LIV „stal“ Mastersmeistaranum af PGA: „Vona að þeir verði áfram vinir mínir“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. desember 2023 09:00 Jon Rahm fékk að klæðast hinum eftirsótta græna jakka eftir sigur hans á Augusta í apríl síðastliðnum. Getty/Ross Kinnaird Jon Rahm staðfesti í gær að hann er búinn að gera samning við LIV mótaröðina og Sádarnir eru því enn að „stela“ frábærum kylfingum af bandarísku mótaröðinni. „Þetta var gott tilboð,“ sagði Jon Rahm í viðtalinu við FOX þar sem hann staðfesti samninginn. Það er óhætt að segja það ef farið er eftir heimildir bandarísku fjölmiðlanna. Masters champion Jon Rahm commits to joining LIV Golf League from 2024 season — Sky Sports News (@SkySportsNews) December 8, 2023 Samkvæmt þeim þá er Rahm að fá um 560 milljónir dollara fyrir þennan langtíma samning eða 78 milljarða íslenskra króna. Hinn 29 ára gamli Rahm vann Mastersmótið á þessi ári en vann líka opna bandaríska meistaramótið árið 2021. Hann er einn af stærstu stjörnum bandarísku mótaraðarinnar og þriðji á heimslistanum. Þetta er stór sigur fyrir LIV mótaröðina því Rahm er einn af þeim sem hefur gagnrýnt hana hvað mest. Hann gagnrýndi fyrirkomulagið, fjölda móta og að það væri enginn niðurskurður svo eitthvað sé nefnt. „Ég vil spila á móti þeim bestu í heimi og undir fyrirkomulagi sem hefur verið til staðar í meira en hundrað ár,“ sagði Rahm árið 2022. Hann talaði líka um það að hann vildi halda áfram hjá PGA þar sem goðsagnir eins og Jack Nicklaus, Arnold Palmer og Tiger Woods höfðu spila á undan honum. „Ég vona að þeir verði áfram vinir mínir af því að ég mun ekkert breytast,“ sagði Rahm. Hann vildi ekki staðfesta hvað hann fengi fyrir samninginn. „Ég mun ekki tjá mig um það og vil það heldur ekki. Það er mitt einkamál og verður það áfram,“ sagði Rahm. "I have officially joined LIV"Number 3 ranked golfer in the world Jon Rahm gives a thoughtful and poised 8+ minute interview on the Special Report with Bret Baier to announce his decision to join LIV.Here is the full clip, enjoy. pic.twitter.com/DB79Jw3TSj— LIV Golf Nation (@LIVGolfNation) December 7, 2023 Golf LIV-mótaröðin Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira
„Þetta var gott tilboð,“ sagði Jon Rahm í viðtalinu við FOX þar sem hann staðfesti samninginn. Það er óhætt að segja það ef farið er eftir heimildir bandarísku fjölmiðlanna. Masters champion Jon Rahm commits to joining LIV Golf League from 2024 season — Sky Sports News (@SkySportsNews) December 8, 2023 Samkvæmt þeim þá er Rahm að fá um 560 milljónir dollara fyrir þennan langtíma samning eða 78 milljarða íslenskra króna. Hinn 29 ára gamli Rahm vann Mastersmótið á þessi ári en vann líka opna bandaríska meistaramótið árið 2021. Hann er einn af stærstu stjörnum bandarísku mótaraðarinnar og þriðji á heimslistanum. Þetta er stór sigur fyrir LIV mótaröðina því Rahm er einn af þeim sem hefur gagnrýnt hana hvað mest. Hann gagnrýndi fyrirkomulagið, fjölda móta og að það væri enginn niðurskurður svo eitthvað sé nefnt. „Ég vil spila á móti þeim bestu í heimi og undir fyrirkomulagi sem hefur verið til staðar í meira en hundrað ár,“ sagði Rahm árið 2022. Hann talaði líka um það að hann vildi halda áfram hjá PGA þar sem goðsagnir eins og Jack Nicklaus, Arnold Palmer og Tiger Woods höfðu spila á undan honum. „Ég vona að þeir verði áfram vinir mínir af því að ég mun ekkert breytast,“ sagði Rahm. Hann vildi ekki staðfesta hvað hann fengi fyrir samninginn. „Ég mun ekki tjá mig um það og vil það heldur ekki. Það er mitt einkamál og verður það áfram,“ sagði Rahm. "I have officially joined LIV"Number 3 ranked golfer in the world Jon Rahm gives a thoughtful and poised 8+ minute interview on the Special Report with Bret Baier to announce his decision to join LIV.Here is the full clip, enjoy. pic.twitter.com/DB79Jw3TSj— LIV Golf Nation (@LIVGolfNation) December 7, 2023
Golf LIV-mótaröðin Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira