Ákærður fyrir að saka bróður sinn ranglega um kynferðisbrot gegn dætrum hans Lovísa Arnardóttir skrifar 17. nóvember 2023 15:55 Málið fer fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Karlmaður á sextugsaldri hefur verið ákærður fyrir rangar sakargiftir en hann tilkynnti bróður sinn til bæði Neyðarlínu og barnaverndar Hafnarfjarðar í febrúar árið 2020 fyrir að hafa brotið kynferðislega á dætrum sínum. Auk þess sagði hann manninn hafa deilt af brotum sínum barnaníðsefni á alþjóðlegar vefsíður. Í ákæru héraðssaksóknara kemur fram að maðurinn hafi hringt í Neyðarlínuna og tilkynnt bróður sinn. Maðurinn notaði ekki sitt rétta nafn þegar hann hringdi en tilkynnti um alvarlegt kynferðisofbeldi gegn tveimur dætrum mannsins, þar með talið nauðgun, og að maðurinn hefði deilt myndefni af brotum sínum á alþjóðlegri vefsíðu. Fyrst var greint frá málinu á vef RÚV. Í kjölfarið sendi hann tölvupóst á starfsmann barnaverndar Hafnarfjarðar þar sem hann lýsti ofbeldi mannsins ítarlega. Þar kom einnig fram að maðurinn hefði brotið á dætrum sínum í félagi við fjóra aðra menn. Það sæist á tveimur mismunandi myndböndum. Maðurinn var í kjölfarið handtekinn og tekin könnunarviðtöl við tvær dætur hans. Um tíu mánuðum seinna, í nóvember, var rannsókn málsins hætt. Ekki kemur fram í ákæru hvers vegna rannsókn málsins var hætt. Samanlagt er gerð einkaréttarkrafa um að maðurinn greiði átta milljónir í miskabætur og einnig lögmannskostnað. Gerð er krafa um að ákærði greiði bróður sínum tvær milljónir í miskabætur og lögmannskostnað. Sömuleiðis er gerð krafa um að hann greiði dætrum mannsins, frænkum sínum, hverri 1,5 milljón í miskabætur og fyrir lögmannsaðstoð og sambýliskonu hans sömu upphæð í miskabætur. Réttindi barna Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Fleiri fréttir Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Sjá meira
Í ákæru héraðssaksóknara kemur fram að maðurinn hafi hringt í Neyðarlínuna og tilkynnt bróður sinn. Maðurinn notaði ekki sitt rétta nafn þegar hann hringdi en tilkynnti um alvarlegt kynferðisofbeldi gegn tveimur dætrum mannsins, þar með talið nauðgun, og að maðurinn hefði deilt myndefni af brotum sínum á alþjóðlegri vefsíðu. Fyrst var greint frá málinu á vef RÚV. Í kjölfarið sendi hann tölvupóst á starfsmann barnaverndar Hafnarfjarðar þar sem hann lýsti ofbeldi mannsins ítarlega. Þar kom einnig fram að maðurinn hefði brotið á dætrum sínum í félagi við fjóra aðra menn. Það sæist á tveimur mismunandi myndböndum. Maðurinn var í kjölfarið handtekinn og tekin könnunarviðtöl við tvær dætur hans. Um tíu mánuðum seinna, í nóvember, var rannsókn málsins hætt. Ekki kemur fram í ákæru hvers vegna rannsókn málsins var hætt. Samanlagt er gerð einkaréttarkrafa um að maðurinn greiði átta milljónir í miskabætur og einnig lögmannskostnað. Gerð er krafa um að ákærði greiði bróður sínum tvær milljónir í miskabætur og lögmannskostnað. Sömuleiðis er gerð krafa um að hann greiði dætrum mannsins, frænkum sínum, hverri 1,5 milljón í miskabætur og fyrir lögmannsaðstoð og sambýliskonu hans sömu upphæð í miskabætur.
Réttindi barna Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Fleiri fréttir Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Sjá meira