Leikur liðanna hefst klukkan eitt á morgun á Kópavogsvelli en Breiðablik á ekki möguleika á því að komast upp úr sínum riðli á meðan að Maccabi Tel Aviv er í harðri baráttu um að tryggja sér sæti í útsláttarkeppninni.
Hins vegar eru rúmar 70 milljónir í boði fyrir hvern sigurleik í Sambandsdeildinni þetta tímabilið og því til mikils að vinna fyrir Breiðablik í leiknum.