Ungmenni í Hafnarfirði lýsa vonbrigðum með vinnubrögð yfirvalda Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. desember 2023 07:41 Ungmennaráðið gagnrýnir lítið sem ekkert samráð. Aðsend Ungmennaráð Hafnarfjarðar hefur sent frá sér tilkynningu þar sem ráðið lýsir yfir „gríðarlegum vonbrigðum“ með fjárhagsáætlun bæjarins. Ekkert sé fjallað um valdeflingu ungmennaráðs og hagræðingaraðgerðir boðaðar. „Eftir bæjarstjórnarfund í vor lofaði bæjarráð að tekið yrði til greina að auka áhrif ungmennaráðs, t.a.m. með fulltrúa í ráðum og nefndum og með launagreiðslum við vinnu á fjárhagsáætlun næsta árs. Slíkt hefur þó því miður ekki verið gert en aðeins er minnst á ungmennaráð einu sinni í drögum að greinargerð með fjárhagsáætlun þar sem segir að Ungmennaráð skipuleggi sumarstarf ungmenna í samvinnu við Vinnuskólann og fleiri aðila innan bæjarins. Það er ekki hlutverk okkar,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að samkvæmt fjárhagsáætluninni standi til að láta grunnskólanema skaffa eigin námsgögn og stytta afgreiðslutíma skólabókasafnanna. „Ekki bætir það að skólamatur hefur hækkað í verði og samkvæmt fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar ætlar bærinn enn að niðurgreiða 33% eins og áður. Við biðjum bæinn um að koma í móts við hækkun skólamatar svo að fjölskyldur þurfi ekki að borga meira þrátt fyrir hækkun verðs skólamatar. Stök máltíð fer frá kr. 487 yfir í kr. 709.“ Ungmennaráðið segir að sú staðreynd að hvorki bæjarráð né önnur ráð og nefndir tali lítið sem ekkert við ungmennaráðið um málefni er varða ungmenni í Hafnarfirði sé óásættanlegt. Leggur ráðið fram fimm tillögur: „Ódýrari skólamáltíðir: dregið verði til baka sú umtalsverða hækkun á skólamáltíðum og mismunur endurgreiddur sbr. málefnasamning Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Kostnaður minnkaður: dregin verði til baka sú ákvörðun að nemendur komi með eigin skriffæri sjálf í skólann frá og með næsta hausti. Aukin áhrif ungmenna: að ungmennum verði gert kleift að tilnefna fulltrúa á launum í a.m.k. fræðsluráð. Starf að verðleikum: að bæjaryfirvöld meti starf ungmennaráðs að verðleikum og launi nefndarmönnum fyrir fundarsetu. Kynningar: að tryggt verði að allar fjárhagsáætlanir héðan í frá verða vel kynntar ungmennum og öðrum þeim sem eiga hlut að máli.“ Hafnarfjörður Börn og uppeldi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Eftir bæjarstjórnarfund í vor lofaði bæjarráð að tekið yrði til greina að auka áhrif ungmennaráðs, t.a.m. með fulltrúa í ráðum og nefndum og með launagreiðslum við vinnu á fjárhagsáætlun næsta árs. Slíkt hefur þó því miður ekki verið gert en aðeins er minnst á ungmennaráð einu sinni í drögum að greinargerð með fjárhagsáætlun þar sem segir að Ungmennaráð skipuleggi sumarstarf ungmenna í samvinnu við Vinnuskólann og fleiri aðila innan bæjarins. Það er ekki hlutverk okkar,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að samkvæmt fjárhagsáætluninni standi til að láta grunnskólanema skaffa eigin námsgögn og stytta afgreiðslutíma skólabókasafnanna. „Ekki bætir það að skólamatur hefur hækkað í verði og samkvæmt fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar ætlar bærinn enn að niðurgreiða 33% eins og áður. Við biðjum bæinn um að koma í móts við hækkun skólamatar svo að fjölskyldur þurfi ekki að borga meira þrátt fyrir hækkun verðs skólamatar. Stök máltíð fer frá kr. 487 yfir í kr. 709.“ Ungmennaráðið segir að sú staðreynd að hvorki bæjarráð né önnur ráð og nefndir tali lítið sem ekkert við ungmennaráðið um málefni er varða ungmenni í Hafnarfirði sé óásættanlegt. Leggur ráðið fram fimm tillögur: „Ódýrari skólamáltíðir: dregið verði til baka sú umtalsverða hækkun á skólamáltíðum og mismunur endurgreiddur sbr. málefnasamning Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Kostnaður minnkaður: dregin verði til baka sú ákvörðun að nemendur komi með eigin skriffæri sjálf í skólann frá og með næsta hausti. Aukin áhrif ungmenna: að ungmennum verði gert kleift að tilnefna fulltrúa á launum í a.m.k. fræðsluráð. Starf að verðleikum: að bæjaryfirvöld meti starf ungmennaráðs að verðleikum og launi nefndarmönnum fyrir fundarsetu. Kynningar: að tryggt verði að allar fjárhagsáætlanir héðan í frá verða vel kynntar ungmennum og öðrum þeim sem eiga hlut að máli.“
Hafnarfjörður Börn og uppeldi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira