Varnargarðar víða komnir upp í endanlega hæð Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. desember 2023 17:00 Sundhnúkagarður er kominn upp í endanlega hæð. Verkís Vinna við varnargarðana á Reykjanesi gengur vel. Búið er að flytja að mestu efni úr nærliggjandi námum og er nú nær eingöngu unnið með efni af svæðinu. Verklok munu skýrast á næstu tveimur vikum. „Það má segja að verkið sé á svipuðum stað og í síðustu viku. Það hefur bara verið góður gangur í þessu. Núna horfum við til þess hvernig næstu tvær vikur verða og gerum ráð fyrir því að þetta fari langt á þeim tíma,“ segir Ari Guðmundsson, sviðsstjóri hjá Verkís í samtali við Vísi. Eins og fram hefur komið hefur vinnan við varnargarða til varnar virkjuninni að Svartsengi og Bláa lóninu gengið betur en von var á. Ástæðan er sú að betur hefur gengið að nýta jarðveg á svæðinu en búist var við í upphafi. Menn orðnir lúnir „Við höfum minnkað aðeins akstur á efni inn á svæðið. Við erum komin með töluvert mikið af efni og erum nú að vinna með það sem er á staðnum og að ýta upp staðbundnu efni. Það er mesta áherslan á því núna, þannig að við ætlum að minnka akstur bíla úr námum.“ Ari segir garðinn víða kominn upp í endanlega hæð. Við Sundhnjúka sé hann kominn upp í átta metra hæð, þar séu einstaka skörð sem verið sé að klára að fylla. „Síðan eru aðrir kaflar sem eiga nokkra metra eftir í hæð í Svartsengisgarðinum,“ segir Ari. Hann segir að byrjað sé að hlaða í varnargarðinn sitthvorum megin við Bláa lónið. Svartsengisgarður, austast. Verkís Áður hefur komi fram að sextíu til sjötíu manns starfi á svæðinu í vaktavinnu allan tíma sólahringsins. Ari segir að mannskapnum hafi aðeins fækkað þar sem vinnan sé orðin staðbundin en hefur ekki nákvæma tölu yfir starfsmenn. Eru menn orðnir þreyttir eða hafið þið verið að skipta mönnum út? „Það er náttúrulega unnið þarna á vöktum. Ég svo sem er ekki alveg með það á hreinu nákvæmlega hvað menn hafa skipt mikið út en það gefur augaleið að menn eru að sjálfsögðu orðnir lúnir, en áfram um það að klára þetta og það er ágætur gangur í því.“ Ari segir endanlega dagsetningu um verklok ekki liggja fyrir á þessum tímapunkti. Eftir um það bil tvær vikur ætti verkið þó að vera komið á góðan stað og muni það því skýrast þá. Svartsengisgarður, nálægt Bláa lóninu.Verkís Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bláa lónið Grindavík Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Vinna hafin við varnargarðana Vinnan er hafin við að reisa varnargarða til varnar virkjuninni að Svartsengi og Bláa lóninu. 14. nóvember 2023 14:31 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Fleiri fréttir Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
„Það má segja að verkið sé á svipuðum stað og í síðustu viku. Það hefur bara verið góður gangur í þessu. Núna horfum við til þess hvernig næstu tvær vikur verða og gerum ráð fyrir því að þetta fari langt á þeim tíma,“ segir Ari Guðmundsson, sviðsstjóri hjá Verkís í samtali við Vísi. Eins og fram hefur komið hefur vinnan við varnargarða til varnar virkjuninni að Svartsengi og Bláa lóninu gengið betur en von var á. Ástæðan er sú að betur hefur gengið að nýta jarðveg á svæðinu en búist var við í upphafi. Menn orðnir lúnir „Við höfum minnkað aðeins akstur á efni inn á svæðið. Við erum komin með töluvert mikið af efni og erum nú að vinna með það sem er á staðnum og að ýta upp staðbundnu efni. Það er mesta áherslan á því núna, þannig að við ætlum að minnka akstur bíla úr námum.“ Ari segir garðinn víða kominn upp í endanlega hæð. Við Sundhnjúka sé hann kominn upp í átta metra hæð, þar séu einstaka skörð sem verið sé að klára að fylla. „Síðan eru aðrir kaflar sem eiga nokkra metra eftir í hæð í Svartsengisgarðinum,“ segir Ari. Hann segir að byrjað sé að hlaða í varnargarðinn sitthvorum megin við Bláa lónið. Svartsengisgarður, austast. Verkís Áður hefur komi fram að sextíu til sjötíu manns starfi á svæðinu í vaktavinnu allan tíma sólahringsins. Ari segir að mannskapnum hafi aðeins fækkað þar sem vinnan sé orðin staðbundin en hefur ekki nákvæma tölu yfir starfsmenn. Eru menn orðnir þreyttir eða hafið þið verið að skipta mönnum út? „Það er náttúrulega unnið þarna á vöktum. Ég svo sem er ekki alveg með það á hreinu nákvæmlega hvað menn hafa skipt mikið út en það gefur augaleið að menn eru að sjálfsögðu orðnir lúnir, en áfram um það að klára þetta og það er ágætur gangur í því.“ Ari segir endanlega dagsetningu um verklok ekki liggja fyrir á þessum tímapunkti. Eftir um það bil tvær vikur ætti verkið þó að vera komið á góðan stað og muni það því skýrast þá. Svartsengisgarður, nálægt Bláa lóninu.Verkís
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bláa lónið Grindavík Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Vinna hafin við varnargarðana Vinnan er hafin við að reisa varnargarða til varnar virkjuninni að Svartsengi og Bláa lóninu. 14. nóvember 2023 14:31 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Fleiri fréttir Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Vinna hafin við varnargarðana Vinnan er hafin við að reisa varnargarða til varnar virkjuninni að Svartsengi og Bláa lóninu. 14. nóvember 2023 14:31