Breiðablik felldi meistarana Snorri Már Vagnsson skrifar 30. nóvember 2023 22:36 Sigurinn var aðeins sá þriðji á tímabilinu hjá Breiðablik. Rafíþróttasamband Íslands Breiðablik sigraði óvæntan sigur gegn Dusty þegar liðin mættust á Nuke í Ljósleiðaradeildinni í Counter-Strike fyrr í kvöld. Dusty byrjuðu leikinn í vörn en Blikar áttu mun betri byrjun á leiknum og komust í 1-5 eftir sex lotur. Dusty voru langt frá því að vera sannfærandi í fyrri hálfleik, en þeir náðu þó að jafna leikinn í 5-5 eftir nokkrar naumar lotur. Dusty sáu þó sigurleiðir ekki aftur fyrir hálfleik og fóru því undir í hálfleik. Staðan í hálfleik: 5-7 Breiðablik héldu uppteknum hætti í seinni hálfleik en sókn Dusty hafði ekkert á vörnina sem Blikar buðu upp á. Í seinni hálfleik náðu Dusty aðeins að sigra þrjár lotur á meðan Breiðablik sigldu með sigurinn í höfn, elfaust mörgum á óvart. Lokatölur: 8-13 Sigurinn var aðeins sá þriðji hjá Breiðablik hjá tímabilinu en Dusty hafði aðeins tapað einum leik fyrir þennan. Dusty halda sér þó á toppnum og Blikar eru sömuleiðis áfram í níunda sæti deildarinnar. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti
Dusty byrjuðu leikinn í vörn en Blikar áttu mun betri byrjun á leiknum og komust í 1-5 eftir sex lotur. Dusty voru langt frá því að vera sannfærandi í fyrri hálfleik, en þeir náðu þó að jafna leikinn í 5-5 eftir nokkrar naumar lotur. Dusty sáu þó sigurleiðir ekki aftur fyrir hálfleik og fóru því undir í hálfleik. Staðan í hálfleik: 5-7 Breiðablik héldu uppteknum hætti í seinni hálfleik en sókn Dusty hafði ekkert á vörnina sem Blikar buðu upp á. Í seinni hálfleik náðu Dusty aðeins að sigra þrjár lotur á meðan Breiðablik sigldu með sigurinn í höfn, elfaust mörgum á óvart. Lokatölur: 8-13 Sigurinn var aðeins sá þriðji hjá Breiðablik hjá tímabilinu en Dusty hafði aðeins tapað einum leik fyrir þennan. Dusty halda sér þó á toppnum og Blikar eru sömuleiðis áfram í níunda sæti deildarinnar.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti