Verða Chelsea og Manchester City dæmd niður um deild? Smári Jökull Jónsson skrifar 18. nóvember 2023 12:30 Mauricio Pochettino og Pep Guardiola eru knattspyrnustjórar Chelsea og Manchester City. Vísir/Getty Í gær bárust fréttir af því að tíu stig hefðu verið tekin af Everton vegna brota félagsins á fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinnar. Fréttirnar valda forráðamönnum Chelsea og Manchester City vafalaust áhyggjum. Everton var í gær dæmt fyrir brot á reglum ensku úrvalsdeildarinnar er varða hagnað og sjálfbærni í rekstri. Tíu stig hafa verið dregin af félaginu vegna brotsins en Everton tapaði 124,5 milljónum punda á þriggja ára tímabili. Félög mega ekki tapa meira en 105 milljónum punda. Félagið ætlar sér að áfrýja dómnum og birti yfirlýsingu í gær þar sem það sagðist í áfalli yfir niðurstöðunni. En forráðamenn Everton eru líklegast ekki þeir einu sem hafa áhyggjur af stöðunni. Enskir miðlar hafa í kjölfar dómsins í máli Everton skrifað um málefni Manchester City og Chelsea. Rannsóknir standa yfir í málum tengdum þeim félögum þar sem þau eru sökuð um brot sem flestir telja alvarlegri en það brot sem Everton var dæmt fyrir. Íþróttalögfræðingurinn Catherine Forshaw segir í samtali við Guardian að lögfræðingar bæði City og Chelsea hljóti að vera stressaðir eftir úrskurðinn í máli Everton. „Fordæmið er til staðar núna. Ef við berum þessi félög saman við Everton þá er líklegt að Everton sé neðar á refsingaskalanum ef horft er til alvarleika brotanna. Ég held að fall um deild sé engan veginn úr myndinni.“ Brot í 115 liðum Rannsókn á máli City hefur staðið yfir í töluverðan tíma. Félagið er sakað um að víðtæk brot í alls 115 liðum. Ásakanirnar fela meðal annars í sér að félagið hafi ekki gefið upp rétta mynd af fjármálum félagsins og hafi gefið upp lægri greiðslur til leikmanna og knattspyrnustjóra en í raun voru greiddar. Þá hefur félagið ekki aðstoðað forráðamenn úrvalsdeildarinnar við rannsókn málsins. Chelsea er ekki í minni vandræðum. Skjöl sem komið hafa í ljós í gagnaleka benda til þess að í eigendatíð Roman Abramovich hafi Chelsea brotið fjárhagsreglur UEFA. Skjölin sýna mögulegar, ólöglegar greiðslur upp á fleiri milljarða króna í eigendatíð Rússans. Greiðslurnar eru meðal annars til samstarfsmanns Antonio Conte, umboðsmanns Eden Hazard og aðra yfirmanna Chelsea. Þær tengjast líka kaupunum á Willian og Samuel Eto´o en frá því hafði verið greint í síðasta mánuði. Segir að dómsorð í máli Everton gætu einnig átt við í öðrum málum Nii Anteson sem einnig hefur reynslu af lögfræðistörfum í heimi íþróttanna segir að dómsorð í máli Everton geti einnig átt við í málum hinna félaganna. „Það er ekki bara að rannsóknanefndin hafi gert Everton það skýrt að skyldan að koma fram í góðri trú sé rík og að upplýsingar sem félagið hafi gefið hafi verið málefnalegar rangar.“ Anteson segir að í rökstuðningi Everton fyrir dómi hafi félagið haldið því fram að „líkt og það sé hlutverk bókara að minnka skattgreiðslur umbjóðanda eins og hægt er þá sé það einnig hans hlutverk að túlka skattareglur umbjóðanda sínum í hag.“ Anteson segir að rannsóknanefndin sé ósammála þessu viðhorfi og það geti haft áhrif í öðrum málum. „Nefndin segir að skylda félaganna að koma fram í góðri trú sé það rík að hún trompi þessi rök sem Everton kom fram með.“ Forráðamenn Manchester City hafa ítrekað neitað að hafa brotið reglur enska knattspyrnusambandsins og segja gögn málsins sanna þeirra málstað. Fjármál Manchester City til rannsóknar Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Sjá meira
Everton var í gær dæmt fyrir brot á reglum ensku úrvalsdeildarinnar er varða hagnað og sjálfbærni í rekstri. Tíu stig hafa verið dregin af félaginu vegna brotsins en Everton tapaði 124,5 milljónum punda á þriggja ára tímabili. Félög mega ekki tapa meira en 105 milljónum punda. Félagið ætlar sér að áfrýja dómnum og birti yfirlýsingu í gær þar sem það sagðist í áfalli yfir niðurstöðunni. En forráðamenn Everton eru líklegast ekki þeir einu sem hafa áhyggjur af stöðunni. Enskir miðlar hafa í kjölfar dómsins í máli Everton skrifað um málefni Manchester City og Chelsea. Rannsóknir standa yfir í málum tengdum þeim félögum þar sem þau eru sökuð um brot sem flestir telja alvarlegri en það brot sem Everton var dæmt fyrir. Íþróttalögfræðingurinn Catherine Forshaw segir í samtali við Guardian að lögfræðingar bæði City og Chelsea hljóti að vera stressaðir eftir úrskurðinn í máli Everton. „Fordæmið er til staðar núna. Ef við berum þessi félög saman við Everton þá er líklegt að Everton sé neðar á refsingaskalanum ef horft er til alvarleika brotanna. Ég held að fall um deild sé engan veginn úr myndinni.“ Brot í 115 liðum Rannsókn á máli City hefur staðið yfir í töluverðan tíma. Félagið er sakað um að víðtæk brot í alls 115 liðum. Ásakanirnar fela meðal annars í sér að félagið hafi ekki gefið upp rétta mynd af fjármálum félagsins og hafi gefið upp lægri greiðslur til leikmanna og knattspyrnustjóra en í raun voru greiddar. Þá hefur félagið ekki aðstoðað forráðamenn úrvalsdeildarinnar við rannsókn málsins. Chelsea er ekki í minni vandræðum. Skjöl sem komið hafa í ljós í gagnaleka benda til þess að í eigendatíð Roman Abramovich hafi Chelsea brotið fjárhagsreglur UEFA. Skjölin sýna mögulegar, ólöglegar greiðslur upp á fleiri milljarða króna í eigendatíð Rússans. Greiðslurnar eru meðal annars til samstarfsmanns Antonio Conte, umboðsmanns Eden Hazard og aðra yfirmanna Chelsea. Þær tengjast líka kaupunum á Willian og Samuel Eto´o en frá því hafði verið greint í síðasta mánuði. Segir að dómsorð í máli Everton gætu einnig átt við í öðrum málum Nii Anteson sem einnig hefur reynslu af lögfræðistörfum í heimi íþróttanna segir að dómsorð í máli Everton geti einnig átt við í málum hinna félaganna. „Það er ekki bara að rannsóknanefndin hafi gert Everton það skýrt að skyldan að koma fram í góðri trú sé rík og að upplýsingar sem félagið hafi gefið hafi verið málefnalegar rangar.“ Anteson segir að í rökstuðningi Everton fyrir dómi hafi félagið haldið því fram að „líkt og það sé hlutverk bókara að minnka skattgreiðslur umbjóðanda eins og hægt er þá sé það einnig hans hlutverk að túlka skattareglur umbjóðanda sínum í hag.“ Anteson segir að rannsóknanefndin sé ósammála þessu viðhorfi og það geti haft áhrif í öðrum málum. „Nefndin segir að skylda félaganna að koma fram í góðri trú sé það rík að hún trompi þessi rök sem Everton kom fram með.“ Forráðamenn Manchester City hafa ítrekað neitað að hafa brotið reglur enska knattspyrnusambandsins og segja gögn málsins sanna þeirra málstað.
Fjármál Manchester City til rannsóknar Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Sjá meira