Mildari dómur í nauðgunarmáli vegna Landsréttarmálsins Jón Þór Stefánsson skrifar 8. desember 2023 17:14 Landsréttarmálið hefur enn áhrif, en Landsréttur kvað upp nýjan dóm í nauðgunarmáli í dag vegna þess. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur mildað dóm yfir Fjölni Guðsteinssyni fyrir nauðgun sem átti sér stað árið í júní 2015. Maðurinn fékk tveggja ára fangelsisdóm fyrir nauðgunina í Héraðsdómi Suðurlands árið 2018 og Landsréttur þyngdi dóminn upp í tvö ár og sex mánuði, sama ár. Endurupptökudómur úrskurðaði í janúar á þessu ári að málið skyldi tekið upp á ný, og Landsréttur gaf manninum í dag átján mánaða fangelsisdóm. Málið var tekið upp á ný á forsendum Landsréttarmálsins svokallaða. Einn af þeim sem dæmdi í nauðgunarmálinu í Landsrétti árið 2018 var skipaður ólöglega af Sigríði Á Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra. Vegna þess að maðurinn hlaut lakari niðurstöðu í Landsrétti en í héraði féllst endurupptökudómstóllinn á að taka málið upp að nýju. Nauðgun í eftirpartýi Manninum var gefið að sök að nauðga konu með því að hafa við hana samræði og endaþarmsmök, gegn hennar vilja með því að notfæra sér að hún gæti ekki spornað við verknaðinum vegna svefndrunga og ölvunar. Í dómnum segir að nauðgunin hafi átt sér stað í eftirpartýi. Fjölnir krafðist ómerkingu dómsins vegna annmarka í dómi Héraðsdóms Suðurlands, en Landsréttur féllst ekki á það, þó að forsendur hins áfrýjaða dóms væru „knappar“. Sigríður Á. Andersen sagði af sér embætti Dómsmálaráðherra árið 2019 vegna skipan dómara í Landsrétti.Vísir/Vilhelm Hann hefur ávallt neitað sök og vildi meina að hann og brotaþoli hefðu stundað kynlíf saman, en brotaþoli skyndilega fengið bakþanka og strunsað út. Vitni í málinu lýsti atvikum á þann veg að í umræddu eftirpartýi hefði maðurinn, vitnið og brotaþolinn legið uppi í rúmi saman. Vitnið segir brotaþolann hafa verið sofandi og sagðist sjálf hafa sofnað og vaknað og sé brotaþolann stara í augu sín „ógeðslega skringilega“. Vitninu hafi strax liðið illa og staðið upp og beðið brotaþola um að koma með sér, þau hafi farið inn á salerni og brotaþolinn lýst nauðgun mannsins. Framburður brotaþola þótti fá stoð í framburði vitnisins. Hins vegar þótti Landsrétti framburður mannsins ótrúverðugur. Við ákvörðun refsingar Landsréttar að þessu sinni var litið til þess hversu mikið málið hefði dregist og var niðurstaða dómstólsins því átján mánaða fangelsisdómur. Dómsmál Kynferðisofbeldi Landsréttarmálið Tengdar fréttir Mátti ekki þyngja dóm föður sem káfaði á dóttur sinni Hæstiréttur hefur mildað dóm Landsréttar yfir manni sem sakfelldur var fyrir að káfa á dóttur sinni í tvö skipti. Málið er eitt þeirra sem fór fyrir Endurupptökudóm í kjölfar Landsréttarmálsins svokallaða. 7. júní 2023 17:14 Áfrýjaði nauðgunardómi og uppskar þyngri dóm Landsréttur hefur þyngt dóm yfir Fjölni Guðsteinssyni fyrir nauðgun í júní 2015. 5. október 2018 16:16 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Málið var tekið upp á ný á forsendum Landsréttarmálsins svokallaða. Einn af þeim sem dæmdi í nauðgunarmálinu í Landsrétti árið 2018 var skipaður ólöglega af Sigríði Á Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra. Vegna þess að maðurinn hlaut lakari niðurstöðu í Landsrétti en í héraði féllst endurupptökudómstóllinn á að taka málið upp að nýju. Nauðgun í eftirpartýi Manninum var gefið að sök að nauðga konu með því að hafa við hana samræði og endaþarmsmök, gegn hennar vilja með því að notfæra sér að hún gæti ekki spornað við verknaðinum vegna svefndrunga og ölvunar. Í dómnum segir að nauðgunin hafi átt sér stað í eftirpartýi. Fjölnir krafðist ómerkingu dómsins vegna annmarka í dómi Héraðsdóms Suðurlands, en Landsréttur féllst ekki á það, þó að forsendur hins áfrýjaða dóms væru „knappar“. Sigríður Á. Andersen sagði af sér embætti Dómsmálaráðherra árið 2019 vegna skipan dómara í Landsrétti.Vísir/Vilhelm Hann hefur ávallt neitað sök og vildi meina að hann og brotaþoli hefðu stundað kynlíf saman, en brotaþoli skyndilega fengið bakþanka og strunsað út. Vitni í málinu lýsti atvikum á þann veg að í umræddu eftirpartýi hefði maðurinn, vitnið og brotaþolinn legið uppi í rúmi saman. Vitnið segir brotaþolann hafa verið sofandi og sagðist sjálf hafa sofnað og vaknað og sé brotaþolann stara í augu sín „ógeðslega skringilega“. Vitninu hafi strax liðið illa og staðið upp og beðið brotaþola um að koma með sér, þau hafi farið inn á salerni og brotaþolinn lýst nauðgun mannsins. Framburður brotaþola þótti fá stoð í framburði vitnisins. Hins vegar þótti Landsrétti framburður mannsins ótrúverðugur. Við ákvörðun refsingar Landsréttar að þessu sinni var litið til þess hversu mikið málið hefði dregist og var niðurstaða dómstólsins því átján mánaða fangelsisdómur.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Landsréttarmálið Tengdar fréttir Mátti ekki þyngja dóm föður sem káfaði á dóttur sinni Hæstiréttur hefur mildað dóm Landsréttar yfir manni sem sakfelldur var fyrir að káfa á dóttur sinni í tvö skipti. Málið er eitt þeirra sem fór fyrir Endurupptökudóm í kjölfar Landsréttarmálsins svokallaða. 7. júní 2023 17:14 Áfrýjaði nauðgunardómi og uppskar þyngri dóm Landsréttur hefur þyngt dóm yfir Fjölni Guðsteinssyni fyrir nauðgun í júní 2015. 5. október 2018 16:16 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Mátti ekki þyngja dóm föður sem káfaði á dóttur sinni Hæstiréttur hefur mildað dóm Landsréttar yfir manni sem sakfelldur var fyrir að káfa á dóttur sinni í tvö skipti. Málið er eitt þeirra sem fór fyrir Endurupptökudóm í kjölfar Landsréttarmálsins svokallaða. 7. júní 2023 17:14
Áfrýjaði nauðgunardómi og uppskar þyngri dóm Landsréttur hefur þyngt dóm yfir Fjölni Guðsteinssyni fyrir nauðgun í júní 2015. 5. október 2018 16:16