Lars með lausnina fyrir Svía: Ráðið Heimi Sindri Sverrisson skrifar 5. desember 2023 08:00 Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson eru góðir vinir eftir að hafa stýrt saman íslenska landsliðinu og komið því í átta liða úrslit EM 2016. Getty/Catherine Sleenkeste Svíar eru í leit að nýjum þjálfara fyrir karlalandslið sitt í fótbolta. Lars Lagerbäck bendir löndum sínum á að tala við sinn gamla samstarfsmann og vin, Eyjamanninn Heimi Hallgrímsson. Janne Andersson hætti í síðasta mánuði sem landsliðsþjálfari Svía eftir að hafa mistekist algjörlega að koma liðinu á EM 2024. Liðið endaði níu stigum frá því að komast upp úr sínum undanriðli, og þá var árangur þess í Þjóðadeildinni slakari en til að mynda Íslands og því komast Svíar ekki í umspilið í mars. Lagerbäck þjálfaði Svíþjóð í mörg ár áður en hann tók svo við íslenska landsliðinu með Heimi sér til halds og trausts, með sögulegum árangri. Lagerbäck er ekki í vafa um að Heimir, sem nú stýrir Jamaíku með góðum árangri, sé rétti maðurinn til að taka við Svíum: „Ein manneskja sem ég þori svo sannarlega að mæla með er Heimir Hallgrímsson,“ sagði Lagerbäck í hlaðvarpsþætti um „krísuna í sænskum fótbolta“. „Hann [Heimir] lifði af 3-4 ár sem þjálfari í Arabaheiminum [sem þjálfari Al-Arabi í Katar] og það eitt og sér er rós í hnappagatið. Hann kom Íslandi á HM, og nú hefur hann komið Jamaíku nánast af botninum og í undanúrslit í Þjóðadeildinni þar. Það eru áhugaverð nöfn í boði,“ sagði Lagerbäck. Heimir, sem er 56 ára gamall, tók við landsliði Jamaíku í september í fyrra. Hann er með samning um að stýra liðinu fram yfir heimsmeistaramótið 2026 í von um að Jamaíka komist þangað. Á dögunum kom hann liðinu í undanúrslit Þjóðadeildar Mið- og Norður-Ameríku, og tryggði liðinu um leið sæti í Copa América á næsta ári. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Fleiri fréttir Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Sjá meira
Janne Andersson hætti í síðasta mánuði sem landsliðsþjálfari Svía eftir að hafa mistekist algjörlega að koma liðinu á EM 2024. Liðið endaði níu stigum frá því að komast upp úr sínum undanriðli, og þá var árangur þess í Þjóðadeildinni slakari en til að mynda Íslands og því komast Svíar ekki í umspilið í mars. Lagerbäck þjálfaði Svíþjóð í mörg ár áður en hann tók svo við íslenska landsliðinu með Heimi sér til halds og trausts, með sögulegum árangri. Lagerbäck er ekki í vafa um að Heimir, sem nú stýrir Jamaíku með góðum árangri, sé rétti maðurinn til að taka við Svíum: „Ein manneskja sem ég þori svo sannarlega að mæla með er Heimir Hallgrímsson,“ sagði Lagerbäck í hlaðvarpsþætti um „krísuna í sænskum fótbolta“. „Hann [Heimir] lifði af 3-4 ár sem þjálfari í Arabaheiminum [sem þjálfari Al-Arabi í Katar] og það eitt og sér er rós í hnappagatið. Hann kom Íslandi á HM, og nú hefur hann komið Jamaíku nánast af botninum og í undanúrslit í Þjóðadeildinni þar. Það eru áhugaverð nöfn í boði,“ sagði Lagerbäck. Heimir, sem er 56 ára gamall, tók við landsliði Jamaíku í september í fyrra. Hann er með samning um að stýra liðinu fram yfir heimsmeistaramótið 2026 í von um að Jamaíka komist þangað. Á dögunum kom hann liðinu í undanúrslit Þjóðadeildar Mið- og Norður-Ameríku, og tryggði liðinu um leið sæti í Copa América á næsta ári.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Fleiri fréttir Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Sjá meira