Mál Eddu hljóti að vera einsdæmi Bjarki Sigurðsson skrifar 3. desember 2023 15:31 Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins (t.v.), hefur lagt fram fyrirspurn vegna máls Eddu Bjarkar Arnardóttur (t.h.). Vísir/Vilhelm/Magnús Hlynur Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram fyrirspurn varðandi handtöku og afhendingu á íslenskum ríkisborgurum, vegna máls Eddu Bjarkar Arnardóttur sem var nýlega framseld til Noregs. Þingmaðurinn telur að málið hljóti að vera einsdæmi. Edda Björk var úrskurðuð í mánaðarlangt gæsluvarðhald í Noregi í gær. Edda var á föstudag framseld til Noregs en hún hafði verið í haldi lögreglu hér á landi í þrjá daga. Þar er stefnt á að hún svari til saka í máli tengdu forræðisdeilu hennar við barnsföður sinn. Nú er Edda í mánaðarlöngu gæsluvarðhaldi í Telemark-kvennafangelsinu þar sem hún bíður réttarhalda. Ekki vitað hvenær réttarhöldin fara fram Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt fram fyrirspurn tengda máli Eddu til dómsmálaráðherra. Hún telur mál Eddu vera fordæmalaust þar sem hún skilji ekki ákvörðun ríkissaksóknara um að afhenda hana, séu til fordæmi. „Þetta mál er þannig vaxið að íslenskur ríkisborgari er afhentur úr landi ótímabundið vegna ótilgreindra réttarhalda sem er ekki komin dagsetning á. Ég held það sé fullt tilefni til þess að við fáum að vita nákvæmlega hvernig framkvæmdin á þessu hefur verið. Hvaða skilyrði, ef einhver, hafa verið sett í gegnum tíðina, gagnvart slíkri afhendingu,“ segir Diljá Mist. Rík eftirlitsskylda Hún segir dómsmálaráðherra auðvitað ekki geta aðhafst í einstaka málum, hins vegar beri bæði ráðherra og þingmönnum skylda að hafa eftirlit með því hvort stjórnvöld fari að lögum. „Að íslenskur ríkisborgari sé afhentur með svona miklum hraða til þess að mæta við réttarhöld, því þessi tiltekni ríkisborgari hefur ekki verið dæmdur fyrir brot í þessu máli sem er til meðferðar í Noregi. Þetta hlýtur að vera einsdæmi að íslenskur ríkisborgari sé afhentur svona út í óvissuna án nokkurra skilyrða eða kvaða frá íslenska ríkinu. Þannig ég held það sé fullt tilefni til að skoða hvort þetta sé venjan, hvort svona sé meðferðin á íslenskum ríkisborgurum alla jafna. Og ef ekki, hvað þá veldur því að þetta mál fær sérstaka meðferð í kerfinu,“ segir Diljá Mist. Fjölskyldumál Noregur Dómsmál Mál Eddu Bjarkar Tengdar fréttir Eddu Björk hafi verið gert að tala norsku við börnin sín Helga Vala Helgadóttir lögmaður og fyrrverandi þingkona Samfylkingarinnar segir ekki nóg hlustað á börnin í forsjármáli Eddu Bjarkar Arnardóttur sem framseld var til Noregs í dag. Hún gagnrýnir einnig framferði norskra yfirvalda í málum sem varða börn. Þetta og fleira ræddi hún í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag 1. desember 2023 21:28 Ekki á færi sýslumanns að láta lýsa eftir börnunum Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu, Sigríður Kristinsdóttir, segir það ekki á dagskrá embættisins að óska þess að lögreglan lýsi eftir börnum Eddu Bjarkar Arnardóttur. Það sé ekki á valdi embættisins. 1. desember 2023 17:11 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Edda var á föstudag framseld til Noregs en hún hafði verið í haldi lögreglu hér á landi í þrjá daga. Þar er stefnt á að hún svari til saka í máli tengdu forræðisdeilu hennar við barnsföður sinn. Nú er Edda í mánaðarlöngu gæsluvarðhaldi í Telemark-kvennafangelsinu þar sem hún bíður réttarhalda. Ekki vitað hvenær réttarhöldin fara fram Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt fram fyrirspurn tengda máli Eddu til dómsmálaráðherra. Hún telur mál Eddu vera fordæmalaust þar sem hún skilji ekki ákvörðun ríkissaksóknara um að afhenda hana, séu til fordæmi. „Þetta mál er þannig vaxið að íslenskur ríkisborgari er afhentur úr landi ótímabundið vegna ótilgreindra réttarhalda sem er ekki komin dagsetning á. Ég held það sé fullt tilefni til þess að við fáum að vita nákvæmlega hvernig framkvæmdin á þessu hefur verið. Hvaða skilyrði, ef einhver, hafa verið sett í gegnum tíðina, gagnvart slíkri afhendingu,“ segir Diljá Mist. Rík eftirlitsskylda Hún segir dómsmálaráðherra auðvitað ekki geta aðhafst í einstaka málum, hins vegar beri bæði ráðherra og þingmönnum skylda að hafa eftirlit með því hvort stjórnvöld fari að lögum. „Að íslenskur ríkisborgari sé afhentur með svona miklum hraða til þess að mæta við réttarhöld, því þessi tiltekni ríkisborgari hefur ekki verið dæmdur fyrir brot í þessu máli sem er til meðferðar í Noregi. Þetta hlýtur að vera einsdæmi að íslenskur ríkisborgari sé afhentur svona út í óvissuna án nokkurra skilyrða eða kvaða frá íslenska ríkinu. Þannig ég held það sé fullt tilefni til að skoða hvort þetta sé venjan, hvort svona sé meðferðin á íslenskum ríkisborgurum alla jafna. Og ef ekki, hvað þá veldur því að þetta mál fær sérstaka meðferð í kerfinu,“ segir Diljá Mist.
Fjölskyldumál Noregur Dómsmál Mál Eddu Bjarkar Tengdar fréttir Eddu Björk hafi verið gert að tala norsku við börnin sín Helga Vala Helgadóttir lögmaður og fyrrverandi þingkona Samfylkingarinnar segir ekki nóg hlustað á börnin í forsjármáli Eddu Bjarkar Arnardóttur sem framseld var til Noregs í dag. Hún gagnrýnir einnig framferði norskra yfirvalda í málum sem varða börn. Þetta og fleira ræddi hún í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag 1. desember 2023 21:28 Ekki á færi sýslumanns að láta lýsa eftir börnunum Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu, Sigríður Kristinsdóttir, segir það ekki á dagskrá embættisins að óska þess að lögreglan lýsi eftir börnum Eddu Bjarkar Arnardóttur. Það sé ekki á valdi embættisins. 1. desember 2023 17:11 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Eddu Björk hafi verið gert að tala norsku við börnin sín Helga Vala Helgadóttir lögmaður og fyrrverandi þingkona Samfylkingarinnar segir ekki nóg hlustað á börnin í forsjármáli Eddu Bjarkar Arnardóttur sem framseld var til Noregs í dag. Hún gagnrýnir einnig framferði norskra yfirvalda í málum sem varða börn. Þetta og fleira ræddi hún í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag 1. desember 2023 21:28
Ekki á færi sýslumanns að láta lýsa eftir börnunum Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu, Sigríður Kristinsdóttir, segir það ekki á dagskrá embættisins að óska þess að lögreglan lýsi eftir börnum Eddu Bjarkar Arnardóttur. Það sé ekki á valdi embættisins. 1. desember 2023 17:11