Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld.
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld. Vísir

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður farið yfir stöðu mála í Grindavík og rætt verður við Lilju Björk Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans, um kröfu Grindvíkinga að lánastofnanir bregðist betur við þeim vanda sem er upp kominn.

Þá verður rætt við móður ungs manns með fíknisjúkdóm en hún segir heilbrigðiskerfið mismuna syni hennar. Þau hafa árangurslaust reynt að fá aðstoð fyrir hann. Hún segir hann vera á dauðalistanum en hún missi aldrei von.

Í íþróttapakkanum verður farið í heimsókn til formanns Borðtennissambands Reykjanesbæjar en hann segir innflytjendur hafa byggt sambandið upp úr engu. Félagið sé mikilvægt samfélagi innflytjenda á Reykjanesskaga og það hafi verið stofnað vegna aukins atvinnuleysis þegar kórónuveirufaraldurinn geisaði.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×