Maður sem reyndi að bana leigusala tekinn með fíkniefni á Litla-Hrauni Jón Þór Stefánsson skrifar 30. nóvember 2023 17:57 Fíkniefnabrot mannsins áttu sér stað í fangelsinu Litla-Hrauni. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem á langan sakaferill að baki hefur hlotið sextíu daga fangelsisdóm í Héraðsdómi Suðurlands fyrir fíkniefnabrot sem hann framdi í fangelsinu Litla-Hrauni. Maðurinn heitir Þorlákur Fannar Albertsson og er á fertugsaldri. Honum var gefið að sök að hafa ýmis fíkniefni í fórum sínum þegar fangaverðir gerðu leit í fangaklefa hans í maí á síðasta ári. Um er að ræða tvö stykki af fíknilyfinu Suboxne, eitt stykki af fíknilyfinu Rivotril, tæplega 150 grömm af nýmynduðum kannabínóíða, og tæplega þrjú grömm af fíkniefninu Etizolam, sem og tvær pappírseiningar sem innihéldu fíkniefnið Clonazolam. Fíkniefnin fundust í fangaklefa Þorláks.Vísir/Vilhelm Þorlákur játaði skýlaust sök í Héraðsdómi Suðurlands þar sem fíkniefnamálið á Litla-Hrauni var tekið fyrir. Vegna langs sakaferils hans þótti dómnum ekki tilefni að hafa refsinguna skilorðsbundna. Líkt og áður segir fær Þorlákur sextíu daga fangelsisdóm og er gert að greiða sakarkostnað málsins sem er tæplega 437 þúsund krónur. Tvær hrottalegar árásir Þorlákur á langan sakaferill að baki, en árið 2021 hlaut hann sjö og hálfs árs fangelsisdóm fyrir tvær árásir sem áttu sér stað árið áður. Önnur þeirra beindist gegn leigusala hans, konu á fimmtugsaldri, og leit Landsréttur svo á að um væri að ræða tilraun til manndráps. Árásin átti sér stað á Langholtsvegi í Reykjavík. Þorlákur leigði íbúð af konunni í kjallara hússins og hafði aðeins verið þar í um tvær vikur áður en árásin var gerð. Fyrir dómi sagðist konan viss um að hún hefði látið lífið hefði hún ekki brugðist skjótt við árásinni. Hún lýsti því að hún hefði vikið sér undan ítrekuðum atlögum mannsins og varist hnífstungum með þvottakörfu. Á meðan á þessu stóð hafi maðurinn ítrekað hótað henni lífláti. Hin árásin beindist gegn félaga Þorláks. Þeir höfðu verið úti að borða og síðan farið í íbúð á Bríetartúni en þar batt Þorlákur félaga sinn og beitti ýmsu ofbeldi, líkt og að slá hann með kúbeini. Þórlákur neitaði sök í báðum málum og bar fyrir sig að hann hafi verið í geðrofi þegar umræddir atburðir áttu sér stað. Ekki fyrsta brotið á Litla-Hrauni Fíkniefnabrot Þorláks er ekki það fyrsta sem á sér stað á Litla-Hrauni. Í janúar á þessu ári hlaut hann dóm fyrir líkamsárás sem átti sér stað í desember 2020 í eldhúsi fangelsins. Dómur Héraðsdóms Suðurlands er óaðgengilegur á vef héraðsdómstólanna, en DV fjallaði um málið. Þar kemur fram að honum hafi verið gert að greiða samfanga sínum 300 þúsund krónur í miskabætur vegna árásarinnar, en honum var ekki gerð refsing vegna hennar. Hann var ákærður fyrir að slá samfanga sinn í höfuðið með trékefli sem varð til þess að samfanginn féll til jarðar. Þar á Þorlákur að hafa haldið árás sinni áfram með því að slá hinn írekað í höfuð og búk, og þar á eftir sparkað í höfuð samfangans. Ráðist á leigusala á Langholtsvegi Dómsmál Fíkniefnabrot Fangelsismál Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Maðurinn heitir Þorlákur Fannar Albertsson og er á fertugsaldri. Honum var gefið að sök að hafa ýmis fíkniefni í fórum sínum þegar fangaverðir gerðu leit í fangaklefa hans í maí á síðasta ári. Um er að ræða tvö stykki af fíknilyfinu Suboxne, eitt stykki af fíknilyfinu Rivotril, tæplega 150 grömm af nýmynduðum kannabínóíða, og tæplega þrjú grömm af fíkniefninu Etizolam, sem og tvær pappírseiningar sem innihéldu fíkniefnið Clonazolam. Fíkniefnin fundust í fangaklefa Þorláks.Vísir/Vilhelm Þorlákur játaði skýlaust sök í Héraðsdómi Suðurlands þar sem fíkniefnamálið á Litla-Hrauni var tekið fyrir. Vegna langs sakaferils hans þótti dómnum ekki tilefni að hafa refsinguna skilorðsbundna. Líkt og áður segir fær Þorlákur sextíu daga fangelsisdóm og er gert að greiða sakarkostnað málsins sem er tæplega 437 þúsund krónur. Tvær hrottalegar árásir Þorlákur á langan sakaferill að baki, en árið 2021 hlaut hann sjö og hálfs árs fangelsisdóm fyrir tvær árásir sem áttu sér stað árið áður. Önnur þeirra beindist gegn leigusala hans, konu á fimmtugsaldri, og leit Landsréttur svo á að um væri að ræða tilraun til manndráps. Árásin átti sér stað á Langholtsvegi í Reykjavík. Þorlákur leigði íbúð af konunni í kjallara hússins og hafði aðeins verið þar í um tvær vikur áður en árásin var gerð. Fyrir dómi sagðist konan viss um að hún hefði látið lífið hefði hún ekki brugðist skjótt við árásinni. Hún lýsti því að hún hefði vikið sér undan ítrekuðum atlögum mannsins og varist hnífstungum með þvottakörfu. Á meðan á þessu stóð hafi maðurinn ítrekað hótað henni lífláti. Hin árásin beindist gegn félaga Þorláks. Þeir höfðu verið úti að borða og síðan farið í íbúð á Bríetartúni en þar batt Þorlákur félaga sinn og beitti ýmsu ofbeldi, líkt og að slá hann með kúbeini. Þórlákur neitaði sök í báðum málum og bar fyrir sig að hann hafi verið í geðrofi þegar umræddir atburðir áttu sér stað. Ekki fyrsta brotið á Litla-Hrauni Fíkniefnabrot Þorláks er ekki það fyrsta sem á sér stað á Litla-Hrauni. Í janúar á þessu ári hlaut hann dóm fyrir líkamsárás sem átti sér stað í desember 2020 í eldhúsi fangelsins. Dómur Héraðsdóms Suðurlands er óaðgengilegur á vef héraðsdómstólanna, en DV fjallaði um málið. Þar kemur fram að honum hafi verið gert að greiða samfanga sínum 300 þúsund krónur í miskabætur vegna árásarinnar, en honum var ekki gerð refsing vegna hennar. Hann var ákærður fyrir að slá samfanga sinn í höfuðið með trékefli sem varð til þess að samfanginn féll til jarðar. Þar á Þorlákur að hafa haldið árás sinni áfram með því að slá hinn írekað í höfuð og búk, og þar á eftir sparkað í höfuð samfangans.
Ráðist á leigusala á Langholtsvegi Dómsmál Fíkniefnabrot Fangelsismál Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira