Óvíst með framtíð Iceland Noir Jakob Bjarnar skrifar 20. nóvember 2023 11:05 Yrsa Sigurðardóttir segir að hún og Ragnar Jónasson standi nú frammi fyrir þeirri spurningu hvort þau eigi að nenna að vera pólitísk hvítþvottastöð. Það eigi þau eftir að ræða nú þegar Icealand Noir er að baki. vísir/vilhelm Bókmenntahátíðinni Iceland Noir lauk á laugardaginn. Framkoma Hillary Clinton var síðan sérviðburður, laustengdur . Yrsa Sigurðardóttir, sem ásamt Ragnari Jónassyni, stóð fyrir hátíðinni segir framtíð hennar til athugunar. „Við erum nú undir feldi. Við eigum eftir að hittast og ræða framhaldið. Við göngum ekki um gólf í einhverju sjokki, við eigum bara eftir að ræða þetta. Þetta sem átti að vera gleðilegt en virðist sem við séum orðin talsmenn einhverra stríðsátaka. Sem við erum ekki, en það er óþægilegt að vera í þeirri stöðu. Þetta er eins og það er,“ segir Yrsa í samtali við Vísi. Eins og Vísir hefur greint frá myndaðist mikil andstaða meðal rithöfunda við hátíðina þegar spurðist að Hillary Clinton væri meðal þátttakenda. Sjötíu rithöfundar gáfu það út að þeir ætluðu að sniðganga hátíðina. Yrsa tekur það skýrt fram að þau séu ekkert sturluð út í þetta fólk. Það eru miklar tilfinningar í þessu máli og það sé ágætt. Tveir sem til stóð að kæmu fram í pallborði drógu sig út, þau María Elísabet Bragadóttir og Pedro Gunnlaugur Garcia drógu sig út sem var högg í hóp þeirra sem komu fram. Nenna varla að vera pólitísk hvítþvottastöð Yrsa sagði að það sem átti að vera gleðilegt sé nú ekki og þau Ragnar séu helst á því á þessu stigi að snúa sér að einhverju öðru. Þetta er tíunda árið sem Iceland Noir er haldið en líklega 7. skiptið, því fyrstu árin var hátíðin haldin annað hvert ár. Þó víðtæk mótmæli hafi verið, og þau hafi fyrst og fremst haft áhrif á þá sem héldu hátíðina, vill Yrsa allt ekki að þetta komi út eins og hótun. Hún hefur fullan skilning á því að miklar tilfinningar séu í málinu. Ragnar Jónasson. Þau Yrsa eiga eftir að setjast niður og fara yfir stöðuna.vísir/vilhelm „Það er nóg af hátíðum í heiminum. Það þýðir ekki að vera í neinu hatri. Við höfum ekki tekið ákvörðun um hvort þetta verði að ári. Það er ekki útaf Hillary, heldur hvort við raunverulega nennum þessu, að vera sökuð um að vera pólitísk hvítþvottastöð. Þetta er bara ákvörðun sem ég er ekki að leggja á herðar eins né neins,“ segir Yrsa. Ekkert að friðsamlegum mótmælum Þrátt fyrir mótmælin var uppselt á hátíðina. Og svo gott sem fullur salur þegar Hillary kom fram, eftir að efstu sætin voru tekin úr sölu. „Það var bara fínt.“ En hafði þetta ekki áhrif á þann hlut hátíðarinnar? „Jú, hún sá ekki mótmælin en varð vör við þau. Hún vissi hvað var að gerast. Þau fylgjast með því sem fer fram á samfélagsmiðlum. Og svo sem sláandi fyrir þá sem löbbuðu inn en þetta voru friðsamleg mótmæli og ekkert að því.“ Yrsa segir að öll þurfum við okkar pláss í þessu lífi, mismunandi skoðanir sem er af hinu góða og geti ekki leitt neitt af sér nema gott. „En okkur kom á óvart að við skyldum verða valin sem vettvangur. Maður verður bara að bera virðingu fyrir því sem öðrum finnst þó maður sé ekkert endilega alltaf sammála aðferðunum sem fólk er að.“ Bókmenntir Bókaútgáfa Tengdar fréttir Gengu út af viðburði Clinton og mótmæltu Hópur fólks mótmælti afstöðu Hillary Clinton stjórnmálakonu á viðburði á vegum Iceland Noir í hörpu í dag. Tvær konur stóðu upp úr sætum sínum í Eldborgarsal og flögguðu palestínska fánanum í mótmælaskyni. 19. nóvember 2023 23:26 Ofbauð að Clinton fengi sviðið og afboðaði komu sína Skipuleggjendur bókmenntahátíðarinnar Iceland Noir eru miður sín vegna umræðu sem skapast hefur í kringum komu bandarísku stjórnmálakonunnar Hillary Clinton á viðburð tengdan hátíðinni. Þeir benda þó á að hátíðin snúist um bókmenntir - ekki pólitík. Rithöfundur sem hætti við að koma fram á Iceland Noir vegna afstöðu Clintons til vopnahlés á Gasa segir ekkert annað hafa verið í stöðunni en að sniðganga hátíðina. 16. nóvember 2023 14:10 Hillary Clinton gestur Ragnars og Yrsu á Iceland Noir Yrsa Sigurðardóttir segir Iceland Noir ekki lengur litla glæpahátíð. Sérstakur viðburður verður degi eftir að hátíðinni lýkur í ár þar sem Hillary Clinton og Louise Penny ræða pólitíska spennusögu sína, Ríki óttans. Viðburðurinn fer fram þann 19. nóvember. 14. september 2023 23:19 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Fleiri fréttir Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Sjá meira
„Við erum nú undir feldi. Við eigum eftir að hittast og ræða framhaldið. Við göngum ekki um gólf í einhverju sjokki, við eigum bara eftir að ræða þetta. Þetta sem átti að vera gleðilegt en virðist sem við séum orðin talsmenn einhverra stríðsátaka. Sem við erum ekki, en það er óþægilegt að vera í þeirri stöðu. Þetta er eins og það er,“ segir Yrsa í samtali við Vísi. Eins og Vísir hefur greint frá myndaðist mikil andstaða meðal rithöfunda við hátíðina þegar spurðist að Hillary Clinton væri meðal þátttakenda. Sjötíu rithöfundar gáfu það út að þeir ætluðu að sniðganga hátíðina. Yrsa tekur það skýrt fram að þau séu ekkert sturluð út í þetta fólk. Það eru miklar tilfinningar í þessu máli og það sé ágætt. Tveir sem til stóð að kæmu fram í pallborði drógu sig út, þau María Elísabet Bragadóttir og Pedro Gunnlaugur Garcia drógu sig út sem var högg í hóp þeirra sem komu fram. Nenna varla að vera pólitísk hvítþvottastöð Yrsa sagði að það sem átti að vera gleðilegt sé nú ekki og þau Ragnar séu helst á því á þessu stigi að snúa sér að einhverju öðru. Þetta er tíunda árið sem Iceland Noir er haldið en líklega 7. skiptið, því fyrstu árin var hátíðin haldin annað hvert ár. Þó víðtæk mótmæli hafi verið, og þau hafi fyrst og fremst haft áhrif á þá sem héldu hátíðina, vill Yrsa allt ekki að þetta komi út eins og hótun. Hún hefur fullan skilning á því að miklar tilfinningar séu í málinu. Ragnar Jónasson. Þau Yrsa eiga eftir að setjast niður og fara yfir stöðuna.vísir/vilhelm „Það er nóg af hátíðum í heiminum. Það þýðir ekki að vera í neinu hatri. Við höfum ekki tekið ákvörðun um hvort þetta verði að ári. Það er ekki útaf Hillary, heldur hvort við raunverulega nennum þessu, að vera sökuð um að vera pólitísk hvítþvottastöð. Þetta er bara ákvörðun sem ég er ekki að leggja á herðar eins né neins,“ segir Yrsa. Ekkert að friðsamlegum mótmælum Þrátt fyrir mótmælin var uppselt á hátíðina. Og svo gott sem fullur salur þegar Hillary kom fram, eftir að efstu sætin voru tekin úr sölu. „Það var bara fínt.“ En hafði þetta ekki áhrif á þann hlut hátíðarinnar? „Jú, hún sá ekki mótmælin en varð vör við þau. Hún vissi hvað var að gerast. Þau fylgjast með því sem fer fram á samfélagsmiðlum. Og svo sem sláandi fyrir þá sem löbbuðu inn en þetta voru friðsamleg mótmæli og ekkert að því.“ Yrsa segir að öll þurfum við okkar pláss í þessu lífi, mismunandi skoðanir sem er af hinu góða og geti ekki leitt neitt af sér nema gott. „En okkur kom á óvart að við skyldum verða valin sem vettvangur. Maður verður bara að bera virðingu fyrir því sem öðrum finnst þó maður sé ekkert endilega alltaf sammála aðferðunum sem fólk er að.“
Bókmenntir Bókaútgáfa Tengdar fréttir Gengu út af viðburði Clinton og mótmæltu Hópur fólks mótmælti afstöðu Hillary Clinton stjórnmálakonu á viðburði á vegum Iceland Noir í hörpu í dag. Tvær konur stóðu upp úr sætum sínum í Eldborgarsal og flögguðu palestínska fánanum í mótmælaskyni. 19. nóvember 2023 23:26 Ofbauð að Clinton fengi sviðið og afboðaði komu sína Skipuleggjendur bókmenntahátíðarinnar Iceland Noir eru miður sín vegna umræðu sem skapast hefur í kringum komu bandarísku stjórnmálakonunnar Hillary Clinton á viðburð tengdan hátíðinni. Þeir benda þó á að hátíðin snúist um bókmenntir - ekki pólitík. Rithöfundur sem hætti við að koma fram á Iceland Noir vegna afstöðu Clintons til vopnahlés á Gasa segir ekkert annað hafa verið í stöðunni en að sniðganga hátíðina. 16. nóvember 2023 14:10 Hillary Clinton gestur Ragnars og Yrsu á Iceland Noir Yrsa Sigurðardóttir segir Iceland Noir ekki lengur litla glæpahátíð. Sérstakur viðburður verður degi eftir að hátíðinni lýkur í ár þar sem Hillary Clinton og Louise Penny ræða pólitíska spennusögu sína, Ríki óttans. Viðburðurinn fer fram þann 19. nóvember. 14. september 2023 23:19 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Fleiri fréttir Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Sjá meira
Gengu út af viðburði Clinton og mótmæltu Hópur fólks mótmælti afstöðu Hillary Clinton stjórnmálakonu á viðburði á vegum Iceland Noir í hörpu í dag. Tvær konur stóðu upp úr sætum sínum í Eldborgarsal og flögguðu palestínska fánanum í mótmælaskyni. 19. nóvember 2023 23:26
Ofbauð að Clinton fengi sviðið og afboðaði komu sína Skipuleggjendur bókmenntahátíðarinnar Iceland Noir eru miður sín vegna umræðu sem skapast hefur í kringum komu bandarísku stjórnmálakonunnar Hillary Clinton á viðburð tengdan hátíðinni. Þeir benda þó á að hátíðin snúist um bókmenntir - ekki pólitík. Rithöfundur sem hætti við að koma fram á Iceland Noir vegna afstöðu Clintons til vopnahlés á Gasa segir ekkert annað hafa verið í stöðunni en að sniðganga hátíðina. 16. nóvember 2023 14:10
Hillary Clinton gestur Ragnars og Yrsu á Iceland Noir Yrsa Sigurðardóttir segir Iceland Noir ekki lengur litla glæpahátíð. Sérstakur viðburður verður degi eftir að hátíðinni lýkur í ár þar sem Hillary Clinton og Louise Penny ræða pólitíska spennusögu sína, Ríki óttans. Viðburðurinn fer fram þann 19. nóvember. 14. september 2023 23:19