Sky fréttastofan greinir frá því að líkin hafi fundist í bíl þeirra af gerðinni Ford Fiesta. Bílnum hafði hvolt og fannst hálfur ofan í vatni í Nantmor skógi nálægt þorpinu Beddgelert.
Unglingarnir hétu Jevon Hirst, Harvey Owen, Wilf Henderson og Hugo Morris. Lögregla segir að ekki líti út fyrir annað en að um slys hafi verið að ræða.
Sky fréttastofan segir í umfjöllun sinni að strákarnir hafi verið í útilegu nálægt Eryri í norðurhluta Wales. Þeir áttu að koma heim á sunnudag og létu fjölskyldur þeirra þá lögreglu vita. Mikil leit stóð yfir að strákunum síðustu tvo daga.