Handbolti

Magnaður leikur Odds dugði ekki

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Oddur Gretarsson hefur verið lengi í herbúðum Balingen.
Oddur Gretarsson hefur verið lengi í herbúðum Balingen. Tom Weller/Getty Images

Oddur Gretarsson var hreint út sagt magnaður í liði Balingen-Weilstetten sem mátti þola fjögurra mark tap gegn Göppingen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Göppingen vann leik liðanna í kvöld með fjórum mörkum, lokatölur 32-28. Oddur var allt í öllu í liði Balingen en hann var langmarkahæstur á vellinum með 11 mörk.

Það dugði því miður ekki til sigurs að þessu sinni. Balingen er sem fyrr á botni deildarinnar með aðeins 5 stig að loknum 15 leikjum.

Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar í Fredericia unnu sjö marka sigur á Lemvig-Thyborøn Håndbold í dönsku úrvalsdeildinni, lokatölur 28-21. Einar Þorsteinn Ólafsson er leikmaður Fredericia.

Fredericia er í 2. sæti með 23 stig að loknum 15 leikjum, fjórum minna en topplið Álaborgar sem á leik til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×