Fjallað verður ítarlega um stöðuna í Grindavík í kvöldfréttum Stöðvar 2 og sagt frá því helsta sem kom fram á upplýsingafundi Almannavarna í morgun. Þá verður rætt við Guðmund Inga Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra í beinni útsendingu um frumvarp sem hann hefur lagt fram vegna launa Grindvíkinga.
Sýnt verður frá flutningi þrjátíu fyrirbura frá Gasaborg til Egyptalands, en þeir voru í lífshættu eftir sprengjuárás Ísraelsmanna á al-Shifa sjúkrahúsið. Þá verður fjallað um mikilvægi lífrænnar ræktunar og kíkt í útgáfuhóf hjá tíu ára krökkum sem gáfu út bók saman.
Í Íslandi í dag verður rætt við helvítis kokkinn um einfalda og ódýra jólahittinga og í sportpakkanum verður meðal annars rætt við Helenu Sverrisdóttur eina bestu körfuboltakonu landsins, sem er hætt í boltanum.