Helgi var þjálfari Grindavíkur á síðustu leiktíð en var sagt upp eftir dapurt gengi liðsins framan af sumri. Hann býr yfir tölverðri reynslu sem þjálfari og hefur meðal annars stýrt Fjölni, ÍBV og Fylki. Þá var hann spilandi aðstoðarþjálfari hjá Fram sumarið 2013.
Helgi er uppalinn Víkingur en á einnig að baki 61 leik með Fram á sínum tíma og skoraði í þeim 37 mörk. Hann lék einnig með Val og varð Íslandsmeistari með liðinu árið 2007. Þá spilaði hann sem atvinnumaður bæði í Noregi og Grikklandi og á að baki 62 A-landsleiki