Snæfríður Sól synti á 1:54,23 mínútu í dag sem er nýtt Íslandsmet. Hún var fimmta inn í úrslitasundið sem fram fer á morgun.
Snæfríður Sól komst í úrslit á nýju Íslandsmeti

Snæfríður Sól Jórunnardóttir er komin í úrslit EM í 25 metra laug í 200 metra skriðsundi sem fram fer í Rúmeníu um þessar mundir. Snæfríður Sól gerði sér lítið fyrir og setti nýtt Íslandsmet í undanrásunum.
Tengdar fréttir

Anton Sveinn vann til silfurverðlauna á EM
Anton Sveinn McKee tryggði sér í dag silfur í bringusundi á EM í 25 metra laug.