Rapinoe: Þetta sannar það að guð er ekki til Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2023 10:00 Megan Rapinoe situr á grasinu. Sex mínútur liðnar af úrslitaleiknum og hún búin að slíta hásin. Getty/Meg Oliphant Bandaríska fótboltakonan Megan Rapinoe átti möguleika á því að enda stórkostlegan feril sinn á besta mögulega hátt eða með því að vinna titil í lokaleik ferilsins. Í stað þess upplifði hún sannkallaða martröð. Rapinoe sleit hásin eftir aðeins sex mínútur í úrslitaleik OL Reign og Gotham FC um bandaríska meistaratitilinn. OL Reign tapaði síðan leiknum án Rapinoe. Megan Rapinoe gerði sér strax grein fyrir því að hásin væri slitin. EPA-EFE/CAROLINE BREHMAN Rapinoe fór mikinn á blaðamannafundi eftir leikinn og hún talaði þar meðal annars um það hún ætlaði að koma sér í Aaron Rodgers meðferðina. NFL stjarnan hefur átt ótrúlega endurkomu eftir að hafa slitið hásin í byrjun september. Rapinoe ætlar að heyra í Rodgers og fá að vita hver framkvæmdi aðgerðina á honum. Það var þó ekki þau ummæli sem vöktu mesta athygli heldur en önnur enn bitastæðari. „Ég á þetta ekki skilið. Ég get alla vega sagt það. Ég er ekki trúuð manneskja eða þannig en ef það væri til guð þá sannar þetta það að guð er ekki til,“ sagði Megan Rapinoe. „Þetta er út í hött. Þetta er algjörlega fáránlegt. Sex mínútur liðnar af leiknum og ég slít hásina mína,“ sagði Rapinoe. Rapinoe vissi strax hvað hefði gerst og átti mjög erfitt með sig þegar henni var hjálpað af velli enda vonbrigðin gríðarleg. „Allir segja alltaf: Hver sparkaði í mig? Auðvitað var enginn nálægt mér. Þannig leið mér. Það kom mikill smellur og ég veit ekki einu sinni hvar hásinin mín er. Ég er nokkuð viss um að ég hafi slitið hásinina. Þetta var versta mögulega útkoman fyrir mig,“ sagði Rapinoe. WOKE Megan Rapinoe says that her torn achilles injury is proof that God doesn't exist. I mean, I don t deserve this, I ll tell you that much. I m not a religious person or anything, but if there is a God, this is proof that there isn t. pic.twitter.com/6GxEZfWifs— Brandon Tatum (@TheOfficerTatum) November 13, 2023 Bandaríski fótboltinn Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fleiri fréttir Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Sjá meira
Rapinoe sleit hásin eftir aðeins sex mínútur í úrslitaleik OL Reign og Gotham FC um bandaríska meistaratitilinn. OL Reign tapaði síðan leiknum án Rapinoe. Megan Rapinoe gerði sér strax grein fyrir því að hásin væri slitin. EPA-EFE/CAROLINE BREHMAN Rapinoe fór mikinn á blaðamannafundi eftir leikinn og hún talaði þar meðal annars um það hún ætlaði að koma sér í Aaron Rodgers meðferðina. NFL stjarnan hefur átt ótrúlega endurkomu eftir að hafa slitið hásin í byrjun september. Rapinoe ætlar að heyra í Rodgers og fá að vita hver framkvæmdi aðgerðina á honum. Það var þó ekki þau ummæli sem vöktu mesta athygli heldur en önnur enn bitastæðari. „Ég á þetta ekki skilið. Ég get alla vega sagt það. Ég er ekki trúuð manneskja eða þannig en ef það væri til guð þá sannar þetta það að guð er ekki til,“ sagði Megan Rapinoe. „Þetta er út í hött. Þetta er algjörlega fáránlegt. Sex mínútur liðnar af leiknum og ég slít hásina mína,“ sagði Rapinoe. Rapinoe vissi strax hvað hefði gerst og átti mjög erfitt með sig þegar henni var hjálpað af velli enda vonbrigðin gríðarleg. „Allir segja alltaf: Hver sparkaði í mig? Auðvitað var enginn nálægt mér. Þannig leið mér. Það kom mikill smellur og ég veit ekki einu sinni hvar hásinin mín er. Ég er nokkuð viss um að ég hafi slitið hásinina. Þetta var versta mögulega útkoman fyrir mig,“ sagði Rapinoe. WOKE Megan Rapinoe says that her torn achilles injury is proof that God doesn't exist. I mean, I don t deserve this, I ll tell you that much. I m not a religious person or anything, but if there is a God, this is proof that there isn t. pic.twitter.com/6GxEZfWifs— Brandon Tatum (@TheOfficerTatum) November 13, 2023
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fleiri fréttir Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Sjá meira