Staðráðin í að snúa aftur „hvað sem það kostar“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. nóvember 2023 19:52 Magni Freyr Emilsson ásamt börnum. Þau eru staðráðin í að snúa aftur til Grindavíkur. vísir/Steingrímur Dúi Grindvíkingar fengu að fara með flutningabíla inn í bæinn í dag, til að vitja fleiri muna en þeirra nauðsynja sem þeir hafa hingað til getað sótt. Þeir íbúar sem fréttastofa hitti á eru staðráðnir í að Hflytja aftur heim. Hugsanlegt er að hluti kvikunnar undir bænum sé storknaður. Umferðin um Grindavík var minni í dag en oft áður þegar íbúum hefur verið hleypt inn í bæinn. Sú breyting var gerð í dag að íbúum er heimilað að koma með stóra flutningabíla tli að ferja búslóðir sínar. Fréttastofa hitti fyrir hjón í Grindavík sem voru að sækja stærri muni af heimili sínu og fara með upp í sendiferðabíl. „Sófasettið, borð, arininn og eitthvað smotterí til að bjarga sér,“ segir Hrafnhildur Björnsdóttir. Hjónin hafa haldið til í sumarbústað á Bifröst fram að þessu, en munu nú leigja í Garði, en Hrafnhildur starfar í Keflavík. Þetta er það allra helsta, þið eruð ekki að hreinsa út af heimilinu? „Það er ekki pláss fyrir allt dótið á nýja staðnum, en við ætlum líka aftur heim. Það er planið.“ Hrafnhlidur ásamt hundi sínum.vísir/Steingrímur Dúi Það sé skrýtið að vita ekki hvenær aftur verði hægt að búa í Grindavík. Þetta gerist náttúrulega svolítið hratt, og kannski varð þetta meira en flestir áttu von á. En jú, það er skrýtið að sjá ekki nágranna sína og allt iðandi af lífi í þessum flotta bæ. Það vonandi verður bara í lagi seinna.“ Magni Freyr Emilsson var í bænum ásamt börnum sínum þar sem hann var að ná í atvinnutæki og líta á heimilið. Spurður hvernig staðan á heimilinu sé segir Magni: „Hún er bara þokkalega góð, það er rennandi vatn. Ég var glaður að sjá að það kom ekkert gruggugt eða brúnt vatn. Ástandið á bænum í dag.vísir/Steingrímur Dúi Þrátt fyrir ástandið er hann bjartsýnn á framtíðina. „Þetta er ákveðin æfing í æðruleysi og þolinmæði,“ segir Magni sem dvelur nú í Reykjavík í íbúð hjá frændfólki. „Ég er staðráðinn í að koma aftur og verja mínum tíma í þessu húsi, hvað sem það kostar.“ Vísindamenn telja nú að kvikan í ganginum undir Grindavík sé storknuð að hluta. Því megi ætla að líkurnar á gosi fari dvínandi eftir því sem dagarnir líða. Aflögun mælist þó enn við sigdalinn í Grindavík, en hreyfingin sé mun minni en áður. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Umferðin um Grindavík var minni í dag en oft áður þegar íbúum hefur verið hleypt inn í bæinn. Sú breyting var gerð í dag að íbúum er heimilað að koma með stóra flutningabíla tli að ferja búslóðir sínar. Fréttastofa hitti fyrir hjón í Grindavík sem voru að sækja stærri muni af heimili sínu og fara með upp í sendiferðabíl. „Sófasettið, borð, arininn og eitthvað smotterí til að bjarga sér,“ segir Hrafnhildur Björnsdóttir. Hjónin hafa haldið til í sumarbústað á Bifröst fram að þessu, en munu nú leigja í Garði, en Hrafnhildur starfar í Keflavík. Þetta er það allra helsta, þið eruð ekki að hreinsa út af heimilinu? „Það er ekki pláss fyrir allt dótið á nýja staðnum, en við ætlum líka aftur heim. Það er planið.“ Hrafnhlidur ásamt hundi sínum.vísir/Steingrímur Dúi Það sé skrýtið að vita ekki hvenær aftur verði hægt að búa í Grindavík. Þetta gerist náttúrulega svolítið hratt, og kannski varð þetta meira en flestir áttu von á. En jú, það er skrýtið að sjá ekki nágranna sína og allt iðandi af lífi í þessum flotta bæ. Það vonandi verður bara í lagi seinna.“ Magni Freyr Emilsson var í bænum ásamt börnum sínum þar sem hann var að ná í atvinnutæki og líta á heimilið. Spurður hvernig staðan á heimilinu sé segir Magni: „Hún er bara þokkalega góð, það er rennandi vatn. Ég var glaður að sjá að það kom ekkert gruggugt eða brúnt vatn. Ástandið á bænum í dag.vísir/Steingrímur Dúi Þrátt fyrir ástandið er hann bjartsýnn á framtíðina. „Þetta er ákveðin æfing í æðruleysi og þolinmæði,“ segir Magni sem dvelur nú í Reykjavík í íbúð hjá frændfólki. „Ég er staðráðinn í að koma aftur og verja mínum tíma í þessu húsi, hvað sem það kostar.“ Vísindamenn telja nú að kvikan í ganginum undir Grindavík sé storknuð að hluta. Því megi ætla að líkurnar á gosi fari dvínandi eftir því sem dagarnir líða. Aflögun mælist þó enn við sigdalinn í Grindavík, en hreyfingin sé mun minni en áður.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira