Sport

Frið­björn rauf 700 kílóa múrinn á EM

Sindri Sverrisson skrifar
Friðbjörn Bragi Hlynsson keppti á EM í Eistlandi í gær og náði sínum besta árangri.
Friðbjörn Bragi Hlynsson keppti á EM í Eistlandi í gær og náði sínum besta árangri. KRAFT

Þingeyingurinn Friðbjörn Bragi Hlynsson átti frábæran keppnisdag þegar hann keppti fyrstur Íslendinganna á Evrópumótinu í klassískum kraftlyftingum í Tartu í Eistlandi í gær.

Friðbjörn rauf 700 kg múrinn í í samanlögðum árangri með því að lyfta samtals 707,5 kg og tvíbæta Íslandsmet sitt í -83 kg flokki. Hann hafnaði í 11. sæti.

Friðbjörn byrjaði á að bæta eigið Íslandsmet í hnébeygju með því að lyfta 257,5 kg í þriðju lyftu. Í bekkpressu lyfti hann 160 kg og í réttstöðulyftunni tvíbætti Friðbjörn svo Íslandsmet sitt með því að lyfta fyrst 282,5 kg og svo 290 kg í síðustu lyftunni.

Alls fjórir íslenskir keppendur keppa á mótinu og á næstu dögum keppa þau Viktor Samúelsson, Lucie Stefaniková og Kristín Þórhallsdóttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×