Frá þessu segir á vef Veðurstofunnar. Þar kemur fram að á landinu verði víða léttskýjað, en skýjað með köflum austanlands.
„Það er litlar breytingar að sjá á veðri um helgina. Þó má búast við stöku éljum austantil og það lægir smám saman við suðurströndina,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag: Hæg austlæg átt, en 8-13 m/s syðst fram eftir degi. Skýjað austantil og líkur á stöku éljum, annars bjart að mestu. Frost 0 til 15 stig, kaldast á Norðurlandi.
Á sunnudag: Norðaustlæg eða breytileg átt 3-8 og bjart með köflum, en skýjað og lítilsháttar él á Austurlandi. Hiti breytist lítið.
Á mánudag: Hæg breytileg átt og dálítil él á víð og dreif. Áfram kalt í veðri.
Á þriðjudag: Suðlæg átt og bjart veður austantil. Snjókoma og síðar slydda eða rigning vestanlands og hlýnar þar.
Á miðvikudag: Sunnanátt og rigning, einkum sunnan- og vestantil. Milt í veðri. Vestlægari um kvöldið og skúrir eða él.
Á fimmtudag: Útlit fyrir suðvestanátt og él.