Engin draumabyrjun á þreifingum Wilders Ólafur Björn Sverrisson skrifar 28. nóvember 2023 00:23 Geert Wilders ætlar sér að verða forsætisráðherra Hollands. getty Hægrimaðurinn Geert Wilders, sigurvegari nýafstaðinna hollenskra þingkosninga, viðurkennir að stjórnarmyndunarviðræður hafi ekki hafist á neinni „draumabyrjun“. Flokkur Wilders, PPV eða Frelsisflokkurinn, var ótvíræður sigurvegari kosninganna og hlaut langflest þingsæti, 37 af 150. Wilders hefur verið umdeildur vegna afdráttarlausra yfirlýsinga sem varða innflytjendur og trúmál í landinu. Í kjölfar kosninga er venjan í hollenskum stjórnmálum að ráða sér einskonar umboðsmann til að þreifa fyrir sér í stjórnarmyndunarviðræðum. Eftir sigurinn valdi Wilders Frelsislfokksþingmanninn Gom van Strien til að gegna þeirri stöðu. Um helgina birti hollenska dagblaðið NRC Handelsblad hins vegar ásakanir Utrecht holdings á hendur nokkurra einstaklinga, þar á meðal van Strien, um svikastarfsemi tengd dótturfélögum Utrecht háskólans. Van Strien hefur hafnað öllum ásökunum en sagði af sér hlutverkinu engu að síður. Í samtali við hollenska fjölmiðla viðurkenndi Wilders að byrjunin væri ekki „draumabyrjun,“ og gagnrýndi van Strien fyrir að hafa ekki upplýst hann um fyrrgreinda stöðu. Stjórnarmyndun í Hollandi tekur vanalega nokkra mánuði og því er ekki óvenjulegt að viðræðurnar séu litaðar af alls kyns pólitík. Wilders, sem hefur heitið því að verða forsætisráðherra landsins, kveðst nú munu finna nýjan mann í hlutverk umboðsmanns „sem er fjarri pólitík,“en það fellur væntanlega í hans hlut að leiða fyrstu fundi með Wilders og leiðtoga Vinstri grænna og verkamannaflokksins, Frans Timmermanns leiðtoga VVD-flokksins og leiðtoga frjálslyndra demókrata D66, Rob Jetten. Holland Tengdar fréttir Ekki lengur hægt að hunsa Frelsisflokkinn sem „muni stjórna“ „Það er ekki lengur hægt að hunsa PVV [Frelsisflokkinn]. Við munum stjórna.“ Þetta sagði Geert Wilders, leiðtogi Frelsisflokksins, eftir að ljóst var að flokkurinn hefði unnið stórsigur í hollensku þingkosningunum sem fram fór í gær. 23. nóvember 2023 08:41 Útgönguspár: Geert Wilders sigurvegari í Hollandi Frelsisflokkur Geert Wilders er með flest þingsæti eftir þingkosningar í Hollandi í dag miðað við útgönguspár. Flokkurinn er lengst til hægri á pólitísku litrófi hollenskra stjórnmálaflokka og hefur Geert löngum barist gegn „íslamsvæðingu“ landsins. 22. nóvember 2023 21:47 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Flokkur Wilders, PPV eða Frelsisflokkurinn, var ótvíræður sigurvegari kosninganna og hlaut langflest þingsæti, 37 af 150. Wilders hefur verið umdeildur vegna afdráttarlausra yfirlýsinga sem varða innflytjendur og trúmál í landinu. Í kjölfar kosninga er venjan í hollenskum stjórnmálum að ráða sér einskonar umboðsmann til að þreifa fyrir sér í stjórnarmyndunarviðræðum. Eftir sigurinn valdi Wilders Frelsislfokksþingmanninn Gom van Strien til að gegna þeirri stöðu. Um helgina birti hollenska dagblaðið NRC Handelsblad hins vegar ásakanir Utrecht holdings á hendur nokkurra einstaklinga, þar á meðal van Strien, um svikastarfsemi tengd dótturfélögum Utrecht háskólans. Van Strien hefur hafnað öllum ásökunum en sagði af sér hlutverkinu engu að síður. Í samtali við hollenska fjölmiðla viðurkenndi Wilders að byrjunin væri ekki „draumabyrjun,“ og gagnrýndi van Strien fyrir að hafa ekki upplýst hann um fyrrgreinda stöðu. Stjórnarmyndun í Hollandi tekur vanalega nokkra mánuði og því er ekki óvenjulegt að viðræðurnar séu litaðar af alls kyns pólitík. Wilders, sem hefur heitið því að verða forsætisráðherra landsins, kveðst nú munu finna nýjan mann í hlutverk umboðsmanns „sem er fjarri pólitík,“en það fellur væntanlega í hans hlut að leiða fyrstu fundi með Wilders og leiðtoga Vinstri grænna og verkamannaflokksins, Frans Timmermanns leiðtoga VVD-flokksins og leiðtoga frjálslyndra demókrata D66, Rob Jetten.
Holland Tengdar fréttir Ekki lengur hægt að hunsa Frelsisflokkinn sem „muni stjórna“ „Það er ekki lengur hægt að hunsa PVV [Frelsisflokkinn]. Við munum stjórna.“ Þetta sagði Geert Wilders, leiðtogi Frelsisflokksins, eftir að ljóst var að flokkurinn hefði unnið stórsigur í hollensku þingkosningunum sem fram fór í gær. 23. nóvember 2023 08:41 Útgönguspár: Geert Wilders sigurvegari í Hollandi Frelsisflokkur Geert Wilders er með flest þingsæti eftir þingkosningar í Hollandi í dag miðað við útgönguspár. Flokkurinn er lengst til hægri á pólitísku litrófi hollenskra stjórnmálaflokka og hefur Geert löngum barist gegn „íslamsvæðingu“ landsins. 22. nóvember 2023 21:47 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Ekki lengur hægt að hunsa Frelsisflokkinn sem „muni stjórna“ „Það er ekki lengur hægt að hunsa PVV [Frelsisflokkinn]. Við munum stjórna.“ Þetta sagði Geert Wilders, leiðtogi Frelsisflokksins, eftir að ljóst var að flokkurinn hefði unnið stórsigur í hollensku þingkosningunum sem fram fór í gær. 23. nóvember 2023 08:41
Útgönguspár: Geert Wilders sigurvegari í Hollandi Frelsisflokkur Geert Wilders er með flest þingsæti eftir þingkosningar í Hollandi í dag miðað við útgönguspár. Flokkurinn er lengst til hægri á pólitísku litrófi hollenskra stjórnmálaflokka og hefur Geert löngum barist gegn „íslamsvæðingu“ landsins. 22. nóvember 2023 21:47