Elsta steinhús bæjarins ónýtt Árni Sæberg og Bjarki Sigurðsson skrifa 23. nóvember 2023 16:52 Gríðarlegar sprungur hafa myndast í húsinu. Stöð 2/Einar Elsta steinhús Grindavíkur er stórskemmt eftir hamfarir síðustu daga. Náttúruhamfaratrygging Íslands hefur beint því til íbúa þess að tæma það alveg. Þrjár fjölskyldur bjuggu í húsinu. Marta Karlsdóttir, íbúi að Víkurbraut 10 í Grindavík, segir að húsið hafi í gegnum árum sinnt ýmsum hlutverkum í bænum. Einar Einarsson kaupmaður í Garðhúsum hafi reist það á sínum tíma og þar hafi verið verslun fyrst um sinn. Síðan hafi verið þar niðursuðuverksmiðja og loks íbúðir fyrir mikinn fjölda Grindvíkinga. Húsið við Víkurbraut.Vísir/Einar Fréttamaður ræddi við Mörtu fyrr í dag þegar verið var að tæma allar eigur fjölskyldu hennar úr húsinu. Hún segir að Náttúruhamfaratrygging hafi haft samband við íbúa hússins og sagt að húsið hefði verið metið svo að það þyrfti að tæma. Þó hafi það ekki verið metið ónýtt að svo stöddu en hún búist staðfastlega við því að svo fari. Hún voni þó að húsið fái að standa. „Það hefur mikið sögulegt gildi fyrir Grindavík. Ég vona að það sé eitthvað hægt að bjarga því.“ Ætluðu aldrei að flytja úr húsinu Marta segir að þrjár fjölskyldur búi í húsinu. Hún og maðurinn hennar, tengdamóðir hennar og mágur hennar og svilkona. „Við ætluðum ekkert að flytja. Aldrei. Maðurinn minn ólst hérna upp og eins Sigurður [bróðir hans]. Hann hefur aldrei búið annars staðar. Þetta er ótrúlega skrýtið, við ætluðum aldrei að fara. Þetta var bara okkar heimili þar til að við færum. Þannig að það eru miklar tilfinningar, það þarf að pakka þeim saman. Það er ótrúlega skrýtið að þurfa að tæma ævi sína á þremur tímum.“ Sér ekki fram á að flytja aftur í bæinn Ætlið þið að búa áfram í Grindavík? „Ég hef ekki neinn brjálæðislegan áhuga á því að búa áfram í Grindavík, í kjölfar þess sem er að gerast og á eftir að gerast, ég veit það ekki. Fyrst að það er búið að taka ákvörðun fyrir mig, að ég geti ekki komið til baka, þá hugsa ég að ég kaupi einhvers staðar annars staðar. Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Maður vill ekkert meira en að búa áfram á þessu heimili“ Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er einn fjölmargra Grindvíkinga sem fengu að fara heim til sín í dag að sækja verðmæti. Fulltrúar fréttastofu fengu að líta við hjá honum og sjá skemmdirnar. 23. nóvember 2023 14:22 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
Marta Karlsdóttir, íbúi að Víkurbraut 10 í Grindavík, segir að húsið hafi í gegnum árum sinnt ýmsum hlutverkum í bænum. Einar Einarsson kaupmaður í Garðhúsum hafi reist það á sínum tíma og þar hafi verið verslun fyrst um sinn. Síðan hafi verið þar niðursuðuverksmiðja og loks íbúðir fyrir mikinn fjölda Grindvíkinga. Húsið við Víkurbraut.Vísir/Einar Fréttamaður ræddi við Mörtu fyrr í dag þegar verið var að tæma allar eigur fjölskyldu hennar úr húsinu. Hún segir að Náttúruhamfaratrygging hafi haft samband við íbúa hússins og sagt að húsið hefði verið metið svo að það þyrfti að tæma. Þó hafi það ekki verið metið ónýtt að svo stöddu en hún búist staðfastlega við því að svo fari. Hún voni þó að húsið fái að standa. „Það hefur mikið sögulegt gildi fyrir Grindavík. Ég vona að það sé eitthvað hægt að bjarga því.“ Ætluðu aldrei að flytja úr húsinu Marta segir að þrjár fjölskyldur búi í húsinu. Hún og maðurinn hennar, tengdamóðir hennar og mágur hennar og svilkona. „Við ætluðum ekkert að flytja. Aldrei. Maðurinn minn ólst hérna upp og eins Sigurður [bróðir hans]. Hann hefur aldrei búið annars staðar. Þetta er ótrúlega skrýtið, við ætluðum aldrei að fara. Þetta var bara okkar heimili þar til að við færum. Þannig að það eru miklar tilfinningar, það þarf að pakka þeim saman. Það er ótrúlega skrýtið að þurfa að tæma ævi sína á þremur tímum.“ Sér ekki fram á að flytja aftur í bæinn Ætlið þið að búa áfram í Grindavík? „Ég hef ekki neinn brjálæðislegan áhuga á því að búa áfram í Grindavík, í kjölfar þess sem er að gerast og á eftir að gerast, ég veit það ekki. Fyrst að það er búið að taka ákvörðun fyrir mig, að ég geti ekki komið til baka, þá hugsa ég að ég kaupi einhvers staðar annars staðar.
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Maður vill ekkert meira en að búa áfram á þessu heimili“ Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er einn fjölmargra Grindvíkinga sem fengu að fara heim til sín í dag að sækja verðmæti. Fulltrúar fréttastofu fengu að líta við hjá honum og sjá skemmdirnar. 23. nóvember 2023 14:22 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
„Maður vill ekkert meira en að búa áfram á þessu heimili“ Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er einn fjölmargra Grindvíkinga sem fengu að fara heim til sín í dag að sækja verðmæti. Fulltrúar fréttastofu fengu að líta við hjá honum og sjá skemmdirnar. 23. nóvember 2023 14:22