„Vorum betra liðið á vellinum í 90 mínútur“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 30. nóvember 2023 15:58 Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, á hliðarlínunni í leik dagsins. Vísir / anton brink Breiðablik tapaði leik sínum gegn Maccabi Tel Aviv á Kópavogsvelli í 5. umferð riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Þeir grænklæddu voru lengst af með yfirhöndina í leiknum en tókst aðeins að skora eitt mark og klaufaleg mistök leiddu til tveggja marka hjá gestunum sem dugði þeim til 1-2 sigurs. „Mér fannst ekkert líkt með þessum leik og hinum leikjunum. Vorum betra liðið á vellinum í 90 mínútur, fengum urmul af dauðafærum og þeir skapa ekki færi, eiga tvö mörk úr langskotum sem einhvern veginn leka inn“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, svekktur í bragði strax að leik loknum. Bæði mörkin sem Breiðablik fékk á sig voru heldur klaufaleg. Í fyrra skiptið fór skot af varnarmanni og í átt að miðju markinu, Anton Ari blindaðist í sólinni og missti af boltanum. Það var svo sofandaháttur í öftustu línu þegar Eran Zahavi setti seinna markið. „Seinna markið er gríðarlega dapurt að fá á sig, við eigum sjálfir innkast og köstum beint á þá. Töpum tveimur návígum í leiðinni en þetta var flott skot og held ég alveg óverjandi. Í fyrra markinu, ef ég sá þetta rétt, þá hefði Viktor Karl getað gert aðeins betri árás í boltann en það kemur eitthvað 'deflection', sólin er neðarlega og boltinn lekur inn. Mjög ódýrt mark.“ Hávær mótmæli voru fyrir utan Kópavogsvöll fyrir leik og á meðan honum stóð. Dan Biton fagnaði marki sínu með því að flagga ísraelska fánanum. Breiðablik kaus að taka enga afstöðu í málinu og halda pólitíkinni utan vallar. „Þú ert að spyrja kolvitlausan mann að því [hvers vegna engin yfirlýsing kom frá félaginu eða leikmönnum]. Það er ekki í mínum verkahring að gefa út yfirlýsingar um leiki á vegum UEFA.“ Nú eru tvær vikur í næsta leik hjá Breiðablik og síðasta leiknum í Sambandsdeildinni á þessu tímabili. Breiðablik ferðast til Póllands og mætir þar úkraínska liðinu Zorya Luhansk 14. desember næstkomandi. „Reynum að halda mönnum við efnið, æfum og spilum vonandi einn æfingaleik. Svo förum við til Póllands og reynum að ná í úrslit þar“ sagði Halldór að lokum. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Maccabi 1-2 | Hársbreidd frá fyrsta stiginu Breiðablik komst hársbreidd frá sínu fyrsta stigi í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar eftir stórfína frammistöðu á Kópavogsvelli, en tapaði leiknum á endanum 1-2 gegn Maccabi Tel Aviv. 30. nóvember 2023 12:15 Sjáðu mörkin á Kópavogsvelli Breiðablik laut í lægra haldi fyrir Maccabi Tel Aviv, 1-2, þegar liðin áttust við í Sambandsdeild Evrópu á Kópavogsvelli í dag. 30. nóvember 2023 15:34 Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Sjá meira
„Mér fannst ekkert líkt með þessum leik og hinum leikjunum. Vorum betra liðið á vellinum í 90 mínútur, fengum urmul af dauðafærum og þeir skapa ekki færi, eiga tvö mörk úr langskotum sem einhvern veginn leka inn“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, svekktur í bragði strax að leik loknum. Bæði mörkin sem Breiðablik fékk á sig voru heldur klaufaleg. Í fyrra skiptið fór skot af varnarmanni og í átt að miðju markinu, Anton Ari blindaðist í sólinni og missti af boltanum. Það var svo sofandaháttur í öftustu línu þegar Eran Zahavi setti seinna markið. „Seinna markið er gríðarlega dapurt að fá á sig, við eigum sjálfir innkast og köstum beint á þá. Töpum tveimur návígum í leiðinni en þetta var flott skot og held ég alveg óverjandi. Í fyrra markinu, ef ég sá þetta rétt, þá hefði Viktor Karl getað gert aðeins betri árás í boltann en það kemur eitthvað 'deflection', sólin er neðarlega og boltinn lekur inn. Mjög ódýrt mark.“ Hávær mótmæli voru fyrir utan Kópavogsvöll fyrir leik og á meðan honum stóð. Dan Biton fagnaði marki sínu með því að flagga ísraelska fánanum. Breiðablik kaus að taka enga afstöðu í málinu og halda pólitíkinni utan vallar. „Þú ert að spyrja kolvitlausan mann að því [hvers vegna engin yfirlýsing kom frá félaginu eða leikmönnum]. Það er ekki í mínum verkahring að gefa út yfirlýsingar um leiki á vegum UEFA.“ Nú eru tvær vikur í næsta leik hjá Breiðablik og síðasta leiknum í Sambandsdeildinni á þessu tímabili. Breiðablik ferðast til Póllands og mætir þar úkraínska liðinu Zorya Luhansk 14. desember næstkomandi. „Reynum að halda mönnum við efnið, æfum og spilum vonandi einn æfingaleik. Svo förum við til Póllands og reynum að ná í úrslit þar“ sagði Halldór að lokum.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Maccabi 1-2 | Hársbreidd frá fyrsta stiginu Breiðablik komst hársbreidd frá sínu fyrsta stigi í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar eftir stórfína frammistöðu á Kópavogsvelli, en tapaði leiknum á endanum 1-2 gegn Maccabi Tel Aviv. 30. nóvember 2023 12:15 Sjáðu mörkin á Kópavogsvelli Breiðablik laut í lægra haldi fyrir Maccabi Tel Aviv, 1-2, þegar liðin áttust við í Sambandsdeild Evrópu á Kópavogsvelli í dag. 30. nóvember 2023 15:34 Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Maccabi 1-2 | Hársbreidd frá fyrsta stiginu Breiðablik komst hársbreidd frá sínu fyrsta stigi í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar eftir stórfína frammistöðu á Kópavogsvelli, en tapaði leiknum á endanum 1-2 gegn Maccabi Tel Aviv. 30. nóvember 2023 12:15
Sjáðu mörkin á Kópavogsvelli Breiðablik laut í lægra haldi fyrir Maccabi Tel Aviv, 1-2, þegar liðin áttust við í Sambandsdeild Evrópu á Kópavogsvelli í dag. 30. nóvember 2023 15:34