Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á svæðinu við Grindavík í gær. Það vakti athygli hans að sjá fólk ofan í Bláa lóninu en lónið hefur verið lokað almenningi síðan þann 9. nóvember. Ekki náðist í Helgu í gærkvöldi.

Fara yfir lónið fyrir opnun
„Myndin er af starfsmönnum Bláa Lónsins sem voru að fara yfir lónið fyrir opnun en áætlanir stóðu til þess að opna í dag. Því var þó frestað seinnipartinn í gær til fimmtudagsins næstkomandi,“ segir Helga í skriflegu svari til fréttastofu.
Hún segir starfsmenn hafa fullt leyfi frá klukkan 07:00 til 21:00 alla daga til að sinna ýmsum viðhalds og undirbúningsstörfum á vettvangi. Öryggisverðir vakti svæðið og fylgist með öllum athafnasvæðum.