„Óli stóð upp úr“ en sagðist ekki of góður: „Það er kjaftæði“ Sindri Sverrisson skrifar 4. desember 2023 09:30 Ólafur Ólafsson og Haraldur Birgisson sigurreifir með verðlaunagripinn sinn. Stöð 2 Sport „Ég hef aldrei unnið í úrvalsdeildinni,“ sagði körfuknattleiksmaðurinn Ólafur Ólafsson laufléttur í bragði eftir að hafa reynst sannkallaður senuþjófur í Stjörnupílunni á Bullseye um helgina. Mótið var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á laugardagskvöld en þetta er annað árið sem Stjörnupílan fer fram. Þar keppa pör skipuð einum reyndum pílukastara og svo frægum einstaklingi. Ólafur og Haraldur Birgisson fögnuðu saman sigri á mótinu, eftir æsispennandi úrslitaleik gegn knattspyrnumanninum Höskuldi Gunnlaugssyni og Hallgrími Egilssyni. Ólafur hóf úrslitaleikinn frábærlega með því að ná 140, og hann sá einnig um að klára oddalegginn með því að hitta í 16, en þeir keppendur sem eru ekki pílukastarar þurftu ekki að hitta í tvöfaldan reit til að klára legg. Klippa: Úrslitin í Stjörnupílunni „Aðeins að láta menn heyra það“ Eins og sjá má á myndbandinu hér að ofan var létt yfir Ólafi og Haraldi eftir sigurinn. Andri Már Eggertsson benti á að Ólafur hefði verið duglegur að hafa áhrif á andstæðingana með því að tala við þá, og spurði hvort það væri eitthvað sem hann væri vanur úr körfuboltanum: „Já, já, allan daginn. Bara láta menn heyra það. Þetta myndi ekki ganga upp í venjulegri pílu en ég var aðeins svona að láta menn heyra það. Bara gaman af því,“ sagði Ólafur. Makkerinn hans var hæstánægður: „Geggjuð tilfinning. Ég var að hefna mín eftir tapið í gær. Við vorum með salinn með okkur. Óli var með salinn með okkur. Geggjaður stuðningur. Við fórum bara auðveldlega með þetta,“ sagði Haraldur sem keppti á úrslitakvöldi Úrvalsdeildarinnar á föstudagskvöld en þar stóð fyrrnefndur Hallgrímur, Halli E, uppi sem sigurvegari. „Ég var svolítið ósáttur í gær en þetta vegur vel upp á móti,“ sagði Haraldur. Andri fullyrti að Ólafur hefði átt tilþrif kvöldsins í Stjörnupílunni þegar hann hóf úrslitaleikinn á að hitta 140: „Það eru allir að segja að ég sé svo góður í þessu en þetta er í raun bara eins og að taka víti. Eins og Pétur Guðmundsson sagði við okkur, þú þarft bara að fylgja eftir. Þegar pílan fer í þrefalda reitinn þá miða ég bara á píluna… Þetta er bara grís,“ sagði Ólafur hógvær. Einn af andstæðingunum sem hann sló út, Rikki G., sagði að Ólafur væri einfaldlega ekki rétt flokkaður því hann væri of góður í pílukasti: „Það er kjaftæði. Hann hitti fleiri þrefalda reiti á móti mér. Það er bara geggjað að fá að taka þátt í þessu, í geggjaðri stemningu,“ sagði Ólafur og Haraldur hrósaði honum í hástert: „Óli stóð upp úr. „Clutch player“ sem kláraði þetta allt þegar við þurftum á því að halda. Geggjaður.“ Pílukast Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
Mótið var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á laugardagskvöld en þetta er annað árið sem Stjörnupílan fer fram. Þar keppa pör skipuð einum reyndum pílukastara og svo frægum einstaklingi. Ólafur og Haraldur Birgisson fögnuðu saman sigri á mótinu, eftir æsispennandi úrslitaleik gegn knattspyrnumanninum Höskuldi Gunnlaugssyni og Hallgrími Egilssyni. Ólafur hóf úrslitaleikinn frábærlega með því að ná 140, og hann sá einnig um að klára oddalegginn með því að hitta í 16, en þeir keppendur sem eru ekki pílukastarar þurftu ekki að hitta í tvöfaldan reit til að klára legg. Klippa: Úrslitin í Stjörnupílunni „Aðeins að láta menn heyra það“ Eins og sjá má á myndbandinu hér að ofan var létt yfir Ólafi og Haraldi eftir sigurinn. Andri Már Eggertsson benti á að Ólafur hefði verið duglegur að hafa áhrif á andstæðingana með því að tala við þá, og spurði hvort það væri eitthvað sem hann væri vanur úr körfuboltanum: „Já, já, allan daginn. Bara láta menn heyra það. Þetta myndi ekki ganga upp í venjulegri pílu en ég var aðeins svona að láta menn heyra það. Bara gaman af því,“ sagði Ólafur. Makkerinn hans var hæstánægður: „Geggjuð tilfinning. Ég var að hefna mín eftir tapið í gær. Við vorum með salinn með okkur. Óli var með salinn með okkur. Geggjaður stuðningur. Við fórum bara auðveldlega með þetta,“ sagði Haraldur sem keppti á úrslitakvöldi Úrvalsdeildarinnar á föstudagskvöld en þar stóð fyrrnefndur Hallgrímur, Halli E, uppi sem sigurvegari. „Ég var svolítið ósáttur í gær en þetta vegur vel upp á móti,“ sagði Haraldur. Andri fullyrti að Ólafur hefði átt tilþrif kvöldsins í Stjörnupílunni þegar hann hóf úrslitaleikinn á að hitta 140: „Það eru allir að segja að ég sé svo góður í þessu en þetta er í raun bara eins og að taka víti. Eins og Pétur Guðmundsson sagði við okkur, þú þarft bara að fylgja eftir. Þegar pílan fer í þrefalda reitinn þá miða ég bara á píluna… Þetta er bara grís,“ sagði Ólafur hógvær. Einn af andstæðingunum sem hann sló út, Rikki G., sagði að Ólafur væri einfaldlega ekki rétt flokkaður því hann væri of góður í pílukasti: „Það er kjaftæði. Hann hitti fleiri þrefalda reiti á móti mér. Það er bara geggjað að fá að taka þátt í þessu, í geggjaðri stemningu,“ sagði Ólafur og Haraldur hrósaði honum í hástert: „Óli stóð upp úr. „Clutch player“ sem kláraði þetta allt þegar við þurftum á því að halda. Geggjaður.“
Pílukast Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira