Rahm fær meira í árslaun en Ronaldo og Messi til samans Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. desember 2023 13:00 Þrátt fyrir að hafa eitt sinn gagnrýnt LIV-mótaröðina harðlega er Jon Rahm nú genginn til liðs við hana. getty/David Cannon Nýr samningur Jons Rahm við LIV-mótaröðina í golfi gerir hann að langlaunahæsta íþróttamanni heims. Hann þénar meira en fótboltamennirnir Cristiano Ronaldo og Lionel Messi til samans. Talið er að Rahm fái að minnsta kosti fjögur hundruð milljónir dollara fyrir að spila á LIV-mótaröðinni. Hann verður því ekki bara launahæsti íþróttamaður heims heldur sá langlaunahæsti. Ronaldo, sem spilar einnig í Sádi-Arabíu, er næstlaunahæsti íþróttamaður heims með 136 milljónir punda í árslaun. Messi kemur þar á eftir með 130 milljónir punda árslaun. Samanlögð árslaun þeirra eru ekki nálægt þeirri upphæð sem Rahm fær frá LIV. Tveir aðrir kylfingar á LIV-mótaröðinni eru á meðal tíu launahæstu íþróttamanna heims. Þetta eru Bandaríkjamennirnir Dustin Johnson (107 milljónir punda) og Phil Mickelson (106 milljónir punda). Rahm getur svo unnið sér inn enn meiri pening en verðlaunaféð á LIV er mjög hátt. Kylfingar fá í kringum þrjár milljónir punda fyrir að vinna mót á mótaröðinni. Þau eru alls fjórtán á hverju tímabili. Golf LIV-mótaröðin Tengdar fréttir Sakar Rahm um að skemma golfið Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy hefur sakað Spánverjann Jon Rahm um að skemma golfíþróttina með því að semja við LIV. 8. desember 2023 11:31 Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Talið er að Rahm fái að minnsta kosti fjögur hundruð milljónir dollara fyrir að spila á LIV-mótaröðinni. Hann verður því ekki bara launahæsti íþróttamaður heims heldur sá langlaunahæsti. Ronaldo, sem spilar einnig í Sádi-Arabíu, er næstlaunahæsti íþróttamaður heims með 136 milljónir punda í árslaun. Messi kemur þar á eftir með 130 milljónir punda árslaun. Samanlögð árslaun þeirra eru ekki nálægt þeirri upphæð sem Rahm fær frá LIV. Tveir aðrir kylfingar á LIV-mótaröðinni eru á meðal tíu launahæstu íþróttamanna heims. Þetta eru Bandaríkjamennirnir Dustin Johnson (107 milljónir punda) og Phil Mickelson (106 milljónir punda). Rahm getur svo unnið sér inn enn meiri pening en verðlaunaféð á LIV er mjög hátt. Kylfingar fá í kringum þrjár milljónir punda fyrir að vinna mót á mótaröðinni. Þau eru alls fjórtán á hverju tímabili.
Golf LIV-mótaröðin Tengdar fréttir Sakar Rahm um að skemma golfið Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy hefur sakað Spánverjann Jon Rahm um að skemma golfíþróttina með því að semja við LIV. 8. desember 2023 11:31 Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Sakar Rahm um að skemma golfið Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy hefur sakað Spánverjann Jon Rahm um að skemma golfíþróttina með því að semja við LIV. 8. desember 2023 11:31