Brotkast og Nútíminn í eina sæng Jakob Bjarnar skrifar 27. nóvember 2023 13:08 Atli Már og Frosti saman á skrifstofunni. Þarna er nýr fjölmiðill í burðarliðnum sem byggir á gömlum merg. vísir/vilhelm Frosti Logason hefur tekið að sér ritstjórn Nútímans. Hann er jafnframt skráður ábyrgðarmaður vefsins, er með einn blaðamann sér við hlið, Atla Má Gylfason, og saman ætla þeir að segja viðteknum fréttaflutningi stríð á hendur. „Eigandi vefsins vildi gera eitthvað meira úr vefnum og fá eitthvað líf í hann. Hann hefur verið í lægð og dvala. Við ákváðum að gera úr honum og Brotkasti samstarfseiningu, þannig að miðlarnir vinna saman. Þar höldum við áfram að flytja fréttir úr þeim afkimum, með þeim hætti sem hefðbundnir fjölmiðlar vilja síður snerta við,“ segir Frosti. Brotkast er safn hlaðvarpa þar sem tekinn hefur verið hörð afstaða gegn því sem nefnt hefur verið rétttrúnaður. Frosti segir kveða svo rammt að þessu í flestum miðlum að myndin sem lesendur/áhorfendur fá sé bjöguð og stundum er um hreinar og klárar rangfærslur að ræða að hans mati. „Sannleikurinn er það eina sem stendur upp úr hjá okkur og við leyfum ríkjandi tískuhugmyndum ekki að hafa áhrif á okkar sjónahorn. Við verðum, eins og aðrir, varir við það að fjölmiðlar hafa þurft að skipa sér á ákveðna bása til að styggja ekki hópa sem fara með málefnalegt vald á umræðunni. Við erum hins vegar algjörlega frjáls undan því oki og látum engan stýra hugsunum okkar,“ segir Frosti. Heftir meginstraumsmiðlar Hann bætir því við að lesendur Nútímans sé fólkið í landinu og þeir séu fyrir þau, fyrst og síðast. Hlutirnir gerast hratt á vettvangi fjölmiðlanna um þessar mundir. Brotkast, sem er safn hlaðvarpa, var stofnað fyrir tíu mánuðum síðan og hafa viðtökurnar farið fram úr björtustu vonum. „Við verðum með hefðbundnar fréttir en þarna verða Brotkast-áherslur,“ segir Frosti. Frosti ritstýrir Nútímanum auk þess að sjá um Brotkastið en þar er hann með tvö hlaðvörp: Harmageddon og Spjallið með Frosta Logasyni. Hann ætlar ekki að láta þetta bitna á „þriðju vaktinni“.vísir/vilhelm Þér finnst greinilega sitthvað athugavert við þá blaðamennsku sem er í boði? „Já. Mér hefur fundist fjölmiðlar heftir, skrúfaðir inn í ákveðna rétttrúnaðarlínu þannig að við reynum að fara í mál sem okkur finnst að hinir hefðbundnu fjölmiðlar treysti sér ekki til að snerta á.“ Atli Már Gylfason er gamall í hettunni, hefur starfað við blaðamennsku með hléum í um tuttugu ár. „Hann er hamhleypa og við erum að vinna þetta saman. Sem stendur erum við bara tveir saman hér á skrifstofunni. Enda er það alveg nóg þegar menn eru frjóir og hugmyndaríkir. Og skynja hvað skiptir máli og frá hverju þarf að segja.“ Hugsar um þjóðfélagsmál allan liðlangan daginn Atli Már hefur skilgreint sig sem tabloid-blaðamann. „Við erum þar líka. Ritstjórnarstefnan er þá sú að vilja að eitt gangi yfir alla og ekki séu einhverjir hópar á VIP-passa eins og hefur orðið.“ Atli Már lætur sér fátt fyrir brjósti brenna en frá því hann hóf störf hefur hann skilgreint sig sem tabloid-blaðamann.vísir/vilhelm Hefurðu tíma í að sinna þessu samhliða hinu? „Von að spurt sé. Ég þarf að sækja börnin á leikskólann klukkan fjögur, en frá níu til fjögur reyni ég að láta þetta ganga. Við erum með þetta á sama stað og Brotkastið í Ármúlanum og þetta vinnur vel saman. Ég er að hugsa um þjóðfélagsmál allan liðlangan daginn þannig að álagið eykst ekki hvað það varðar. Atli Már hamrar á lyklaborðið meðan ég held utan um þetta. Við finnum tíma í þetta.“ Nútíminn er hundrað prósent í eigu Sigríður Dagnýjar Sigurbjörnsdóttur. Hún er einnig eigandi Birtings en sú starfsemi er algjörlega ótengd þessari, að sögn Frosta. Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tímamót Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Sjá meira
„Eigandi vefsins vildi gera eitthvað meira úr vefnum og fá eitthvað líf í hann. Hann hefur verið í lægð og dvala. Við ákváðum að gera úr honum og Brotkasti samstarfseiningu, þannig að miðlarnir vinna saman. Þar höldum við áfram að flytja fréttir úr þeim afkimum, með þeim hætti sem hefðbundnir fjölmiðlar vilja síður snerta við,“ segir Frosti. Brotkast er safn hlaðvarpa þar sem tekinn hefur verið hörð afstaða gegn því sem nefnt hefur verið rétttrúnaður. Frosti segir kveða svo rammt að þessu í flestum miðlum að myndin sem lesendur/áhorfendur fá sé bjöguð og stundum er um hreinar og klárar rangfærslur að ræða að hans mati. „Sannleikurinn er það eina sem stendur upp úr hjá okkur og við leyfum ríkjandi tískuhugmyndum ekki að hafa áhrif á okkar sjónahorn. Við verðum, eins og aðrir, varir við það að fjölmiðlar hafa þurft að skipa sér á ákveðna bása til að styggja ekki hópa sem fara með málefnalegt vald á umræðunni. Við erum hins vegar algjörlega frjáls undan því oki og látum engan stýra hugsunum okkar,“ segir Frosti. Heftir meginstraumsmiðlar Hann bætir því við að lesendur Nútímans sé fólkið í landinu og þeir séu fyrir þau, fyrst og síðast. Hlutirnir gerast hratt á vettvangi fjölmiðlanna um þessar mundir. Brotkast, sem er safn hlaðvarpa, var stofnað fyrir tíu mánuðum síðan og hafa viðtökurnar farið fram úr björtustu vonum. „Við verðum með hefðbundnar fréttir en þarna verða Brotkast-áherslur,“ segir Frosti. Frosti ritstýrir Nútímanum auk þess að sjá um Brotkastið en þar er hann með tvö hlaðvörp: Harmageddon og Spjallið með Frosta Logasyni. Hann ætlar ekki að láta þetta bitna á „þriðju vaktinni“.vísir/vilhelm Þér finnst greinilega sitthvað athugavert við þá blaðamennsku sem er í boði? „Já. Mér hefur fundist fjölmiðlar heftir, skrúfaðir inn í ákveðna rétttrúnaðarlínu þannig að við reynum að fara í mál sem okkur finnst að hinir hefðbundnu fjölmiðlar treysti sér ekki til að snerta á.“ Atli Már Gylfason er gamall í hettunni, hefur starfað við blaðamennsku með hléum í um tuttugu ár. „Hann er hamhleypa og við erum að vinna þetta saman. Sem stendur erum við bara tveir saman hér á skrifstofunni. Enda er það alveg nóg þegar menn eru frjóir og hugmyndaríkir. Og skynja hvað skiptir máli og frá hverju þarf að segja.“ Hugsar um þjóðfélagsmál allan liðlangan daginn Atli Már hefur skilgreint sig sem tabloid-blaðamann. „Við erum þar líka. Ritstjórnarstefnan er þá sú að vilja að eitt gangi yfir alla og ekki séu einhverjir hópar á VIP-passa eins og hefur orðið.“ Atli Már lætur sér fátt fyrir brjósti brenna en frá því hann hóf störf hefur hann skilgreint sig sem tabloid-blaðamann.vísir/vilhelm Hefurðu tíma í að sinna þessu samhliða hinu? „Von að spurt sé. Ég þarf að sækja börnin á leikskólann klukkan fjögur, en frá níu til fjögur reyni ég að láta þetta ganga. Við erum með þetta á sama stað og Brotkastið í Ármúlanum og þetta vinnur vel saman. Ég er að hugsa um þjóðfélagsmál allan liðlangan daginn þannig að álagið eykst ekki hvað það varðar. Atli Már hamrar á lyklaborðið meðan ég held utan um þetta. Við finnum tíma í þetta.“ Nútíminn er hundrað prósent í eigu Sigríður Dagnýjar Sigurbjörnsdóttur. Hún er einnig eigandi Birtings en sú starfsemi er algjörlega ótengd þessari, að sögn Frosta.
Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tímamót Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Sjá meira