Newcastle United aftur á sigurbraut | Dramatík hjá Jóa Berg og félögum Aron Guðmundsson skrifar 25. nóvember 2023 16:55 Gordon skorar hér fjórða markið. Vísir/getty Newcastle komst aftur á sigrbraut í enska boltanum í dag er liðið lagði Chelsea á heimavelli. Mikil dramatík hjá Jóhanni Berg og félögum í Burnley. Fyrir leikinn var Newcastle í áttunda sæti deildarinnar með tuttugu stig á meðan Chelsea var í tíunda sætinu með sextán stig. Það voru heimamenn í Newcastle sem byrjuðu leikinn betur en á 13. mínútu leiksins sýndi ungstirnið Lewis Miley mikla yfirvegun rétt fyrir utan teig Chelsea þegar hann fékk boltann og þræddi honum í gegnum vörnina á Alexander Isak sem snéri með boltann áður en hann kláraði framhjá Sanchez í markinu. Staðan orðin 1-0. Það tók þó Chelsea ekki langan tíma að jafna leikinn en jöfnunarmarkið kom tíu mínum síðar eða á 23. mínútut. Þá fékk Chelsea aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Raheem Sterling tók spyrnuna og lyfti boltanum yfir vegginn og beint í netið á meðan Nick Pope var hreyfingarlaus á línunni. Staðan 1-1 og þannig var hún í hálfleik. Í seinni hálfleiknum fóru heimamenn upp um gír og var það ljóst heldur snemma að það var mark á leiðinni. Markið kom á 60. mínútu þegar Anthony Gordon átti frábæra fyrirgjöf inn á teig á fyrirliða sinn, Jamaal Lascelles, sem var einn á auðum sjó og stangaði boltann í netið. Þriðja mark Newcastle kom síðan aðeins nokkum sekúndum síðar og var það Joelinton sem skoraði það. Heimamenn voru ekki saddir því á 83. mínútu fékk Anthony Gordan frábæra sendingu inn fyrir vörn Chelsea og kom sér í fína stöðu áður en hann átti lúmskt skot að marki sem Sanchez náði ekki að verja og staðan því orðin 4-1. Fleiri mörk voru ekki skoruð en það var þó rautt spjald sem fór á loft en það var Reece James, fyrirliði Chelsea, sem fékk að líta það eftir að hafa fengið sitt annað gula spjald. Lokatölur 3-1 fyrir Newcastle. Fjórir aðrir leikir fóru fram í enska boltanum á sama tíma. Jóhann Berg og félagar í Burnley töpuðu á heldur dramatískan máta, Luton hafði betur gegn Crystal Palace, Bournemouth fór létt með Sheffield og Brighton vann nauman útisigur á Nottingham Forrest. Öll úrslit: Newcastle 4-1 Chelsea Burnley 1-2 West Ham Nottingham Forrest 2-3 Brighton Sheffield United 1-3 Bournemouth Luton 2-1 Crystal Palace Enski boltinn
Newcastle komst aftur á sigrbraut í enska boltanum í dag er liðið lagði Chelsea á heimavelli. Mikil dramatík hjá Jóhanni Berg og félögum í Burnley. Fyrir leikinn var Newcastle í áttunda sæti deildarinnar með tuttugu stig á meðan Chelsea var í tíunda sætinu með sextán stig. Það voru heimamenn í Newcastle sem byrjuðu leikinn betur en á 13. mínútu leiksins sýndi ungstirnið Lewis Miley mikla yfirvegun rétt fyrir utan teig Chelsea þegar hann fékk boltann og þræddi honum í gegnum vörnina á Alexander Isak sem snéri með boltann áður en hann kláraði framhjá Sanchez í markinu. Staðan orðin 1-0. Það tók þó Chelsea ekki langan tíma að jafna leikinn en jöfnunarmarkið kom tíu mínum síðar eða á 23. mínútut. Þá fékk Chelsea aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Raheem Sterling tók spyrnuna og lyfti boltanum yfir vegginn og beint í netið á meðan Nick Pope var hreyfingarlaus á línunni. Staðan 1-1 og þannig var hún í hálfleik. Í seinni hálfleiknum fóru heimamenn upp um gír og var það ljóst heldur snemma að það var mark á leiðinni. Markið kom á 60. mínútu þegar Anthony Gordon átti frábæra fyrirgjöf inn á teig á fyrirliða sinn, Jamaal Lascelles, sem var einn á auðum sjó og stangaði boltann í netið. Þriðja mark Newcastle kom síðan aðeins nokkum sekúndum síðar og var það Joelinton sem skoraði það. Heimamenn voru ekki saddir því á 83. mínútu fékk Anthony Gordan frábæra sendingu inn fyrir vörn Chelsea og kom sér í fína stöðu áður en hann átti lúmskt skot að marki sem Sanchez náði ekki að verja og staðan því orðin 4-1. Fleiri mörk voru ekki skoruð en það var þó rautt spjald sem fór á loft en það var Reece James, fyrirliði Chelsea, sem fékk að líta það eftir að hafa fengið sitt annað gula spjald. Lokatölur 3-1 fyrir Newcastle. Fjórir aðrir leikir fóru fram í enska boltanum á sama tíma. Jóhann Berg og félagar í Burnley töpuðu á heldur dramatískan máta, Luton hafði betur gegn Crystal Palace, Bournemouth fór létt með Sheffield og Brighton vann nauman útisigur á Nottingham Forrest. Öll úrslit: Newcastle 4-1 Chelsea Burnley 1-2 West Ham Nottingham Forrest 2-3 Brighton Sheffield United 1-3 Bournemouth Luton 2-1 Crystal Palace
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti