„Í orðsins fyllstu merkingu dýraníð“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 25. nóvember 2023 08:09 Inga Sæland hefur barist hart á móti blóðmerahaldi. Vísir/Vilhelm Þýsk og svissnesk dýraverndarsamtök segja fylfullar hryssur undir miklu álagi og enn sæta ofbeldi þegar tekið er úr þeim blóð. Inga Sæland hefur lagt fram bann við blómerahaldi í fjórða sinn, en segist vonast til þess að ný reglugerð ESB verði til þess að það verði í síðasta sinn. Í myndefni sem fullyrt er að tekið hafi verið í sumar sést meðal annars að sparkað er í snoppu hryssu sem stendur óróleg í bás við blóðtöku. Frumvarp um bann við blóðmerahaldi hefur verið lagt fram á Alþingi í fjórða sinn. Í nýrri umsögn Ísteka sem framleiðir frjósemislyf úr merarblóði segir að fyrirtækið sé undir ströngu eftirliti og álag á dýrin sé í raun minna en á annan búfénað. Það sæti furðu að fordómafull umræða sé drifin áfram af kjörnum fulltrúum Alþingis. Rætt var við Ingu Sæland, þingmann og formann Flokks fólksins, í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Inga er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins um bann við blómerahaldi. Inga segir forsvarsmenn Ísteks verja sína eigin hagsmuni með umsögninni. „Það liggur náttúrulega á borðinu. En það góða er að ég býst við að þurfa ekki að leggja þetta frumvarp fram oftar með tilliti til þeirrar nýju reglugerðar sem er að taka gildi núna.“ Inga vísar til nýrrar reglugerðar ESB þar sem strangari skilyrði eru sett um starfsemina. Ekki eigi að nota dýr í vísindatilgangi Starfshópur á vegum matvælaráðuneytisins gaf út skýrslu í fyrra þar sem farið var ígrundað yfir þessa starfsemi. Ein af þeim niðurstöðum sem komist var að var að blóðmerahald væri í raun ekki verra en annað búfjárhald og þar var sagt að líta þurfi til jafnræðis á milli atvinnuvega í sveitum landsins. Inga telur þó svo ekki vera að allt búfjárhald sé undir, verði blóðmerahald bannað. Starfsemin sé algjörlega sérstaks eðlis og til að mynda sé tekið fyrir nákvæmlega þá iðju í fyrstu málsgrein tíundu greinar nýju reglugerðarinnar. „Þar segir að það eigi ekki að nota dýr í neinum vísindatilgangi eða neinum öðrum tilgangi ef þú getur náð þeim markmiðum sem að er stefnt með til dæmis staðkvæmnislyfjum eins og í þessu tilfelli eru til. það eru til mýmörg staðkvæmnislyf sem bera sömu virkni og PMSG. Þess vegna er ég að vonast til að ég þurfi ekki að mæla fyrir þessu frumvarpi einu sinni enn, og hvorki forstjóri Ístek eða nokkur annar gerir okkur upp skoðanir um það hvað okkur þykir óviðhlýtandi og í orðsins fyllstu merkingu dýraníð. Og þar mun eg alltaf vera varðandi þetta iðju.“ ESB reglugerðin tekur í raun við af reglugerð sem féll úr gildi 1.nóvember. Þessi reglugerð setur strangari skilyrði um þessa starfsemi. Þar er talað um dýr sem notuð eru í vísindaskyni og blóðmerahaldið fellur undir það, það þarf að sækja um starfsleyfi og annað. Heldurðu að þetta leggist af eða er ekki nóg að vera með þessa reglugerð? „Það er ekkert starfsleyfi sem hægt er að sækja um þegar hún er skýr um hvað þarf að liggja til grundvallar. Í þessu tilfelli er verið að taka blóð til að búa til efni sem þegar er framleitt og er með sömu virkni og úr blessuðum dýrunum, þannig að það á ekki að taka dýr og eins og ég segi, níðast á þeim til að framleiða efni sem þegar er til staðar og hægt er að ná fram með mun mildari og öðrum hætti,“ segir Inga Sæland. Blóðmerahald Landbúnaður Flokkur fólksins Tengdar fréttir Segjast munu sækja bætur vegna breytinga á reglum um blóðmerahald Bændasamtökin hafa gert og sent matvælaráðuneytinu formlega athugasemd fyrir hönd þeirra félagsmanna sem stunda blóðmerahald við þá ákvörðun stjórnvalda að fella niður reglugerð um blóðtöku úr fylfullum hryssum og fella starfsemina undir reglugerð um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. 2. nóvember 2023 12:49 Hryssa hafi verið stungin á barka og margar drepist Í yfirlýsingu Dýraverndarsambands Íslands segir að því hafi borist áreiðanlegar upplýsingar um að mun fleiri hryssur en átta hafi drepist í tengslum við blóðtöku í fyrra. Á að minnsta kosti tíu bæjum hafi ein hryssa eða fleiri drepist í tengslum við blóðtöku og á einum af þessum bæjum fjórar hryssur. 26. júlí 2023 21:48 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Sjá meira
Í myndefni sem fullyrt er að tekið hafi verið í sumar sést meðal annars að sparkað er í snoppu hryssu sem stendur óróleg í bás við blóðtöku. Frumvarp um bann við blóðmerahaldi hefur verið lagt fram á Alþingi í fjórða sinn. Í nýrri umsögn Ísteka sem framleiðir frjósemislyf úr merarblóði segir að fyrirtækið sé undir ströngu eftirliti og álag á dýrin sé í raun minna en á annan búfénað. Það sæti furðu að fordómafull umræða sé drifin áfram af kjörnum fulltrúum Alþingis. Rætt var við Ingu Sæland, þingmann og formann Flokks fólksins, í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Inga er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins um bann við blómerahaldi. Inga segir forsvarsmenn Ísteks verja sína eigin hagsmuni með umsögninni. „Það liggur náttúrulega á borðinu. En það góða er að ég býst við að þurfa ekki að leggja þetta frumvarp fram oftar með tilliti til þeirrar nýju reglugerðar sem er að taka gildi núna.“ Inga vísar til nýrrar reglugerðar ESB þar sem strangari skilyrði eru sett um starfsemina. Ekki eigi að nota dýr í vísindatilgangi Starfshópur á vegum matvælaráðuneytisins gaf út skýrslu í fyrra þar sem farið var ígrundað yfir þessa starfsemi. Ein af þeim niðurstöðum sem komist var að var að blóðmerahald væri í raun ekki verra en annað búfjárhald og þar var sagt að líta þurfi til jafnræðis á milli atvinnuvega í sveitum landsins. Inga telur þó svo ekki vera að allt búfjárhald sé undir, verði blóðmerahald bannað. Starfsemin sé algjörlega sérstaks eðlis og til að mynda sé tekið fyrir nákvæmlega þá iðju í fyrstu málsgrein tíundu greinar nýju reglugerðarinnar. „Þar segir að það eigi ekki að nota dýr í neinum vísindatilgangi eða neinum öðrum tilgangi ef þú getur náð þeim markmiðum sem að er stefnt með til dæmis staðkvæmnislyfjum eins og í þessu tilfelli eru til. það eru til mýmörg staðkvæmnislyf sem bera sömu virkni og PMSG. Þess vegna er ég að vonast til að ég þurfi ekki að mæla fyrir þessu frumvarpi einu sinni enn, og hvorki forstjóri Ístek eða nokkur annar gerir okkur upp skoðanir um það hvað okkur þykir óviðhlýtandi og í orðsins fyllstu merkingu dýraníð. Og þar mun eg alltaf vera varðandi þetta iðju.“ ESB reglugerðin tekur í raun við af reglugerð sem féll úr gildi 1.nóvember. Þessi reglugerð setur strangari skilyrði um þessa starfsemi. Þar er talað um dýr sem notuð eru í vísindaskyni og blóðmerahaldið fellur undir það, það þarf að sækja um starfsleyfi og annað. Heldurðu að þetta leggist af eða er ekki nóg að vera með þessa reglugerð? „Það er ekkert starfsleyfi sem hægt er að sækja um þegar hún er skýr um hvað þarf að liggja til grundvallar. Í þessu tilfelli er verið að taka blóð til að búa til efni sem þegar er framleitt og er með sömu virkni og úr blessuðum dýrunum, þannig að það á ekki að taka dýr og eins og ég segi, níðast á þeim til að framleiða efni sem þegar er til staðar og hægt er að ná fram með mun mildari og öðrum hætti,“ segir Inga Sæland.
Blóðmerahald Landbúnaður Flokkur fólksins Tengdar fréttir Segjast munu sækja bætur vegna breytinga á reglum um blóðmerahald Bændasamtökin hafa gert og sent matvælaráðuneytinu formlega athugasemd fyrir hönd þeirra félagsmanna sem stunda blóðmerahald við þá ákvörðun stjórnvalda að fella niður reglugerð um blóðtöku úr fylfullum hryssum og fella starfsemina undir reglugerð um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. 2. nóvember 2023 12:49 Hryssa hafi verið stungin á barka og margar drepist Í yfirlýsingu Dýraverndarsambands Íslands segir að því hafi borist áreiðanlegar upplýsingar um að mun fleiri hryssur en átta hafi drepist í tengslum við blóðtöku í fyrra. Á að minnsta kosti tíu bæjum hafi ein hryssa eða fleiri drepist í tengslum við blóðtöku og á einum af þessum bæjum fjórar hryssur. 26. júlí 2023 21:48 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Sjá meira
Segjast munu sækja bætur vegna breytinga á reglum um blóðmerahald Bændasamtökin hafa gert og sent matvælaráðuneytinu formlega athugasemd fyrir hönd þeirra félagsmanna sem stunda blóðmerahald við þá ákvörðun stjórnvalda að fella niður reglugerð um blóðtöku úr fylfullum hryssum og fella starfsemina undir reglugerð um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. 2. nóvember 2023 12:49
Hryssa hafi verið stungin á barka og margar drepist Í yfirlýsingu Dýraverndarsambands Íslands segir að því hafi borist áreiðanlegar upplýsingar um að mun fleiri hryssur en átta hafi drepist í tengslum við blóðtöku í fyrra. Á að minnsta kosti tíu bæjum hafi ein hryssa eða fleiri drepist í tengslum við blóðtöku og á einum af þessum bæjum fjórar hryssur. 26. júlí 2023 21:48