Fimm Grindvíkingar keppa í kvöld: „Við stöndum í þessu saman“ Valur Páll Eiríksson skrifar 14. nóvember 2023 13:15 Páll Árni Pétursson Vísir Af átta keppendum í úrvalsdeildinni í pílukasti í kvöld eru fimm Grindvíkingar. Annar riðlanna tveggja sem keppt er í er eingöngu skipaður fólki frá bænum. Einn þeirra sem mannar riðilinn segir furðulega tilhugsun að keppa við þær aðstæður sem uppi eru. „Síðustu dagar hafa verið mjög skrýtnir og erfiðir. Við fórum að sækja verðmæti í gær og maður var nú búinn að sjá myndir af bænum en að sjá þetta með eigin augum var miklu erfiðara. Það var hálfgert áfall að fara aftur í bæinn sinn í gær,“ segir Páll Árni Pétursson, sem er einn fjögurra Grindvíkinga í H-riðli úrvalsdeildarinnar sem keppt verður í. Páll Árni hefur komið sér fyrir í sumarbústað á Þingvöllum ásamt fjölskyldu sinni en er á meðal þeirra sem fór til Grindavíkur að sækja helstu muni í gær. Hann tók pílurnar með. „Ég tók þær með en ég hef nú alltaf verið með spjald uppi í bústað. En maður er bara engan veginn með hugann við pílukast þó maður sé að fara að keppa þarna í kvöld. Það er mjög skrýtið að fara þarna upp á svið og reyna að einbeita sér að því að keppa í pílu,“ „Maður verður bara að láta á það reyna, það eru nú allir úr mínum riðli í sömu stöðu - við erum öll úr Grindavík. Við ætlum bara að reyna að klára þetta en þetta er mjög skrýtið,“ segir Páll Árni. Grindvíkingarnir Björn Steinar Brynjólfsson, Alexander Veigar Þorvaldsson, Páll Árni Pétursson og Árdís Sif Guðjónsdóttir manna H-riðil sem leikinn verður í kvöld.Stöð 2 Sport Tóku saman ákvörðun um að keppa Ásamt Páli eru Alexander Veigar Þorvaldsson, Björn Steinar Brynjólfsson og landsliðskonan Árdís Sif Guðjónsdóttir í H-riðlinum. Þá er Guðjón Hauksson í D-riðli sem fer fram síðar um kvöldið. Páll segist hafa verið tvístiga fyrir keppni kvöldsins en Grindvíkingarnir hafi tekið ákvörðun um að taka þetta saman. „Við erum með spjall þar sem við vorum að ræða okkar á milli hvort við ættum að spila þarna yfirhöfuð eða hvað. Fólk var samstíga á að láta bara reyna á þetta og gera gott úr þessu. Auðvitað ætlar maður að reyna það en maður hefur ekkert verið að æfa sig eða hugsa um þetta síðustu daga,“ „Ef maður væri eini Grindvíkingurinn hefði maður kannski sagt sig úr þessu. En við stöndum í þessu saman og það verður gott að hitta þetta fólk,“ segir Páll sem vonast eftir gulum og bláum sal á Bullseye við Snorrabraut í kvöld. „Það verður örugglega fullt af Grindvíkingum í salnum og manni hlýnar alltaf við að sjá fleiri Grindvíkinga. Við vonum að þetta verði gaman og fólk geti gleymt sér í smá stund, reynt að njóta og lagt þetta aðeins til hliðar,“ segir Páll. Bein útsending frá úrvalsdeildinni í pílu hefst klukkan 19:30 á Stöð 2 Sport í kvöld. Keppni í H-riðli hefst þá en klukkan 21:00 verður keppt í D-riðli. Pílukast Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Fótbolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Frakkar fóru létt með Belgana Í beinni: Tindastóll - Víkingur | Svakalegur fallslagur á Króknum Í beinni: FH - Þróttur | Stórleikur í Krikanum Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Sjá meira
„Síðustu dagar hafa verið mjög skrýtnir og erfiðir. Við fórum að sækja verðmæti í gær og maður var nú búinn að sjá myndir af bænum en að sjá þetta með eigin augum var miklu erfiðara. Það var hálfgert áfall að fara aftur í bæinn sinn í gær,“ segir Páll Árni Pétursson, sem er einn fjögurra Grindvíkinga í H-riðli úrvalsdeildarinnar sem keppt verður í. Páll Árni hefur komið sér fyrir í sumarbústað á Þingvöllum ásamt fjölskyldu sinni en er á meðal þeirra sem fór til Grindavíkur að sækja helstu muni í gær. Hann tók pílurnar með. „Ég tók þær með en ég hef nú alltaf verið með spjald uppi í bústað. En maður er bara engan veginn með hugann við pílukast þó maður sé að fara að keppa þarna í kvöld. Það er mjög skrýtið að fara þarna upp á svið og reyna að einbeita sér að því að keppa í pílu,“ „Maður verður bara að láta á það reyna, það eru nú allir úr mínum riðli í sömu stöðu - við erum öll úr Grindavík. Við ætlum bara að reyna að klára þetta en þetta er mjög skrýtið,“ segir Páll Árni. Grindvíkingarnir Björn Steinar Brynjólfsson, Alexander Veigar Þorvaldsson, Páll Árni Pétursson og Árdís Sif Guðjónsdóttir manna H-riðil sem leikinn verður í kvöld.Stöð 2 Sport Tóku saman ákvörðun um að keppa Ásamt Páli eru Alexander Veigar Þorvaldsson, Björn Steinar Brynjólfsson og landsliðskonan Árdís Sif Guðjónsdóttir í H-riðlinum. Þá er Guðjón Hauksson í D-riðli sem fer fram síðar um kvöldið. Páll segist hafa verið tvístiga fyrir keppni kvöldsins en Grindvíkingarnir hafi tekið ákvörðun um að taka þetta saman. „Við erum með spjall þar sem við vorum að ræða okkar á milli hvort við ættum að spila þarna yfirhöfuð eða hvað. Fólk var samstíga á að láta bara reyna á þetta og gera gott úr þessu. Auðvitað ætlar maður að reyna það en maður hefur ekkert verið að æfa sig eða hugsa um þetta síðustu daga,“ „Ef maður væri eini Grindvíkingurinn hefði maður kannski sagt sig úr þessu. En við stöndum í þessu saman og það verður gott að hitta þetta fólk,“ segir Páll sem vonast eftir gulum og bláum sal á Bullseye við Snorrabraut í kvöld. „Það verður örugglega fullt af Grindvíkingum í salnum og manni hlýnar alltaf við að sjá fleiri Grindvíkinga. Við vonum að þetta verði gaman og fólk geti gleymt sér í smá stund, reynt að njóta og lagt þetta aðeins til hliðar,“ segir Páll. Bein útsending frá úrvalsdeildinni í pílu hefst klukkan 19:30 á Stöð 2 Sport í kvöld. Keppni í H-riðli hefst þá en klukkan 21:00 verður keppt í D-riðli.
Pílukast Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Fótbolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Frakkar fóru létt með Belgana Í beinni: Tindastóll - Víkingur | Svakalegur fallslagur á Króknum Í beinni: FH - Þróttur | Stórleikur í Krikanum Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Sjá meira