Formúlubrautin í Las Vegas ónýt og allt í tómu tjóni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2023 10:01 Hér eru menn að reyna að laga formúlubrautina í Las Vegas í nótt. Getty/Jakub Porzycki Fyrsta formúlukeppnin í Las Vegas í meira en fjóra áratugi byrjar ekki vel en það varð að hætta við æfingu í nótt. Keppnin fer fram í miðborg Las Vegas og meðal annars á hinni frægu Strip-götu fyrir framan öll stóru heimsfrægu spilavítin. Gerð brautarinnar kostaði sitt sem og það að koma með Formúlu 1 keppnina til Las Vegas. Issues have now been identified with multiple drains around the Las Vegas circuit. pic.twitter.com/14fmenExys— ESPN F1 (@ESPNF1) November 17, 2023 Nýja formúlubrautin í Las Vegas virðist þó vera í tómu tjóni og stór galli á henni varð til þess að ekki var hægt að klára æfingu ökumanna í nótt. Á fyrstu æfingunni þá skemmdist bíll Carlos Sainz þegar undirlag bílsins skaddaðist á einu af holræsalokunum á brautinni. The moment Carlos Sainz hit a drain cover on the Las Vegas strip, causing FP1 to be cancelled pic.twitter.com/KIMbuZoteY— ESPN F1 (@ESPNF1) November 17, 2023 Rauða flaggið fór á loft og svo var æfingunni aflýst. Í ljós kom að mörg holræsalokin á brautinni voru í ólagi og auðvitað er mikil slysahætta af slíku. Aðstoðarmenn Sainz fóru á fullt við að laga skemmdirnar á bíl hans en þetta mun örugglega kosta sitt. Forráðamenn kappakstursins verða nú að reyna að laga brautina fyrir framhaldið en keppnin í Las Vegas á að vera mikil sýning. Sjálfur kappaksturinn á að fara fram á laugardagskvöldi að staðartíma sem er klukkan sex á sunnudagsmorgun á íslenskum tíma. Official statement from #LasVegasGP#F1 pic.twitter.com/293QWYSxgC— F1 Las Vegas (@F1LasVegas) November 17, 2023 Akstursíþróttir Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Fleiri fréttir Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Keppnin fer fram í miðborg Las Vegas og meðal annars á hinni frægu Strip-götu fyrir framan öll stóru heimsfrægu spilavítin. Gerð brautarinnar kostaði sitt sem og það að koma með Formúlu 1 keppnina til Las Vegas. Issues have now been identified with multiple drains around the Las Vegas circuit. pic.twitter.com/14fmenExys— ESPN F1 (@ESPNF1) November 17, 2023 Nýja formúlubrautin í Las Vegas virðist þó vera í tómu tjóni og stór galli á henni varð til þess að ekki var hægt að klára æfingu ökumanna í nótt. Á fyrstu æfingunni þá skemmdist bíll Carlos Sainz þegar undirlag bílsins skaddaðist á einu af holræsalokunum á brautinni. The moment Carlos Sainz hit a drain cover on the Las Vegas strip, causing FP1 to be cancelled pic.twitter.com/KIMbuZoteY— ESPN F1 (@ESPNF1) November 17, 2023 Rauða flaggið fór á loft og svo var æfingunni aflýst. Í ljós kom að mörg holræsalokin á brautinni voru í ólagi og auðvitað er mikil slysahætta af slíku. Aðstoðarmenn Sainz fóru á fullt við að laga skemmdirnar á bíl hans en þetta mun örugglega kosta sitt. Forráðamenn kappakstursins verða nú að reyna að laga brautina fyrir framhaldið en keppnin í Las Vegas á að vera mikil sýning. Sjálfur kappaksturinn á að fara fram á laugardagskvöldi að staðartíma sem er klukkan sex á sunnudagsmorgun á íslenskum tíma. Official statement from #LasVegasGP#F1 pic.twitter.com/293QWYSxgC— F1 Las Vegas (@F1LasVegas) November 17, 2023
Akstursíþróttir Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Fleiri fréttir Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira