Ekki lengur hægt að hunsa Frelsisflokkinn sem „muni stjórna“ Atli Ísleifsson skrifar 23. nóvember 2023 08:41 Geert Wilders var sigurreifur í gærkvöldi þegar ljóst var að Frelsisflokkur hans hefði unnið mikinn sigur. AP „Það er ekki lengur hægt að hunsa PVV [Frelsisflokkinn]. Við munum stjórna.“ Þetta sagði Geert Wilders, leiðtogi Frelsisflokksins, eftir að ljóst var að flokkurinn hefði unnið stórsigur í hollensku þingkosningunum sem fram fór í gær. Þegar búið er að telja nær öll atkvæði virðist sem að Frelsisflokkurinn, sem hefur lengi talað gegn straumi innflytjenda til Hollands og því sem hefur verið lýst sem „íslamsvæðingu“, hafi tryggt sér 37 þingsæti, mun fleiri en bandalag vinstriflokka og græningja sem hlaut næstflest atkvæði. Ljóst má vera að sigur Wilders og félaga hristir hressilega upp í hollenskum stjórnmálum, en nýr forsætisráðherra mun nú taka við embætti í landinu. Mark Rutte, formaður mið-hægriflokksins VVD, hefur gegnt embættinu síðustu þrettán ár, en í sumar greindi hann frá því að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri. Þó að Frelsisflokkurinn hafi unnið mikinn sigur er ekki ljóst hvort að flokkurinn nái að fá aðra flokka til liðs við sig til að mynda nýjan meirihluta. Í kosningabaráttunni útilokuðu leiðtogar allra stærstu flokkanna að starfa með PVV, en þó má vera að niðurstaða kosninganna og þessi óvænti og mikli sigur PVV komi til með að breyta því. Hundrað og fimmtíu þingmenn eiga sæti á hollenska þinginu og þarf því 76 þingmenn til að mynda meirihluta. Hinn sextugi Wilders, sem komst fyrst á þing fyrir 25 árum, hefur um árabil talað gegn straumi innflytjenda og talað fyrir því að „loka landamærunum“. Í frétt BBC segir að hann hafi þó lagt til hliðar loforð sitt um að banna Kóraninn. Wilders ávarpaði stuðningsmenn sína þar sem hann sagði hina mikla fjölgun þingmanna flokksins nú vera mikinn virðingarvott en að þessu fylgi líka mikil ábyrgð. Frank Timmermans er leiðtogi bandalags stærsta vinstri flokksins og græningja.EPA Frans Timmermans, leiðtogi vinstribandalagsins og fyrrverandi varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að hann muni ekki koma nálægt nýrri stjórn undir forystu Wilders. Hann sagði nauðsynlegt að verja hollenskt lýðræði og réttarríkið. „Við munum ekki snúa baki við neinum í Hollandi. Í Hollandi eru allir jafnir,“ sagði Timmermans. VVD, mið-hægriflokkur Rutte, sem Dilan Yesilgöz leiðir nú, varð þriðji stærsti flokkurinn og fékk 24 þingmenn kjörna og nýr flokkur Pieter Omtzigt, NSC, varð fjórði stærsti og hlaut tuttugu þingmenn. Í heildina virðist sem að fimmtán flokkar hafi náð mönnum inn á hollenska þingið. Holland Tengdar fréttir Útgönguspár: Geert Wilders sigurvegari í Hollandi Frelsisflokkur Geert Wilders er með flest þingsæti eftir þingkosningar í Hollandi í dag miðað við útgönguspár. Flokkurinn er lengst til hægri á pólitísku litrófi hollenskra stjórnmálaflokka og hefur Geert löngum barist gegn „íslamsvæðingu“ landsins. 22. nóvember 2023 21:47 Fá fyrsta nýja forsætisráðherrann í þrettán ár Hollendingar velja sér í dag nýja þingmenn og í kjölfarið tekur nýr forsætisráðherra við völdum í fyrsta sinn í þrettán ár. Alls berjast 1.128 frambjóðendur fyrir 26 stjórnmálaflokka keppast um 150 sæti í neðri deild hollenska þingsins. 22. nóvember 2023 13:37 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Þegar búið er að telja nær öll atkvæði virðist sem að Frelsisflokkurinn, sem hefur lengi talað gegn straumi innflytjenda til Hollands og því sem hefur verið lýst sem „íslamsvæðingu“, hafi tryggt sér 37 þingsæti, mun fleiri en bandalag vinstriflokka og græningja sem hlaut næstflest atkvæði. Ljóst má vera að sigur Wilders og félaga hristir hressilega upp í hollenskum stjórnmálum, en nýr forsætisráðherra mun nú taka við embætti í landinu. Mark Rutte, formaður mið-hægriflokksins VVD, hefur gegnt embættinu síðustu þrettán ár, en í sumar greindi hann frá því að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri. Þó að Frelsisflokkurinn hafi unnið mikinn sigur er ekki ljóst hvort að flokkurinn nái að fá aðra flokka til liðs við sig til að mynda nýjan meirihluta. Í kosningabaráttunni útilokuðu leiðtogar allra stærstu flokkanna að starfa með PVV, en þó má vera að niðurstaða kosninganna og þessi óvænti og mikli sigur PVV komi til með að breyta því. Hundrað og fimmtíu þingmenn eiga sæti á hollenska þinginu og þarf því 76 þingmenn til að mynda meirihluta. Hinn sextugi Wilders, sem komst fyrst á þing fyrir 25 árum, hefur um árabil talað gegn straumi innflytjenda og talað fyrir því að „loka landamærunum“. Í frétt BBC segir að hann hafi þó lagt til hliðar loforð sitt um að banna Kóraninn. Wilders ávarpaði stuðningsmenn sína þar sem hann sagði hina mikla fjölgun þingmanna flokksins nú vera mikinn virðingarvott en að þessu fylgi líka mikil ábyrgð. Frank Timmermans er leiðtogi bandalags stærsta vinstri flokksins og græningja.EPA Frans Timmermans, leiðtogi vinstribandalagsins og fyrrverandi varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að hann muni ekki koma nálægt nýrri stjórn undir forystu Wilders. Hann sagði nauðsynlegt að verja hollenskt lýðræði og réttarríkið. „Við munum ekki snúa baki við neinum í Hollandi. Í Hollandi eru allir jafnir,“ sagði Timmermans. VVD, mið-hægriflokkur Rutte, sem Dilan Yesilgöz leiðir nú, varð þriðji stærsti flokkurinn og fékk 24 þingmenn kjörna og nýr flokkur Pieter Omtzigt, NSC, varð fjórði stærsti og hlaut tuttugu þingmenn. Í heildina virðist sem að fimmtán flokkar hafi náð mönnum inn á hollenska þingið.
Holland Tengdar fréttir Útgönguspár: Geert Wilders sigurvegari í Hollandi Frelsisflokkur Geert Wilders er með flest þingsæti eftir þingkosningar í Hollandi í dag miðað við útgönguspár. Flokkurinn er lengst til hægri á pólitísku litrófi hollenskra stjórnmálaflokka og hefur Geert löngum barist gegn „íslamsvæðingu“ landsins. 22. nóvember 2023 21:47 Fá fyrsta nýja forsætisráðherrann í þrettán ár Hollendingar velja sér í dag nýja þingmenn og í kjölfarið tekur nýr forsætisráðherra við völdum í fyrsta sinn í þrettán ár. Alls berjast 1.128 frambjóðendur fyrir 26 stjórnmálaflokka keppast um 150 sæti í neðri deild hollenska þingsins. 22. nóvember 2023 13:37 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Útgönguspár: Geert Wilders sigurvegari í Hollandi Frelsisflokkur Geert Wilders er með flest þingsæti eftir þingkosningar í Hollandi í dag miðað við útgönguspár. Flokkurinn er lengst til hægri á pólitísku litrófi hollenskra stjórnmálaflokka og hefur Geert löngum barist gegn „íslamsvæðingu“ landsins. 22. nóvember 2023 21:47
Fá fyrsta nýja forsætisráðherrann í þrettán ár Hollendingar velja sér í dag nýja þingmenn og í kjölfarið tekur nýr forsætisráðherra við völdum í fyrsta sinn í þrettán ár. Alls berjast 1.128 frambjóðendur fyrir 26 stjórnmálaflokka keppast um 150 sæti í neðri deild hollenska þingsins. 22. nóvember 2023 13:37