Sagðist „alveg við það að drepa þennan hobbita“ rétt fyrir andlátið Jón Þór Stefánsson skrifar 11. desember 2023 11:10 Steinþór Einarsson, sakborningur í málinu, skoðar gögn áður en aðalmeðferð hófst í morgun. Á móti honum situr Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari málsins. Vísir Steinþór Einarsson, 37 ára gamall karlmaður sem er ákærður fyrir að hafa orðið Tómasi Waagfjörð að bana á Ólafsfirði í október í fyrra, lét þau orð falla hálftíma áður en andlátið átti sér stað að hann væri „alveg við það að drepa þennan hobbita“. Þar vísaði hann til Tómasar. Þetta kom fram við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Norðurlands eystra í morgun. Aðspurður út í ummæli sín sagði Steinþór þau sögð í gríni: hobbitar væri dvergvaxnar verur úr bíómynd. Hann hefði hreinlega verið orðinn þreyttur á ofbeldi Tómasar í garð eiginkonu hans og vinkonu sinnar. „Þetta væri hálf illa skipulagt morð ef ég væri að ræða það hálftíma fyrir það,“ sagði hann. „Ég á það til að tala svolítið ýkt.“ Lýsti undanfara atburðanna Í framburði sínum í morgun lýsti Steinþór undanfara átaka þeirra Tómasar. Sjálfur hafi hann gist hjá vinafólki á Ólafsfirði og eiginkona Tómasar komið í heimsókn og verið með sameiginlegri vinkonu þeirra. Steinþór segir að þær hafi verið að drekka nokkuð mikið, en sjálfur hafi hann verið „mest edrú manneskjan á svæðinu“ með því að neyta tveggja glasa af áfengi og reykja kannabisefni. Samkvæmt vitnisburði Steinþórs tók hann sjálfur ekki fullan þátt í gleðinni heldur hafi hann verið inni í herbergi að sinna fjarvinnu. Tómas hafi borið að garði um nóttina til að sækja eiginkonu sína. „Samband þeirra hafði verið stormasamt frá upphafi. Þau voru búin að rífast og eitthvað og það var búið að kalla út lögreglu,“ sagði Steinþór. Eftir það hafi Steinþór verið með eiginkonu Tómasar í eldhúsi hússins og hvatt hana til að drekka vatn. Tómas hafi komið og viljað fá hana heim en Steinþór mælt gegn því. Hún væri búin að ákveða að gista hjá vinkonu sinni og væri ölvuð í þokkabót. Best væri að hans mati að þau myndu ræða málin daginn eftir. Bjóst við kylfu en sá hníf Steinþór segir Tómas hafa tekið því illa. Þá hafi Steinþór kastað einhverju í áttina að honum og Tómas komið askvaðandi að sér og teygt sig í buxnastrenginn. Steinþór hafi búist við því að hann væri að taka upp barefli, jafnvel kylfu, en um hníf hafi verið að ræða. Tómas hafi stungið Steinþór, sem hafi verið sitjandi, í kinnina, en sá síðarnefndi taldi að hann hefði miðað á hálsinn, en honum tekist að víkja sér undan. Steinþór hafi staðið upp og í sömu andrá verið stunginn í fótinn og fallið á Tómas. „Varstu að stinga mig þarna helvítið þitt,“ sagðist Steinþór hafa sagt og beðið eiginkonu Tómasar um að hringja á sjúkrabíl, sem hún hafi gert. Barátta um hnífinn Í kjölfarið hafi barátta þeirra um hnífinn hafist. Svo mætti segja að hún hafi verið meginumfjöllunarefni skýrslutökunnar yfir Steinþóri. Þar var rætt um það hvernig Tómas hafi haldið á hnífnum og beitt honum, hversu miklu valdi Steinþór hafi náð á honum. Steinþór lýsti atvikum málsins þannig að hann hafi náð haldi á blaði hnífsins og reynt að ná honum af Tómasi. Honum hafi tekist að klemma hendi Tómasar í handarkrika sínum. Á einhverjum tímapunkti hafi Steinþór fallið frá Tómasi og hnífurinn skotist frá þeim. Þá hafi Steinþór skriðið í átt að hnífnum og haldið að Tómas kæmi á eftir sér, en svo reyndist ekki vera. Hann lá í gólfinu og var síðar úrskurðaður látinn. Bjóst ekki við því að Tómas hefði dáið „Ég komst síðan að því að hann hefði dáið. Ég bjóst engan vegin við því,“ sagði Steinþór, sem taldi að mikið blóð sem var á vettvangi væri úr sér. Þrátt fyrir að Steinþór hafi sagst vera þreyttur á ofbeldi Tómasar í garð eiginkonu hans sagði hann hegðun Tómasar þessa nótt hafa komið sér á óvart. Hann hafði einungis séð hann reiðan einu sinni áður. „Hann var í einhverjum ham,“ sagði Steinþór í framburði sínum. Jafnframt svaraði Steinþór játandi þegar hann var spurður hvort hann hafi óttast um líf sitt. „Um leið og ég fattaði að þetta væri hnífur en ekki kylfa, þá skildi ég að hann ætlaði að drepa mig.“ Hlé var gert á aðalmeðferðinni fyrir hádegi vegna vettvangsferðar dómara með aðilum máls til Ólafsfjarðar. Þar stendur til að skoða vettvang málsins. Aðalmeðferðinni verður svo framhaldið eftir hádegi. Manndráp á Ólafsfirði Dómsmál Akureyri Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Þetta kom fram við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Norðurlands eystra í morgun. Aðspurður út í ummæli sín sagði Steinþór þau sögð í gríni: hobbitar væri dvergvaxnar verur úr bíómynd. Hann hefði hreinlega verið orðinn þreyttur á ofbeldi Tómasar í garð eiginkonu hans og vinkonu sinnar. „Þetta væri hálf illa skipulagt morð ef ég væri að ræða það hálftíma fyrir það,“ sagði hann. „Ég á það til að tala svolítið ýkt.“ Lýsti undanfara atburðanna Í framburði sínum í morgun lýsti Steinþór undanfara átaka þeirra Tómasar. Sjálfur hafi hann gist hjá vinafólki á Ólafsfirði og eiginkona Tómasar komið í heimsókn og verið með sameiginlegri vinkonu þeirra. Steinþór segir að þær hafi verið að drekka nokkuð mikið, en sjálfur hafi hann verið „mest edrú manneskjan á svæðinu“ með því að neyta tveggja glasa af áfengi og reykja kannabisefni. Samkvæmt vitnisburði Steinþórs tók hann sjálfur ekki fullan þátt í gleðinni heldur hafi hann verið inni í herbergi að sinna fjarvinnu. Tómas hafi borið að garði um nóttina til að sækja eiginkonu sína. „Samband þeirra hafði verið stormasamt frá upphafi. Þau voru búin að rífast og eitthvað og það var búið að kalla út lögreglu,“ sagði Steinþór. Eftir það hafi Steinþór verið með eiginkonu Tómasar í eldhúsi hússins og hvatt hana til að drekka vatn. Tómas hafi komið og viljað fá hana heim en Steinþór mælt gegn því. Hún væri búin að ákveða að gista hjá vinkonu sinni og væri ölvuð í þokkabót. Best væri að hans mati að þau myndu ræða málin daginn eftir. Bjóst við kylfu en sá hníf Steinþór segir Tómas hafa tekið því illa. Þá hafi Steinþór kastað einhverju í áttina að honum og Tómas komið askvaðandi að sér og teygt sig í buxnastrenginn. Steinþór hafi búist við því að hann væri að taka upp barefli, jafnvel kylfu, en um hníf hafi verið að ræða. Tómas hafi stungið Steinþór, sem hafi verið sitjandi, í kinnina, en sá síðarnefndi taldi að hann hefði miðað á hálsinn, en honum tekist að víkja sér undan. Steinþór hafi staðið upp og í sömu andrá verið stunginn í fótinn og fallið á Tómas. „Varstu að stinga mig þarna helvítið þitt,“ sagðist Steinþór hafa sagt og beðið eiginkonu Tómasar um að hringja á sjúkrabíl, sem hún hafi gert. Barátta um hnífinn Í kjölfarið hafi barátta þeirra um hnífinn hafist. Svo mætti segja að hún hafi verið meginumfjöllunarefni skýrslutökunnar yfir Steinþóri. Þar var rætt um það hvernig Tómas hafi haldið á hnífnum og beitt honum, hversu miklu valdi Steinþór hafi náð á honum. Steinþór lýsti atvikum málsins þannig að hann hafi náð haldi á blaði hnífsins og reynt að ná honum af Tómasi. Honum hafi tekist að klemma hendi Tómasar í handarkrika sínum. Á einhverjum tímapunkti hafi Steinþór fallið frá Tómasi og hnífurinn skotist frá þeim. Þá hafi Steinþór skriðið í átt að hnífnum og haldið að Tómas kæmi á eftir sér, en svo reyndist ekki vera. Hann lá í gólfinu og var síðar úrskurðaður látinn. Bjóst ekki við því að Tómas hefði dáið „Ég komst síðan að því að hann hefði dáið. Ég bjóst engan vegin við því,“ sagði Steinþór, sem taldi að mikið blóð sem var á vettvangi væri úr sér. Þrátt fyrir að Steinþór hafi sagst vera þreyttur á ofbeldi Tómasar í garð eiginkonu hans sagði hann hegðun Tómasar þessa nótt hafa komið sér á óvart. Hann hafði einungis séð hann reiðan einu sinni áður. „Hann var í einhverjum ham,“ sagði Steinþór í framburði sínum. Jafnframt svaraði Steinþór játandi þegar hann var spurður hvort hann hafi óttast um líf sitt. „Um leið og ég fattaði að þetta væri hnífur en ekki kylfa, þá skildi ég að hann ætlaði að drepa mig.“ Hlé var gert á aðalmeðferðinni fyrir hádegi vegna vettvangsferðar dómara með aðilum máls til Ólafsfjarðar. Þar stendur til að skoða vettvang málsins. Aðalmeðferðinni verður svo framhaldið eftir hádegi.
Manndráp á Ólafsfirði Dómsmál Akureyri Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent