Segir ekki lengur hægt að sækja börnin til Íslands Jón Þór Stefánsson skrifar 3. desember 2023 13:15 Að sögn Helgu Völu er sú staða komin upp að ekki sé hægt að halda áfram aðförinni gegn Eddu. Vísir/Vilhelm Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi þingkona, segir þá lagalegu stöðu komna upp að ekki sé hægt að sækja börn Eddu Bjarkar Arnardóttur til landsins. Ástæðan fellst meðal annars í því að búið sé að flytja hana úr landi. „Sýslumaður getur ekki haldið áfram með aðför og sótt börnin vegna þess að sá einstaklingur sem aðförin beindist að, gerðarþoli í málinu, það er búið að taka hann af Íslandi. Þannig núna þarf að fara í nýtt aðfararmál til að fá börnin afhent. Það liggur alveg ljóst fyrir,“ segir Helga. „Hæstiréttur hefur kveðið upp þann dóm fyrir nokkrum árum. Það er ekki hægt að beina aðförinni áfram að einstaklingi sem nú er í gæsluvarðhaldi úti, heldur þarf að höfða nýtt mál hér.“ Þetta útskýrði Helga Vala í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar vísað hún í mál þar sem danskur barnsfaðir vildi fá þrjú börn sín afhent frá íslenskri barnsmóður. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á það, en Hæstiréttur sneri því við. Sjá einnig: Dætur Hjördísar verða ekki sendar til Danmerkur Ofan á þetta væri síðan önnur lagaleg forsenda að sögn Helgu sem sæi til þess að ekki væri hægt að fara fram með nýja aðför. „Lögin segja að það sé ekki hægt núna því þeir hafa verið hér svo lengi á Íslandi. Því miður tíminn er runninn út.“ Deildu um forsjárdeiluna Í Sprengisandi ræddi Helga og Sigurður Örn Hilmarsson, formaður lögmannafélagsins, um forsjárdeiluna sem hefur verið áberandi í þjóðfélagsumræðuna síðustu daga. Þar gagnrýndi Sigurður umræðu og orðræðu sem hefur verið áberandi um málið, sem að hans mati grafa undan samfélagsgerðinni. „Mér fannst eins og það væri verið að færa markalínurnar. Þannig að það sé valkostur að borgararnir, séu þeir ósammála lögunum eða niðurstöðum dómstóla, þá geti þeir sjálfið stigið niður í krafti þessa hnefaréttar,“ segir Sigurður sem tók fram að hann hefði ekki kynnt sér málið í þaula. Hann væri frekar að tala um ástandið sem hefði myndast vegna málsins. Helga Vala svaraði því og sagðist hafa kynnt sér málið í þaula, og gagnrýndi margt í meðferð þess. „Hún fær ekki notið þess að hafa verjanda sér við hlið þegar tekin er ákvörðun um að vista hana í þrjátíu daga gæsluvarðhaldi. Þar fær hún eina máltíð á dag, fær að hringja einu sinni í viku í fjölskyldu sína. Og óvíst er hvenær málið verður þingfest í Noregi.“ Sigurður sagði að það gæti vel verið að þetta væri rétt hjá Helgu Völu. Hins vegar væri réttast að komast að þeirri niðurstöðu fyrir dómstólum. „Þetta getur allt saman verið rétt sem þú ert að nefna, en rétti vettvangurinn til að útkljá þessi mál er einmitt hjá dómstólum, hjá viðeigandi yfirvöldum.“ Dómsmál Fjölskyldumál Noregur Börn og uppeldi Mál Eddu Bjarkar Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
„Sýslumaður getur ekki haldið áfram með aðför og sótt börnin vegna þess að sá einstaklingur sem aðförin beindist að, gerðarþoli í málinu, það er búið að taka hann af Íslandi. Þannig núna þarf að fara í nýtt aðfararmál til að fá börnin afhent. Það liggur alveg ljóst fyrir,“ segir Helga. „Hæstiréttur hefur kveðið upp þann dóm fyrir nokkrum árum. Það er ekki hægt að beina aðförinni áfram að einstaklingi sem nú er í gæsluvarðhaldi úti, heldur þarf að höfða nýtt mál hér.“ Þetta útskýrði Helga Vala í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar vísað hún í mál þar sem danskur barnsfaðir vildi fá þrjú börn sín afhent frá íslenskri barnsmóður. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á það, en Hæstiréttur sneri því við. Sjá einnig: Dætur Hjördísar verða ekki sendar til Danmerkur Ofan á þetta væri síðan önnur lagaleg forsenda að sögn Helgu sem sæi til þess að ekki væri hægt að fara fram með nýja aðför. „Lögin segja að það sé ekki hægt núna því þeir hafa verið hér svo lengi á Íslandi. Því miður tíminn er runninn út.“ Deildu um forsjárdeiluna Í Sprengisandi ræddi Helga og Sigurður Örn Hilmarsson, formaður lögmannafélagsins, um forsjárdeiluna sem hefur verið áberandi í þjóðfélagsumræðuna síðustu daga. Þar gagnrýndi Sigurður umræðu og orðræðu sem hefur verið áberandi um málið, sem að hans mati grafa undan samfélagsgerðinni. „Mér fannst eins og það væri verið að færa markalínurnar. Þannig að það sé valkostur að borgararnir, séu þeir ósammála lögunum eða niðurstöðum dómstóla, þá geti þeir sjálfið stigið niður í krafti þessa hnefaréttar,“ segir Sigurður sem tók fram að hann hefði ekki kynnt sér málið í þaula. Hann væri frekar að tala um ástandið sem hefði myndast vegna málsins. Helga Vala svaraði því og sagðist hafa kynnt sér málið í þaula, og gagnrýndi margt í meðferð þess. „Hún fær ekki notið þess að hafa verjanda sér við hlið þegar tekin er ákvörðun um að vista hana í þrjátíu daga gæsluvarðhaldi. Þar fær hún eina máltíð á dag, fær að hringja einu sinni í viku í fjölskyldu sína. Og óvíst er hvenær málið verður þingfest í Noregi.“ Sigurður sagði að það gæti vel verið að þetta væri rétt hjá Helgu Völu. Hins vegar væri réttast að komast að þeirri niðurstöðu fyrir dómstólum. „Þetta getur allt saman verið rétt sem þú ert að nefna, en rétti vettvangurinn til að útkljá þessi mál er einmitt hjá dómstólum, hjá viðeigandi yfirvöldum.“
Dómsmál Fjölskyldumál Noregur Börn og uppeldi Mál Eddu Bjarkar Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira