Skálað fyrir stóðhestinum Stála sem á tæplega 900 afkvæmi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. nóvember 2023 21:01 Vinirnir, Daníel og Stáli og fallegur blómvöndur, sem Stáli hafði mikinn áhuga á enda hefur hann blómstrað, sem stóðhestur. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var húllum hæ hjá stóðhestinum Stála frá Kjarri í Ölfusi um helgina þegar um þrjú hundruð manns mættu í afmælið hans. Stáli, sem er einn af þekktustu og bestu stóðhestum landsins á tæplega níu hundruð afkvæmi um allt land og er enn að fylja hryssur þrátt fyrir að vera orðin tuttugu og fimm vetra. Það var maður við mann í reiðhöllinni í Kjarri þar sem um 300 manns komu og fögnuðu afmæli Stála á laugardagskvöldið. Hann kom meira að segja sjálfur í gleðina inn í reiðhöll þar sem skálað var fyrir honum og afmælissöngurinn sungin honum til heiðurs. Ræktendur og eigendur Stála eru þau Helgi Eggertsson og Helga Ragna Pálsdóttir í Kjarri. Stáli þótti frekar ófríður og ekki mikið í hann spunnið þegar hann var að vaxa úr grasi fyrstu árin sín. „Svo var hann taminn þegar hann var á fjórða vetur og þá kom í ljós að hann gæti verið eitthvað meira en venjulegt hross. Fimm vetra var hann sýndur við þokkanlegan dóm og svo var hann sýndur aftur 8 vetra og fór þá í sinn hæsta dóm og þá fór hann að fá hylli merareigenda og hefur verið afskaplega vinsæll. Mér finnst hann farsæll stóðhestur síðan, frjósamur og gefið mikið af ágætum hrossum,” segir Helgi. Stáli á tæplega skráð 900 afkvæmi enda mjög frjósamur og flottur stóðhestur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Stáli á tæplega 900 afkvæmi sem segir allt um vinsældir hans. En þekkir hann öll afkvæmi sín? „Nei, ég held að það sé nú ekki. Hann þekkir ekki einu sinni allar mæður „barnanna” sinna því hann var notaður í sæðingar í nokkuð mörg ár,” segir Helgi hlæjandi. Daníel Jónsson var heiðraður sérstaklega í afmælinu en hann og Stáli náðu ótrúlegum góðum árangri á mótum á sínum tíma en árið 2006 varð Stáli til dæmis heimsmeistari í kynbótadómi á landsmóti á Vindheimamelum og þeir urðu líka landsmótsmeistarar í sjö vetra flokki stóðhesta á mótinu. Eigendur Stála, þau Helgi og Helga Ragna í Kjarri heiðruðu Daníel Jónsson knapa sérstaklega í afmælinu en Daníel átti mjög farsælan feril með Stála.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég held að þetta sé glaðasti hestur, sem ég hef setið á um dagana. Hann hafði einstaklega gaman af öllu, sem var verið að gera. Léttviljugur og dansandi fjörugur og jákvæður,” segir Daníel. Stáli var um tíma í sæðingum, sem Páll Stefánsson, dýralæknir sá um en hér eru þeir Helgi saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ölfus Hestar Dýr Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Sjá meira
Það var maður við mann í reiðhöllinni í Kjarri þar sem um 300 manns komu og fögnuðu afmæli Stála á laugardagskvöldið. Hann kom meira að segja sjálfur í gleðina inn í reiðhöll þar sem skálað var fyrir honum og afmælissöngurinn sungin honum til heiðurs. Ræktendur og eigendur Stála eru þau Helgi Eggertsson og Helga Ragna Pálsdóttir í Kjarri. Stáli þótti frekar ófríður og ekki mikið í hann spunnið þegar hann var að vaxa úr grasi fyrstu árin sín. „Svo var hann taminn þegar hann var á fjórða vetur og þá kom í ljós að hann gæti verið eitthvað meira en venjulegt hross. Fimm vetra var hann sýndur við þokkanlegan dóm og svo var hann sýndur aftur 8 vetra og fór þá í sinn hæsta dóm og þá fór hann að fá hylli merareigenda og hefur verið afskaplega vinsæll. Mér finnst hann farsæll stóðhestur síðan, frjósamur og gefið mikið af ágætum hrossum,” segir Helgi. Stáli á tæplega skráð 900 afkvæmi enda mjög frjósamur og flottur stóðhestur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Stáli á tæplega 900 afkvæmi sem segir allt um vinsældir hans. En þekkir hann öll afkvæmi sín? „Nei, ég held að það sé nú ekki. Hann þekkir ekki einu sinni allar mæður „barnanna” sinna því hann var notaður í sæðingar í nokkuð mörg ár,” segir Helgi hlæjandi. Daníel Jónsson var heiðraður sérstaklega í afmælinu en hann og Stáli náðu ótrúlegum góðum árangri á mótum á sínum tíma en árið 2006 varð Stáli til dæmis heimsmeistari í kynbótadómi á landsmóti á Vindheimamelum og þeir urðu líka landsmótsmeistarar í sjö vetra flokki stóðhesta á mótinu. Eigendur Stála, þau Helgi og Helga Ragna í Kjarri heiðruðu Daníel Jónsson knapa sérstaklega í afmælinu en Daníel átti mjög farsælan feril með Stála.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég held að þetta sé glaðasti hestur, sem ég hef setið á um dagana. Hann hafði einstaklega gaman af öllu, sem var verið að gera. Léttviljugur og dansandi fjörugur og jákvæður,” segir Daníel. Stáli var um tíma í sæðingum, sem Páll Stefánsson, dýralæknir sá um en hér eru þeir Helgi saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ölfus Hestar Dýr Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Sjá meira