Á annað hundrað handtekin vegna barnaklámshrings Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 19. nóvember 2023 16:00 Lögregla haldlagði gríðarlegt magn barnaníðsefnis. EPA/KOTE RODRIGO Lögreglan á Spáni hefur handtekið 121 einstakling sem eru grunaðir um aðild að risastórum barnaklámshring. Þetta er ein stærsta aðgerð gegn barnaklámi í sögu Spánar. Hin handteknu, 118 karlar og þrjár konur notuðu öll sama tengslanetið þar sem gríðarlegt magn barnakláms var í umferð. Við húsleit á heimilum og vinnustöðum fólksins hefur lögreglan alls gert upptæk 500 terabæt af efni, sem hún segir að sé sérlega gróft. Á meðal þess sem var haldlagt og innihélt gróft barnaklám voru 368 harðir diskar, 427 dvd-diskar, 114 usb-lyklar og 60 tölvur auk annarra tækja. Sum fórnarlömb kornung Fólkið sem var handtekið býr víðs vegar á Spáni; í Madrid, Alicante, Almería og víðar. Lögreglan er að rannsaka myndefnið til að reyna að hafa uppi á fórnarlömbunum sem sum hver eru kornung, en hún segir ljóst að stór hluti myndefnisins sé tekinn upp á Spáni, inni á heimilum hinna handteknu. Þá segir lögreglan að í mörgum myndböndum sem hafi verið haldlögð séu börnin beitt afar grimmilegu ofbeldi. Fjölmiðlar greina frá því að nú þegar hafi einn hinna handteknu gert samning við ákæruvaldið, hann viðurkenni að hafa haft barnaklám í fórum sínum og dreift því til annarra og mun þurfa að afplána fimm ára fangelsisdóm. Meirihlutanum sleppt eftir yfirheyrslu Þrír hinna handteknu sitja áfram í gæsluvarðhaldi en 118 var sleppt að loknum yfirheyrslum. Lögreglan segir að handtökurnar megi rekja til umfangsmikillar rannsóknar lögreglunnar á barnaklámi á netinu og að 46 deildir lögreglunnar víðs vegar um landið hafi tekið þátt í rannsókninni og handtökunum. Tölvuglæpadeild spænsku lögreglunnar tók þátt í alþjóðlegri aðgerð gegn barnaklámi fyrir fjórum árum, þá voru meira en 300 handteknir í 38 löndum og 23 börnum var bjargað úr ánauð. Spánn Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Sjá meira
Hin handteknu, 118 karlar og þrjár konur notuðu öll sama tengslanetið þar sem gríðarlegt magn barnakláms var í umferð. Við húsleit á heimilum og vinnustöðum fólksins hefur lögreglan alls gert upptæk 500 terabæt af efni, sem hún segir að sé sérlega gróft. Á meðal þess sem var haldlagt og innihélt gróft barnaklám voru 368 harðir diskar, 427 dvd-diskar, 114 usb-lyklar og 60 tölvur auk annarra tækja. Sum fórnarlömb kornung Fólkið sem var handtekið býr víðs vegar á Spáni; í Madrid, Alicante, Almería og víðar. Lögreglan er að rannsaka myndefnið til að reyna að hafa uppi á fórnarlömbunum sem sum hver eru kornung, en hún segir ljóst að stór hluti myndefnisins sé tekinn upp á Spáni, inni á heimilum hinna handteknu. Þá segir lögreglan að í mörgum myndböndum sem hafi verið haldlögð séu börnin beitt afar grimmilegu ofbeldi. Fjölmiðlar greina frá því að nú þegar hafi einn hinna handteknu gert samning við ákæruvaldið, hann viðurkenni að hafa haft barnaklám í fórum sínum og dreift því til annarra og mun þurfa að afplána fimm ára fangelsisdóm. Meirihlutanum sleppt eftir yfirheyrslu Þrír hinna handteknu sitja áfram í gæsluvarðhaldi en 118 var sleppt að loknum yfirheyrslum. Lögreglan segir að handtökurnar megi rekja til umfangsmikillar rannsóknar lögreglunnar á barnaklámi á netinu og að 46 deildir lögreglunnar víðs vegar um landið hafi tekið þátt í rannsókninni og handtökunum. Tölvuglæpadeild spænsku lögreglunnar tók þátt í alþjóðlegri aðgerð gegn barnaklámi fyrir fjórum árum, þá voru meira en 300 handteknir í 38 löndum og 23 börnum var bjargað úr ánauð.
Spánn Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Sjá meira