Gagnrýnir Veðurstofuna fyrir að hamla aðgengi að GPS-gögnum Kristján Már Unnarsson skrifar 20. nóvember 2023 10:40 Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur við rætur Snæfellsjökuls í viðtali í þættinum Um land allt. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur gagnrýnir Veðurstofu Íslands fyrir að takmarka aðgengi almennings að GPS-gögnum sem geri mönnum kleift að fylgjast með jarðskorpuhreyfingum. Segir hann að Veðurstofunni beri skylda til að koma þessum gögnum á framfæri svo þau séu öllum aðgengileg. Í pistli á bloggsíðu sinni undir fyrirsögninni „Leyfið fólkinu að skoða GPS mælingar frá Reykjanesi“ rifjar Haraldur upp að GPS-kerfið hafi upphaflega verið amerískt hernaðarleyndarmál. Bandaríkin hafi árið 1978 skotið á loft 24 gervihnöttum til að ákvarða staðsetningu á yfirborði jarðar með mikilli nákvæmni. Það hafi verið stórkostleg bylting þegar GPS-tæknin kom á almennan markað árið 1990. Hún hafi reynst alveg tilvalin til þess að fylgjast með jarðskorpuhreyfingum á Íslandi. Segir Haraldur að sennilega hafi bresk vísindakona, Gillian Foulger, ásamt félögum sínum, verið fyrst til að nýta tæknina til jarðskorpumælinga á Íslandi árið 1986. „Loks var net af GPS mælum sett upp árið 1999 og það hefur verið rekið af Veðurstofu Íslands síðan. Það er grundvallaratriði fyrir vísindastarfsemi á Íslandi að halda við GPS kerfinu til að fylgjast með skorpuhreyfingum,“ segir Haraldur. Haraldur Sigurðsson í viðtali við Stöð 2 við hraunfossinn á Fimmvörðuhálsi í mars 2010.Vísir „Tækjanetið virðist vera í góðu standi, en aðgengi almennings að GPS gögnum er því miður afleitt. Vefsíða Veðurstofunnar fyrir jarðhræringar er fyrst og fremst helguð jarðskjálftavirkni. Ef þú leitar að GPS-gögnum, þá rekur þú þig á tíu eða tuttugu ára gömul skilaboð sem bægja þér frá,“ segir Haraldur ennfremur. Eldfjallafræðingurinn rekur nokkur dæmi. Upplýsingar á ákveðinni síðu séu sagðar úreltar. Ný síða sögð í vinnslu og verði vonandi opnuð fljótlega. Á öðrum stað sé sagt: „Athugið að ekki er ráðlegt að nota gögnin nema í samráði við starfsmenn jarðeðlissviðs Veðurstofu Íslands.“ Og ennfremur: „Athugið að aðgengi að ISGPS gögnum hefur verið takmarkað, sjá tilkynningu og leiðbeiningar um aðgengi.“ „Slík skilaboð hafa verið á vefsíðunni síðan 2008. Af einhverjum sökum er GPS olnbogabarn innan Veðurstofunnar,“ segir Haraldur. Haraldur að störfum við eldfjall í Indónesíu.RAX Hann biður fólk þó ekki um að örvænta því að góður borgari og áhugamaður úti í bæ hafi komið upp vefsíðu þar sem gott aðgengi sé að bæði jarðskjálftagögnum Veðurstofunnar og einnig GPS mælingum á Íslandi. Þetta sé vefsíðan https://vafri.is/quake/. „Hreinn Beck kvikmyndaframleiðandi á mikinn heiður skilið fyrir þetta merka framtak. En Veðurstofunni ber skylda til að koma þessum gögnum fram í formi, þar sem þau eru aðgengileg öllum almenningi,“ segir Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur. Vísindi Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Veður Tengdar fréttir Haraldur telur flekahreyfingar en ekki kviku orsaka umbrotin Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur flekahreyfingar orsök umbrotanna á Reykjanesskaga. Hann segir kviku, sem kunni að vera að gutla á um eins kílómetra dýpi í kvikuganginum, sennilega ekki nægjanlega til að valda eldgosi. 17. nóvember 2023 09:49 Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Sjá meira
Í pistli á bloggsíðu sinni undir fyrirsögninni „Leyfið fólkinu að skoða GPS mælingar frá Reykjanesi“ rifjar Haraldur upp að GPS-kerfið hafi upphaflega verið amerískt hernaðarleyndarmál. Bandaríkin hafi árið 1978 skotið á loft 24 gervihnöttum til að ákvarða staðsetningu á yfirborði jarðar með mikilli nákvæmni. Það hafi verið stórkostleg bylting þegar GPS-tæknin kom á almennan markað árið 1990. Hún hafi reynst alveg tilvalin til þess að fylgjast með jarðskorpuhreyfingum á Íslandi. Segir Haraldur að sennilega hafi bresk vísindakona, Gillian Foulger, ásamt félögum sínum, verið fyrst til að nýta tæknina til jarðskorpumælinga á Íslandi árið 1986. „Loks var net af GPS mælum sett upp árið 1999 og það hefur verið rekið af Veðurstofu Íslands síðan. Það er grundvallaratriði fyrir vísindastarfsemi á Íslandi að halda við GPS kerfinu til að fylgjast með skorpuhreyfingum,“ segir Haraldur. Haraldur Sigurðsson í viðtali við Stöð 2 við hraunfossinn á Fimmvörðuhálsi í mars 2010.Vísir „Tækjanetið virðist vera í góðu standi, en aðgengi almennings að GPS gögnum er því miður afleitt. Vefsíða Veðurstofunnar fyrir jarðhræringar er fyrst og fremst helguð jarðskjálftavirkni. Ef þú leitar að GPS-gögnum, þá rekur þú þig á tíu eða tuttugu ára gömul skilaboð sem bægja þér frá,“ segir Haraldur ennfremur. Eldfjallafræðingurinn rekur nokkur dæmi. Upplýsingar á ákveðinni síðu séu sagðar úreltar. Ný síða sögð í vinnslu og verði vonandi opnuð fljótlega. Á öðrum stað sé sagt: „Athugið að ekki er ráðlegt að nota gögnin nema í samráði við starfsmenn jarðeðlissviðs Veðurstofu Íslands.“ Og ennfremur: „Athugið að aðgengi að ISGPS gögnum hefur verið takmarkað, sjá tilkynningu og leiðbeiningar um aðgengi.“ „Slík skilaboð hafa verið á vefsíðunni síðan 2008. Af einhverjum sökum er GPS olnbogabarn innan Veðurstofunnar,“ segir Haraldur. Haraldur að störfum við eldfjall í Indónesíu.RAX Hann biður fólk þó ekki um að örvænta því að góður borgari og áhugamaður úti í bæ hafi komið upp vefsíðu þar sem gott aðgengi sé að bæði jarðskjálftagögnum Veðurstofunnar og einnig GPS mælingum á Íslandi. Þetta sé vefsíðan https://vafri.is/quake/. „Hreinn Beck kvikmyndaframleiðandi á mikinn heiður skilið fyrir þetta merka framtak. En Veðurstofunni ber skylda til að koma þessum gögnum fram í formi, þar sem þau eru aðgengileg öllum almenningi,“ segir Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur.
Vísindi Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Veður Tengdar fréttir Haraldur telur flekahreyfingar en ekki kviku orsaka umbrotin Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur flekahreyfingar orsök umbrotanna á Reykjanesskaga. Hann segir kviku, sem kunni að vera að gutla á um eins kílómetra dýpi í kvikuganginum, sennilega ekki nægjanlega til að valda eldgosi. 17. nóvember 2023 09:49 Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Sjá meira
Haraldur telur flekahreyfingar en ekki kviku orsaka umbrotin Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur flekahreyfingar orsök umbrotanna á Reykjanesskaga. Hann segir kviku, sem kunni að vera að gutla á um eins kílómetra dýpi í kvikuganginum, sennilega ekki nægjanlega til að valda eldgosi. 17. nóvember 2023 09:49