Dýrmætum munum Guðbergs og Kjarvalsverkum bjargað frá Grindavík Jón Þór Stefánsson skrifar 5. desember 2023 18:00 „Um leið og aðstæður leyfa verður þessum listaverkum komið fyrir á viðeigandi stað aftur í bænum,“ segir Lilja um þá muni sem hefur verið bjargað úr Grindavík. Vísir/Vilhelm/Einar Menningarlegum verðmætum, sem voru stödd í Grindavík, var bjargað úr bænum á dögunum. Á meðal þess sem var bjargað voru munir sem voru í eigu Guðbergs Bergssonar og málverk eftir Jóhannes Kjarval. Hópurinn sem kom að þessari björgun samanstóð af þjóðminjaverði, safnstjóra Listasafns Íslands, sviðsstjóra menningar- og frístundasviðs Grindavíkurbæjar, og fulltrúa menningar- og viðskiptaráðuneytisins. Þeim var gert að kortleggja og greina öll þau lista- og menningarverðmæti sem var að finna í Grindavík. Þau gerðu það og fengu síðan heimild til að ná í munina þann 25. nóvember síðastliðinn. Frá þessu greinir Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, í samtali við Vísi, en hún tekur fram að starfsfólk Grindavíkurbæjar hafi átt hugmyndina að umræddri aðgerð. Öllum helstu verðmætum bjargað „Þetta voru mörg verðmæt verk og þeim verður komið fyrir í varðveislurými listasafns Reykjanesbæjar,“ segir Lilja, sem segist telja að öll helstu menningarverðmæti Grindavíkurbæjar séu nú komin þangað. „Um leið og aðstæður leyfa verður þessum listaverkum komið fyrir á viðeigandi stað aftur í bænum.“ Lilja ræddi um björgunina á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. „Ástæðan fyrir því að ég fer með þetta fyrir ríkisstjórn er sú að þegar svona á sér stað: jarðhræringar, skjálftar, og aurskriður, þá er svo mikilvægt að við séum með verklag. Núna er komið svona form að því, og það heppnaðist mjög vel.“ Ævistarfi komið til bjargar Líkt og áður segir voru munir Guðbergs Bergssonar heitins sóttir í bæinn, en um var að ræða nokkra kassa með bókum hans, verðlauna- og viðurkenningargripi og listaverk. Farið var á dvalarheimilið í Grindavík, þar sem hvorki var hiti né rafmagn, og þaðan voru sótt fimmtán til tuttugu málverk eftir Jóhannes Kjarval, Hring Jóhannesson, Matthías Sigfússon, Vilhjálm Bergsson, Ástu Árnadóttur, Höllu Haraldsdóttur, og Sigríði Rósinkrans. Einnig voru fjögur hundruð málverk eftir listamanninn Vilhjálm Bergsson sótt á heimili hans. Vitað var fyrir ferðina að hús hans væri ónýtt og ævistarf hans lægi því undir skemmdum. Menning Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
Hópurinn sem kom að þessari björgun samanstóð af þjóðminjaverði, safnstjóra Listasafns Íslands, sviðsstjóra menningar- og frístundasviðs Grindavíkurbæjar, og fulltrúa menningar- og viðskiptaráðuneytisins. Þeim var gert að kortleggja og greina öll þau lista- og menningarverðmæti sem var að finna í Grindavík. Þau gerðu það og fengu síðan heimild til að ná í munina þann 25. nóvember síðastliðinn. Frá þessu greinir Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, í samtali við Vísi, en hún tekur fram að starfsfólk Grindavíkurbæjar hafi átt hugmyndina að umræddri aðgerð. Öllum helstu verðmætum bjargað „Þetta voru mörg verðmæt verk og þeim verður komið fyrir í varðveislurými listasafns Reykjanesbæjar,“ segir Lilja, sem segist telja að öll helstu menningarverðmæti Grindavíkurbæjar séu nú komin þangað. „Um leið og aðstæður leyfa verður þessum listaverkum komið fyrir á viðeigandi stað aftur í bænum.“ Lilja ræddi um björgunina á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. „Ástæðan fyrir því að ég fer með þetta fyrir ríkisstjórn er sú að þegar svona á sér stað: jarðhræringar, skjálftar, og aurskriður, þá er svo mikilvægt að við séum með verklag. Núna er komið svona form að því, og það heppnaðist mjög vel.“ Ævistarfi komið til bjargar Líkt og áður segir voru munir Guðbergs Bergssonar heitins sóttir í bæinn, en um var að ræða nokkra kassa með bókum hans, verðlauna- og viðurkenningargripi og listaverk. Farið var á dvalarheimilið í Grindavík, þar sem hvorki var hiti né rafmagn, og þaðan voru sótt fimmtán til tuttugu málverk eftir Jóhannes Kjarval, Hring Jóhannesson, Matthías Sigfússon, Vilhjálm Bergsson, Ástu Árnadóttur, Höllu Haraldsdóttur, og Sigríði Rósinkrans. Einnig voru fjögur hundruð málverk eftir listamanninn Vilhjálm Bergsson sótt á heimili hans. Vitað var fyrir ferðina að hús hans væri ónýtt og ævistarf hans lægi því undir skemmdum.
Menning Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira