Meirihluti íbúa Katalóníu vill ekki sjálfstæði Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 2. desember 2023 18:01 Frá Barselóna, höfuðborg Katalóníu. Alexander Spatari/Getty Áhugi Katalóníubúa á að lýsa yfir sjálfstæði og stofna sjálfstætt ríki fer þverrandi með degi hverjum. Mikill meirihluti ungs fólks vill að Katalónía verði áfram hluti af Spáni. Jóhann Hlíðar Harðarson Stuðningur Katalóníubúa við að segja sig úr lögum við Spán og lýsa yfir sjálfstæði hefur farið stigminnkandi allt frá hinni ólöglegu atkvæðagreiðslu sem fram fór fyrir sex árum. Nú er svo komið að einungis 40 prósent íbúa héraðsins eru fylgjandi sjálfstæði. Mest er andstaðan við sjálfstæði á meðal ungs fólks, en tæplega fjórðungur ungs fólks á aldrinum 16 til 26 ára styður sjálfstæði Katalóníu. Þá er elsti hópur kjósenda, fólk 78 ára og eldra lítt hrifið af sjálfstæði. Þessi afstaða endurspeglast einni ágætlega í nýrri skoðanakönnun um fylgi flokka í Katalóníu en samkvæmt niðurstöðum hennar hafa flokkarnir þrír sem hafa sjálfstæði Katalóníu á stefnuskránni nú misst meirihluta sinn ef gengið yrði til kosninga núna, en kosningar standa fyrir dyrum á næsta ári. Stærsti flokkurinn í héraðinu núna yrði Sósíalistaflokkurinn, sá hinn sami og samdi nýverið um sakaruppgjöf til allra þeirra sem hlutu dóm fyrir aðild sína að sjálfstæðiskosningunum fyrir sex árum. Hins vegar telur yfirgnæfandi meirihluti íbúa Katalóníu að það sé réttur þeirra að ákveða hvort Katalónía lýsi yfir sjálfstæði með kosningum, nokkuð sem stjórnlagadómstóll Spánar úrskurðaði á sínum tíma að væri óheimilt. Þá hefur önnur könnun sem gerð var nýlega leitt í ljós að meirihluti Spánverja vill að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort Spánn skuli áfram vera konungsríki. Nokkuð jöfn skipting er á milli þeirra Spánverja sem vilja áfram halda í konungsríkið og þeirra sem vilja afnema það. Þar eru skoðanir fremur hefðbundnar, stuðningsmenn hægri flokkanna eru konungssinnar, en vinstri menn síður. Það er helst unga fólkið sem vill afnema konungsríkið, 56 prósent ungs fólks á aldrinum 25 til 34 ára er á þeirri skoðun. Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Forsetarnir tveir funda Einn látinn eftir alvarlegt lestarslys í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Sjá meira
Stuðningur Katalóníubúa við að segja sig úr lögum við Spán og lýsa yfir sjálfstæði hefur farið stigminnkandi allt frá hinni ólöglegu atkvæðagreiðslu sem fram fór fyrir sex árum. Nú er svo komið að einungis 40 prósent íbúa héraðsins eru fylgjandi sjálfstæði. Mest er andstaðan við sjálfstæði á meðal ungs fólks, en tæplega fjórðungur ungs fólks á aldrinum 16 til 26 ára styður sjálfstæði Katalóníu. Þá er elsti hópur kjósenda, fólk 78 ára og eldra lítt hrifið af sjálfstæði. Þessi afstaða endurspeglast einni ágætlega í nýrri skoðanakönnun um fylgi flokka í Katalóníu en samkvæmt niðurstöðum hennar hafa flokkarnir þrír sem hafa sjálfstæði Katalóníu á stefnuskránni nú misst meirihluta sinn ef gengið yrði til kosninga núna, en kosningar standa fyrir dyrum á næsta ári. Stærsti flokkurinn í héraðinu núna yrði Sósíalistaflokkurinn, sá hinn sami og samdi nýverið um sakaruppgjöf til allra þeirra sem hlutu dóm fyrir aðild sína að sjálfstæðiskosningunum fyrir sex árum. Hins vegar telur yfirgnæfandi meirihluti íbúa Katalóníu að það sé réttur þeirra að ákveða hvort Katalónía lýsi yfir sjálfstæði með kosningum, nokkuð sem stjórnlagadómstóll Spánar úrskurðaði á sínum tíma að væri óheimilt. Þá hefur önnur könnun sem gerð var nýlega leitt í ljós að meirihluti Spánverja vill að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort Spánn skuli áfram vera konungsríki. Nokkuð jöfn skipting er á milli þeirra Spánverja sem vilja áfram halda í konungsríkið og þeirra sem vilja afnema það. Þar eru skoðanir fremur hefðbundnar, stuðningsmenn hægri flokkanna eru konungssinnar, en vinstri menn síður. Það er helst unga fólkið sem vill afnema konungsríkið, 56 prósent ungs fólks á aldrinum 25 til 34 ára er á þeirri skoðun.
Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Forsetarnir tveir funda Einn látinn eftir alvarlegt lestarslys í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Sjá meira