Dregið var í dag, en alls taka 64 lið þátt í þriðju umferð. Öll tuttugu úrvalsdeildarliðin mæta til leiks í þriðju umferð og því eru nokkrar virklega áhugaverðar viðureignir.
Þar ber hæst að nefna viðureign Arsenal og Liverpool. Liðin eru með þeim sigursælari í sögu keppninnar, en Arsenal hefur unnið FA-bikarinn oftast allra liða, eða 14 sinnum. Liverpool hefur unnið keppnina átta sinnum og aðeins Arsenal og Manchester United hafa unnið oftar.
Þá mæta Jóhann Berg Guðmundsson og félagar hans á Tottenham Hotspur Stadium þar sem Tottenham bíður þeirra í úrvalsdeildarslag, ásamt því að Brentford mætir Wolves og Crystal Palace tekur á móti Everton.
Englandsmeistarar Manchester City taka á móti Huddersfield, Manchester United sækir Wigan heim og Chelsea tekur á móti Preston. Dráttinn í heild sinni má sjá í færslunni hér fyrir neðan.
The 2023-24 #EmiratesFACup third round draw has been made! 🤩
— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) December 3, 2023
Which tie are you most excited for? 👀 pic.twitter.com/YX05vTB19R