Formúlubrautin í Las Vegas ónýt og allt í tómu tjóni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2023 10:01 Hér eru menn að reyna að laga formúlubrautina í Las Vegas í nótt. Getty/Jakub Porzycki Fyrsta formúlukeppnin í Las Vegas í meira en fjóra áratugi byrjar ekki vel en það varð að hætta við æfingu í nótt. Keppnin fer fram í miðborg Las Vegas og meðal annars á hinni frægu Strip-götu fyrir framan öll stóru heimsfrægu spilavítin. Gerð brautarinnar kostaði sitt sem og það að koma með Formúlu 1 keppnina til Las Vegas. Issues have now been identified with multiple drains around the Las Vegas circuit. pic.twitter.com/14fmenExys— ESPN F1 (@ESPNF1) November 17, 2023 Nýja formúlubrautin í Las Vegas virðist þó vera í tómu tjóni og stór galli á henni varð til þess að ekki var hægt að klára æfingu ökumanna í nótt. Á fyrstu æfingunni þá skemmdist bíll Carlos Sainz þegar undirlag bílsins skaddaðist á einu af holræsalokunum á brautinni. The moment Carlos Sainz hit a drain cover on the Las Vegas strip, causing FP1 to be cancelled pic.twitter.com/KIMbuZoteY— ESPN F1 (@ESPNF1) November 17, 2023 Rauða flaggið fór á loft og svo var æfingunni aflýst. Í ljós kom að mörg holræsalokin á brautinni voru í ólagi og auðvitað er mikil slysahætta af slíku. Aðstoðarmenn Sainz fóru á fullt við að laga skemmdirnar á bíl hans en þetta mun örugglega kosta sitt. Forráðamenn kappakstursins verða nú að reyna að laga brautina fyrir framhaldið en keppnin í Las Vegas á að vera mikil sýning. Sjálfur kappaksturinn á að fara fram á laugardagskvöldi að staðartíma sem er klukkan sex á sunnudagsmorgun á íslenskum tíma. Official statement from #LasVegasGP#F1 pic.twitter.com/293QWYSxgC— F1 Las Vegas (@F1LasVegas) November 17, 2023 Akstursíþróttir Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Keppnin fer fram í miðborg Las Vegas og meðal annars á hinni frægu Strip-götu fyrir framan öll stóru heimsfrægu spilavítin. Gerð brautarinnar kostaði sitt sem og það að koma með Formúlu 1 keppnina til Las Vegas. Issues have now been identified with multiple drains around the Las Vegas circuit. pic.twitter.com/14fmenExys— ESPN F1 (@ESPNF1) November 17, 2023 Nýja formúlubrautin í Las Vegas virðist þó vera í tómu tjóni og stór galli á henni varð til þess að ekki var hægt að klára æfingu ökumanna í nótt. Á fyrstu æfingunni þá skemmdist bíll Carlos Sainz þegar undirlag bílsins skaddaðist á einu af holræsalokunum á brautinni. The moment Carlos Sainz hit a drain cover on the Las Vegas strip, causing FP1 to be cancelled pic.twitter.com/KIMbuZoteY— ESPN F1 (@ESPNF1) November 17, 2023 Rauða flaggið fór á loft og svo var æfingunni aflýst. Í ljós kom að mörg holræsalokin á brautinni voru í ólagi og auðvitað er mikil slysahætta af slíku. Aðstoðarmenn Sainz fóru á fullt við að laga skemmdirnar á bíl hans en þetta mun örugglega kosta sitt. Forráðamenn kappakstursins verða nú að reyna að laga brautina fyrir framhaldið en keppnin í Las Vegas á að vera mikil sýning. Sjálfur kappaksturinn á að fara fram á laugardagskvöldi að staðartíma sem er klukkan sex á sunnudagsmorgun á íslenskum tíma. Official statement from #LasVegasGP#F1 pic.twitter.com/293QWYSxgC— F1 Las Vegas (@F1LasVegas) November 17, 2023
Akstursíþróttir Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira