Albert hefur spilað afar vel fyrir Genoa í upphafi tímabils og skorað fimm mörk í tólf deildarleikjum. Hann hefur verið orðaður við ítölsk stórlið á við Juventus, AC Milan og Napoli en virðist ætla að halda kyrru fyrir í Genoa út tímabilið hið minnsta.
Nýr samningur Alberts gildir til sumarsins 2027 en ólíklegt þykir að hann verði hjá Genoa svo lengi. Vegna nýs samningsins er félagið aftur á móti í betri samningsstöðu gagnvart félögum sem vilja kaupa Vesturbæinginn.
Albert hefur einnig verið orðaður við Tottenham á Englandi.
Genoa situr í 13. sæti ítölsku A-deildarinnar með 14 stig eftir tólf leiki.
Albert Gudmunsson signs new long term deal at Genoa valid until June 2027 as he s having great season in Serie A.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 17, 2023
Salary increased, longer deal and still one to watch for the summer window as many clubs keep following him. pic.twitter.com/fXTApNB9Wg