hægt að opna Bláa lónið að svo stöddu en staðan verður endurmetin eftir helgina. 8. desember 2023 18:36 Framlengja lokun lónsins Stjórnendur Bláa lónsins hafa tilkynnt um framlengingu lokunar þess til 7. desember. Lónið hefur nú verið lokað síðan 9. nóvember vegna jarðhræringanna við Grindavík. 28. nóvember 2023 09:56 Tómlegt í Bláa lóninu og ferðamenn missvekktir Tómlegt er um að litast í Bláa lóninu í dag á fyrsta degi lokunar. Ferðamenn sem fréttastofa ræddi við höfðu ekki fengið veður af lokuninni og voru missvekktir. 9. nóvember 2023 12:04 Bláa lóninu lokað í viku en starfsmenn fá greitt og gestir endurgreitt Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa ákveðið að loka starfstöðvum sínum í Svartsengi í eina viku, þrátt fyrir að viðbúnaðarstig almannavarna hafi ekki verið aukið. 9. nóvember 2023 07:23 Mest lesið Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag Sjá meira
Vinna við varnargarðana í Svartsengi er í fullum gangi og til að trufla ekki þá vinnu verða gestir ferjaðir fyrstu fjóra dagana með rútum í Bláa lónið. Vinna er í fullum gangi við að koma varnargörðunum upp og mun sú vinna hafa áhrif að aðgengi að Bláa lóninu fyrst um sinn. Vísir/Arnar Starfsmenn Bláa lónsins eru um átta hundruð. Hótelin verða ekki opnuð aftur að svo stöddu heldur aðeins baðlónið. „Við erum alveg gríðarlega spennt og glöð að fá loksins að opna aftur eftir fimm vikna lokun. Við erum búin að vera að reyna að nýta tímann eins og hægt er að fara yfir húsnæðið okkar og annað slíkt en auðvitað er þetta búinn að vera mikill óvissutími. Við vorum hér í morgun með einmitt rýmingaræfingu með okkar fólki öllu og það var gríðarlega gott að sjá bara fólkið og maður fann það að fólkinu fannst gott að koma aftur. Hitta hvort annað og það var gríðarlega góðstemning í hópnum,“ segir Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri sölu, rekstar og þjónustu Bláa lónsins. Enn rís land í Svartsengi og nokkur jarðskjálftavirkni er á svæðinu þó dregið hafi úr henni. Helga segir að koma til rýmingar vegna jarðhræringanna þá taki hún stuttan tíma. Æfingin í dag hafi sýnt það. „Þá gætu við rýmt á mun styttri tíma en yfirvöld hafa boðað að við þyrftum að geta rýma innan.“ Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri sölu, rekstar og þjónustu Bláa lónsins segir starfsfólk spennt fyrir sunnudeginum. Vísir/Arnar Helga telur að gestir verði til að byrja með töluvert færri en þeir eru að jafnaði eða um þrjú til fimm hundruð á hverjum tíma. „Það eru bara ágætis bókanir. Auðvitað ekki eins mikið og við eigum að venjast á þessum tíma en við höfum verið heppin með það að fólk hefur ekki verið að afbóka og svona beðið í voninni að við myndum verða búin að opna og okkur þykir vænt um það. Þannig að við hlökkum til.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bláa lónið Grindavík Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Hægt hefur á landrisinu við Svartsengi Land heldur áfram að rísa við Svartsengi á Reykjanesskaga en hægt hefur á því frá því á föstudag. Enn eru taldar líkur á eldgosi á svæðinu. 12. desember 2023 13:57 Allt niður í tveggja tíma fyrirvari á eldgosi Nýtt hættumat fyrir Svartsengi og Grindavík var birt síðdegis og er enn ekki talið óhætt að hleypa íbúum aftur til að dvelja á heimilum sínum. Þá verður ekki hægt að opna Bláa lónið að svo stöddu en staðan verður endurmetin eftir helgina. 8. desember 2023 18:36 Framlengja lokun lónsins Stjórnendur Bláa lónsins hafa tilkynnt um framlengingu lokunar þess til 7. desember. Lónið hefur nú verið lokað síðan 9. nóvember vegna jarðhræringanna við Grindavík. 28. nóvember 2023 09:56 Tómlegt í Bláa lóninu og ferðamenn missvekktir Tómlegt er um að litast í Bláa lóninu í dag á fyrsta degi lokunar. Ferðamenn sem fréttastofa ræddi við höfðu ekki fengið veður af lokuninni og voru missvekktir. 9. nóvember 2023 12:04 Bláa lóninu lokað í viku en starfsmenn fá greitt og gestir endurgreitt Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa ákveðið að loka starfstöðvum sínum í Svartsengi í eina viku, þrátt fyrir að viðbúnaðarstig almannavarna hafi ekki verið aukið. 9. nóvember 2023 07:23 Mest lesið Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag Sjá meira
Hægt hefur á landrisinu við Svartsengi Land heldur áfram að rísa við Svartsengi á Reykjanesskaga en hægt hefur á því frá því á föstudag. Enn eru taldar líkur á eldgosi á svæðinu. 12. desember 2023 13:57
Allt niður í tveggja tíma fyrirvari á eldgosi Nýtt hættumat fyrir Svartsengi og Grindavík var birt síðdegis og er enn ekki talið óhætt að hleypa íbúum aftur til að dvelja á heimilum sínum. Þá verður ekki hægt að opna Bláa lónið að svo stöddu en staðan verður endurmetin eftir helgina. 8. desember 2023 18:36
Framlengja lokun lónsins Stjórnendur Bláa lónsins hafa tilkynnt um framlengingu lokunar þess til 7. desember. Lónið hefur nú verið lokað síðan 9. nóvember vegna jarðhræringanna við Grindavík. 28. nóvember 2023 09:56
Tómlegt í Bláa lóninu og ferðamenn missvekktir Tómlegt er um að litast í Bláa lóninu í dag á fyrsta degi lokunar. Ferðamenn sem fréttastofa ræddi við höfðu ekki fengið veður af lokuninni og voru missvekktir. 9. nóvember 2023 12:04
Bláa lóninu lokað í viku en starfsmenn fá greitt og gestir endurgreitt Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa ákveðið að loka starfstöðvum sínum í Svartsengi í eina viku, þrátt fyrir að viðbúnaðarstig almannavarna hafi ekki verið aukið. 9. nóvember 2023 07:23