Maður sem reyndi að bana leigusala tekinn með fíkniefni á Litla-Hrauni Jón Þór Stefánsson skrifar 30. nóvember 2023 17:57 Fíkniefnabrot mannsins áttu sér stað í fangelsinu Litla-Hrauni. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem á langan sakaferill að baki hefur hlotið sextíu daga fangelsisdóm í Héraðsdómi Suðurlands fyrir fíkniefnabrot sem hann framdi í fangelsinu Litla-Hrauni. Maðurinn heitir Þorlákur Fannar Albertsson og er á fertugsaldri. Honum var gefið að sök að hafa ýmis fíkniefni í fórum sínum þegar fangaverðir gerðu leit í fangaklefa hans í maí á síðasta ári. Um er að ræða tvö stykki af fíknilyfinu Suboxne, eitt stykki af fíknilyfinu Rivotril, tæplega 150 grömm af nýmynduðum kannabínóíða, og tæplega þrjú grömm af fíkniefninu Etizolam, sem og tvær pappírseiningar sem innihéldu fíkniefnið Clonazolam. Fíkniefnin fundust í fangaklefa Þorláks.Vísir/Vilhelm Þorlákur játaði skýlaust sök í Héraðsdómi Suðurlands þar sem fíkniefnamálið á Litla-Hrauni var tekið fyrir. Vegna langs sakaferils hans þótti dómnum ekki tilefni að hafa refsinguna skilorðsbundna. Líkt og áður segir fær Þorlákur sextíu daga fangelsisdóm og er gert að greiða sakarkostnað málsins sem er tæplega 437 þúsund krónur. Tvær hrottalegar árásir Þorlákur á langan sakaferill að baki, en árið 2021 hlaut hann sjö og hálfs árs fangelsisdóm fyrir tvær árásir sem áttu sér stað árið áður. Önnur þeirra beindist gegn leigusala hans, konu á fimmtugsaldri, og leit Landsréttur svo á að um væri að ræða tilraun til manndráps. Árásin átti sér stað á Langholtsvegi í Reykjavík. Þorlákur leigði íbúð af konunni í kjallara hússins og hafði aðeins verið þar í um tvær vikur áður en árásin var gerð. Fyrir dómi sagðist konan viss um að hún hefði látið lífið hefði hún ekki brugðist skjótt við árásinni. Hún lýsti því að hún hefði vikið sér undan ítrekuðum atlögum mannsins og varist hnífstungum með þvottakörfu. Á meðan á þessu stóð hafi maðurinn ítrekað hótað henni lífláti. Hin árásin beindist gegn félaga Þorláks. Þeir höfðu verið úti að borða og síðan farið í íbúð á Bríetartúni en þar batt Þorlákur félaga sinn og beitti ýmsu ofbeldi, líkt og að slá hann með kúbeini. Þórlákur neitaði sök í báðum málum og bar fyrir sig að hann hafi verið í geðrofi þegar umræddir atburðir áttu sér stað. Ekki fyrsta brotið á Litla-Hrauni Fíkniefnabrot Þorláks er ekki það fyrsta sem á sér stað á Litla-Hrauni. Í janúar á þessu ári hlaut hann dóm fyrir líkamsárás sem átti sér stað í desember 2020 í eldhúsi fangelsins. Dómur Héraðsdóms Suðurlands er óaðgengilegur á vef héraðsdómstólanna, en DV fjallaði um málið. Þar kemur fram að honum hafi verið gert að greiða samfanga sínum 300 þúsund krónur í miskabætur vegna árásarinnar, en honum var ekki gerð refsing vegna hennar. Hann var ákærður fyrir að slá samfanga sinn í höfuðið með trékefli sem varð til þess að samfanginn féll til jarðar. Þar á Þorlákur að hafa haldið árás sinni áfram með því að slá hinn írekað í höfuð og búk, og þar á eftir sparkað í höfuð samfangans. Ráðist á leigusala á Langholtsvegi Dómsmál Fíkniefnabrot Fangelsismál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira
Maðurinn heitir Þorlákur Fannar Albertsson og er á fertugsaldri. Honum var gefið að sök að hafa ýmis fíkniefni í fórum sínum þegar fangaverðir gerðu leit í fangaklefa hans í maí á síðasta ári. Um er að ræða tvö stykki af fíknilyfinu Suboxne, eitt stykki af fíknilyfinu Rivotril, tæplega 150 grömm af nýmynduðum kannabínóíða, og tæplega þrjú grömm af fíkniefninu Etizolam, sem og tvær pappírseiningar sem innihéldu fíkniefnið Clonazolam. Fíkniefnin fundust í fangaklefa Þorláks.Vísir/Vilhelm Þorlákur játaði skýlaust sök í Héraðsdómi Suðurlands þar sem fíkniefnamálið á Litla-Hrauni var tekið fyrir. Vegna langs sakaferils hans þótti dómnum ekki tilefni að hafa refsinguna skilorðsbundna. Líkt og áður segir fær Þorlákur sextíu daga fangelsisdóm og er gert að greiða sakarkostnað málsins sem er tæplega 437 þúsund krónur. Tvær hrottalegar árásir Þorlákur á langan sakaferill að baki, en árið 2021 hlaut hann sjö og hálfs árs fangelsisdóm fyrir tvær árásir sem áttu sér stað árið áður. Önnur þeirra beindist gegn leigusala hans, konu á fimmtugsaldri, og leit Landsréttur svo á að um væri að ræða tilraun til manndráps. Árásin átti sér stað á Langholtsvegi í Reykjavík. Þorlákur leigði íbúð af konunni í kjallara hússins og hafði aðeins verið þar í um tvær vikur áður en árásin var gerð. Fyrir dómi sagðist konan viss um að hún hefði látið lífið hefði hún ekki brugðist skjótt við árásinni. Hún lýsti því að hún hefði vikið sér undan ítrekuðum atlögum mannsins og varist hnífstungum með þvottakörfu. Á meðan á þessu stóð hafi maðurinn ítrekað hótað henni lífláti. Hin árásin beindist gegn félaga Þorláks. Þeir höfðu verið úti að borða og síðan farið í íbúð á Bríetartúni en þar batt Þorlákur félaga sinn og beitti ýmsu ofbeldi, líkt og að slá hann með kúbeini. Þórlákur neitaði sök í báðum málum og bar fyrir sig að hann hafi verið í geðrofi þegar umræddir atburðir áttu sér stað. Ekki fyrsta brotið á Litla-Hrauni Fíkniefnabrot Þorláks er ekki það fyrsta sem á sér stað á Litla-Hrauni. Í janúar á þessu ári hlaut hann dóm fyrir líkamsárás sem átti sér stað í desember 2020 í eldhúsi fangelsins. Dómur Héraðsdóms Suðurlands er óaðgengilegur á vef héraðsdómstólanna, en DV fjallaði um málið. Þar kemur fram að honum hafi verið gert að greiða samfanga sínum 300 þúsund krónur í miskabætur vegna árásarinnar, en honum var ekki gerð refsing vegna hennar. Hann var ákærður fyrir að slá samfanga sinn í höfuðið með trékefli sem varð til þess að samfanginn féll til jarðar. Þar á Þorlákur að hafa haldið árás sinni áfram með því að slá hinn írekað í höfuð og búk, og þar á eftir sparkað í höfuð samfangans.
Ráðist á leigusala á Langholtsvegi Dómsmál Fíkniefnabrot Fangelsismál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira